Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 147
iðnaðar- og verslunarhúsum, sjúkrahúsi og heilsugæslu-
stöð, stækkun iðnskólans og undirbúningi að byggingu
elliheimihs og dagheimilis. Hafin var bygging gistihúss.
Um 70 íbúðir voru í smíðum. Lokið var byggingu sorp-
hreinsunarstöðvar fyrir ísafjörð, Bolungarvík og Súðavík.
Gert var nýtt aðalskipulag fyrir ísafjörð. Á Bolungarvík
var unnið að heilsugæslustöð, íþróttahúsi og sundlaug.
Unnið var að stækkun íþróttahússins og vélsmiðjunnar,
að trésmíðaverkstæði og plötuverkstæði og um tíu íbúð-
arhúsum. Á Suðureyri var unnið að hitaveitu, og nokkur
íbúðarhús voru þar í smíðum. Á Flateyri var unnið að
íþróttahúsi og sundlaug, heilsugæslustöð, umbótum á
frystihúsinu og byggingu nokkurra íbúðarhúsa. Á Þing-
eyri var unnið að skólahúsi, læknisbústað og nokkrum
íbúðarhúsum.
Barðastrandarsýsla. Á Bíldudal var unnið að endur-
byggingu frystihússins, og var það tekið í notkun. Unnið
var að íþróttahúsi, slökkvistöð og dagheimili. Nokkur
íbúðarhús voru þar í smíðum. Á Tálknafirði var unnið
að dagheimili, vöruskemmu, trésmíðaverkstæði, fisk-
verkunarhúsi og nokkrum íbúðarhúsum. Sorphreinsunar-
stöð var tekin þar í notkun. Á Patreksfirði var hafin
bygging heilsugæslustöðvar og unnið að stækkun sjúkra-
hússins. Unnið var að fiskvinnsluhúsi. Hafin var bygg-
ing dagheimilis. Um 20 íbúðarhús voru í smíðum og unn-
ið var að vatnsveituframkvæmdum. Borað var eftir heitu
vatni við Patreksfjörð. Unnið var að kirkjubyggingu í
Saurbæ á Rauðasandi. Byggt var fiskverkunarhús á
Klöpp á Barðaströnd. Á Birkimel á Barðaströnd var
unnið að byggingu skólahúss, dýralæknisbústaðar og
nokkurra íbúðarhúsa. Á Reykhólum var unnið að stækk-
un skólahússins og nokkrum íbúðarhúsum.
Dalasýsla. í Búðardal var unnið að skólahúsi, heilsu-
gæslustöð, rafstöðvarhúsi, frystihúsi, ostagerðarhúsi og
nokkrum íbúðarhúsum. Unnið var þar að vatnsveitu-
framkvæmdum. Unnið var að endurbyggingu kirkjunn-
ar í Snóksdal.
(145)
10