Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 154
(1281), 1. desember 779 (473). Allmargir útlendingar
unnu hér á landi, t d. Júgóslafar og Portúgalar við Sig-
ölduvirkjun og ástralskar og nýsjálenskar stúlkur í frysti-
húsum, einkum á Vestfjörðum. Mikið kvað að verk-
föllum á árinu. 14. febrúar hófst verkfall undirmanna
á miklum hluta fiskiskipaflotans, þó ekki á stórum
skuttogurum. 17. febrúar hófst verkfall flestra aðildarfé-
laga Alþýðusambands íslands, og nokkur bættust við
næstu daga. Voru þá um 35 000 manns í verkföllum,
og eru þetta mestu verkföll, sem orðið hafa hér á landi.
Verkföllunum lauk að mestu 28. febrúar, en nokkur fé-
lög héldu þeim þó áfram fram yfir miðjan mars. Samn-
ingarnir, sem gerðir voru 28. febrúar, skyldu gilda til 1.
maí 1977. Skyldi kaup á því tímabili hækka um 25—30%
í fjórum áföngum. Ef vísitala framfærslukostnaðar
hækkaði yfir ákveðin mörk (rauðu strikin) skyldi laun-
þegum bætt það. Jafnframt var mikil breyting gerð á
lífeyrissjóðakerfinu. Kaupgjald hækkaði um 2,67% 1.
júlí, því að vísitalan hafði þá farið yfir rauða strikið.
Auk þess kom þá til framkvæmda áfangahækkun, um t
6%, sem samið var um 28. febrúar, og var hækkun því
alls nær 9%. 1. október hækkaði allt kaup um 6%, því
að þá var aftur komið yfir rauða strikið og um 3% 1.
nóvember. Samkomulag tókst með ríkisstjórninni og
Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja 1. apríl, og var
það með svipuðu sniði og samningarnir við Alþýðusam-
band íslands. Samkomulag tókst og með ríkisstjórninni
og samtökum opinberra starfsmanna um verkfallsrétt
þeim til handa, þó með ýmsum takmörkunum. Nokkur
minni háttar átök urðu á vinnumarkaðinum, eftir að
samningarnir voru gerðir. Útvarpsstarfsmenn komu a
yfirvinnubanni í júní og fram í júlí, og sjónvarpsstarfs-
menn hættu að mestu vinnu um tíma í september til að
mótmæla launakjörum. Sumir verkfræðingar Reykjavík-
urborgar fóru í verkfall um sumarið. 8. nóvember lögðu
kennarar flestra barnaskóla og sumra framhaldsskóla
niður vinnu og 15. nóvember einnig margir í Bandalagi
(152)