Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 185
glöggra sjónarvotta, reyndist unnt að ákvarða braut víga-
hnattarins með sæmilegri nákvæmni. Ljóst er, að hér
var um loftstein að ræða en ekki gervitungl. Steinninn
virðist hafa komið inn í gufuhvolf jarðar norður af
Húnaflóa, stefnt bratt niður til norðausturs og sundrast
um 170 km norður af Skagatá. Hugsanlegt er að einhver
brot úr steininum hafi fallið í sjó.
Um stærð loftsteinsins er erfitt að fullyrða, en af birt-
unni má draga þá ályktun að hann hafi verið hátt í metra
í þvermál. Hann virðist hafa gengið um sólu í svipaða
stefnu og jörðin áður en áreksturinn varð, orðið glóandi
af loftnúningi í meira en 100 km hæð og horfið nálægt
20 km hæð.
Hringir umhverfis Úranus.
Hinn 10. mars 1977 gerðu stjörnufræðingar þá merku
uPPgötvun, að reikistjarnan Úranus væri umgirt hringum
sem virðast að sumu leyti hliðstæðir hinum frægu hring-
um Satúrnusar, þótt enginn hafi orðið þeirra var fyrr,
_ vegna þess hve daufir þeir eru. Hringirnir fundust nán-
ast fyrir tilviljun, þegar vísindamenn voru að fylgjast
með daufri stjörnu í vogarmerki og biðu þess að Úranus
gengi fyrir stjörnuna og myrkvaði hana. Nokkru áður
en myrkvinn átti að hefjast var eins og stjarnan dofnaði
sem snöggvast, og þetta endurtók sig aftur og aftur á
reglubundinn hátt. Hliðstæðir smámyrkvar urðu aftur,
eftir að aðalmyrkvanum lauk. Við nánari athugun varð
ekki annað séð en að óþekkt smátungl, 2 km í þvermál
eða minni, hefðu orsakað aukamyrkvana, og að þessi
smátungl hlytu að vera gríðarmörg og mynda 5 þunna
hringi innan við 30 þúsund km frá lofthjúp reikistjörn-
' Unnar.
Almanakið fyrr og nú.
Þegar íslandsalmanakið kom út í fyrsta sinn, árið
bar nýársdag upp á sunnudag, páskar voru 26.
mars og fyrsti vetrardagur var 21. október. Nú hefur
(183)