Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 67
Júpíter (2|) er bjartasta stjarnan á kvöldhimninum frá ársbyrjun
og til þess tíma að Venus fer að sjást. Fram til vors er Júpíter á lofti
mestan hluta nætur. Hann gengur bak við sól í júlí, er morgunstjarna
að hausti og hækkar á lofti eftir því sem hann fjarlægist sól. Frá
byrjun október kemur hann upp í Reykjavík fyrir miðnætti en nær
ekki gagnstöðu við sól fyrr en í janúar á næsta ári.
Júpíter er á mörkum tvíburamerkis og nautsmerkis í byrjun árs,
reikar fyrst lítið eitt til vesturs inn í nautsmerki, snýr þar við 20.
febrúar og er kominn í tvíburamerki um miðjan apríl. Þegar
dimmir að hausti er hann enn í tvíburamerki, gengur í krabbamerki
seint í ágúst og er þar til ársloka. Fjögur stærstu tungl Júpíters eru
sýnileg í litlum sjónauka, en sjaldan öll í einu. Á næstu siðu er greint
frá því, hvenær þau myrkvast.
Satúrnus (Fj) rís um náttmál í Reykjavík í byrjun árs. Frá þvi í
febrúar og fram til vors er hann á lofti allar stundir þegar dimmt er.
Hinn 16. febrúar er Satúmus í gagnstöðu við sól og þá í hásuðri um
lágnættið. Hann gengur bak við sól 27. ágúst og fer að sjást sem
morgunstjarna þegar líða tekur á september. Eftir því sem hann
fjarlægist sól, kemur hann upp fyrr á morgnana, og um miðjan
desember er hann kominn upp fyrir sjónbaug í Reykjavík fyrir mið-
nætti.
Satúrnus er í ljónsmerki allt árið. í góðum sjónauka sjást hinir
frægu hringir, sem auðkenna Satúmus frá öðrum reikistjörnum.
Halli hringanna í átt frá jörðu fer nú minnkandi og er 10° í árs-
byrjun en aðeins 4° í árslok. Stærsta tungl Satúrnusar, Títan, sést í
litlum stjömusjónaukum. Birtustig þess í gagnstöðu er nálægt +8,5.
Úranus ($) er í vogarmerki allt árið og því lágt á lofti. Hann er í
gagnstöðu við sól 5. maí og sést því best síðari hluta vetrar. Eftir-
farandi tafla sýnir stöðu Úranusar í stjörnulengd (a) og stjömu-
breidd (5) og hvenær hann er í hásuðri frá Reykjavík, en þá er hann
hæst á lofti, 9—10° yfir sjónbaug, og kominn upp fyrir 3 1/2 klst.
1 suðri a 5 / suðri a 8
í Rvik h m o í Rvik h m o
1. jan. 09 37 14 52 -16,1 1. maí 01 42 14 49 -15,8
1. febr. 07 39 14 56 -16,3
1. mars 05 49 14 56 -16,3 1. des. 1151 15 03 -16,9
1. apríl 03 45 14 53 -16,2 31. des. 09 59 15 09 -17,3
Neptúnus ('Jt) er í merki naðurvalda allt árið, mjög sunnarlega í
sólbrautinni og því lágt á lofti og erfitt að sjá hann frá íslandi.
birtustig hans er um +8 svo að hann sést aldrei án sjónauka.
Plútó (E) er allt árið í meyjarmerki. Birtustig hans er nálægt +14
svo að hann sést aðeins í góðum stjörnusjónaukum.
(65)