Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 108
íþróttafólkið komst ekki í úrslit í neinni grein, en mörg
ný íslandsmet voru sett þar bæði í frjálsíþróttum og
sundi.
Siglingar. íslandsmeistaramót í siglingum fór fram á
Reykjavíkursvæðinu í ágúst.
Skák. Skákþing íslendinga var haldið í Reykjavík í
april. Haukur Angantýsson varð Islandsmeistari í karla-
flokki, en í kvennaflokki urðu þær Birna Norðdahl og
Svava Samúelsdóttir jafnar. Háðu þær einvígi til úrslita,
og þar sigraði Birna. Unglingameistaramót íslands var
háð í Reykjavík í nóvember, og varð Hilmar Karlsson
unglingameistari. Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigur-
jónsson háðu í mars einvígi í sjónvarpi, og vann Friðrik
Á alþjóðlegu unglingaskákmóti í Hallsberg í
Svíþjóð, sem lauk í janúar, varð Margeir Pétursson í 3.
sæti af 38. Helgi Ólafsson tók þátt í Evrópuskákmóti
í Groningen í Hollandi í ársbyrjun. Á skákmóti í Hast-
ings í Englandi um sama leyti varð Guðmundur Sigur-
jónsson í 5.—7. sæti. Friðrik Ólafsson tók í janúar þátt
í alþjóðlegu skákmóti í Wijk aan Zee í Hollandi. Þar
varð hann í efsta sæti ásamt Júgóslafanum Ljuboievitch,
hlaut 7yt vinning, en þátttakendur voru 12. Guðmundur
Sigurjónsson tók þátt í skákmóti á Spáni í janúar og varð
í 1.—3. sæti, en hlaut sigurlaunin, þar sem hann var stiga-
hæstur. I apríl tók Guðmundur þátt í alþjóðlegu skákmóti
í Las Palmas á Kanaríeyjum. I maí tók Friðrik Ólafsson
þátt í afmælismóti dr. Euwes í Amsterdam. Kepptu þar
heimsmeistarinn í skák, Karpov og stórmeistararnir Frið-
rik Ólafsson, Browne (Bandaríkjunum) og Timman (Hol-
landi). Tefldu þeir tvær umferðir. Karpov vann mótið
með 4 vinninga, Browne fékk 3 vinninga og Friðrik og
Timman 2)4 hvor. Guðmundur Sigurjónsson tók þátt í
Capablancamóti á Kúbu í maí og júní og varð í 2.—3.
sæti. I júlí tóku þeir Friðrik og Guðmundur þátt í stór-
meistaramóti í Amsterdam, og varð Guðmundur í !■■—10.
sæti, en Friðrik 11.—12. sæti (16 þátttakendur). Margeir
Pétursson tefldi á heimsmeistaramóti unglinga í Lille i
(106)