Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 178
— Nú fer ég að taka niður tjaldið, sagði heimspek-
ingurinn. Ég skal hafa drenginn hjá mér. Þú getur ver-
ið örugg um hann á meðan.
Ég þakkaði honum kærlega fyrir og bauð þeim að
borða með okkur siginn fisk um hádegið.
Skólastjórinn sat kyrr í eldhúsinu. Allt í einu spratt
hann á fætur, fleygði sér úr jakkanum, bretti skyrtu-
ermarnar upp fyrir olnboga og gekk að olíuvélinni.
Nú fór mér ekki að verða um sel.
— Hvers vegna er loginn svona lítill? Hefurðu tekið
af kveiknum?
— Nei, ég hef ekkert gert, en það kom hérna maður
um daginn tii þess að gera við sláttuvélina ...
— Og hvað um það?
— Hann braut upp á kveikinn.
— Það lá að, sagði skólastjórinn.
Og áður en ég vissi af, hafði hann ráðist á véhna og
tekið úr henni kveikinn.
— Þú ert auðvitað vanur að fást við svona vélar, sagði
ég varfærnislega.
Hann ansaði mér ekki, slétti úr kveiknum og tók að
koma honum aftur í vélina.
— Nú skaltu sjá, að allt verður í lagi, sagði hann og
kveikti á eldspýtu.
— Nú er ég hrædd um, að hún ósi, sagði ég. Það
gerði hún nefnilega áður en maðurinn braut upp á kveik-
inn.
—• O, það er bara klaufaskapur, svaraði skólastjórinn.
Hann hafði varla sleppt orðinu, þegar eldtungur tóku
að teygja sig í loft upp ásamt þykkum reykjarmekki.
Ég greip um hálsbindi skólastjórans, sem dinglaði laust
og var bráð hætta búin, dró það til í hálfhring, og sneri
það þá beint aftur. Á meðan kepptist hann við að snúa
gorkúlunni. Smám saman dró úr loganum.
— Ég hef skrúfað of mikið frá, sagði hann.
— Það er nú ekki hlaupið að því að stilla logann,
sagði ég með hægð.
(176)