Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 174
fór upp úr pottinum og út um alla vélina. En allt fór
þó betur en á horfðist. Kveikurinn blotnaði ekki. Klukk-
an tvö borðuðum við hádegismatinn.
Maðurinn minn fór og læknirinn með honum, og ég
varð eftir með drengjunum mínum tveimur og unghngs-
stúlku, Lilju að nafni, sem var húshjálpin mín. Kola-
vélin hafði aldrei verið mér erfiðari, síðan hún var end-
urbætt, og nú var blæjalogn dag eftir dag, og bætti
það ekki úr skák.
Olíuvélin reykti allt hvað af tók. Pottarnir urðu kol-
svartir á svipstundu, ekki einungis að neðan, heldur upp
úr. Og aumingja stúlkan hún Lilja var sífellt að hreinsa
sót með stálull, ræstidufti og grænsápu. Hún nuddaði
og reif þangað til skinnið var að mestu leyti farið af
fingrunum á henni. Þá sagði ég henni að draga úr potta-
þvottinum í bili.
Sumarbústaðurinn stendur í brekku ofan við bónda-
bæ. Ég kom daglega á bæinn og ræddi við húsfreyjuna
um vandamál mín. Hún átti sams konar olíuvél og ég,
eini munurinn var sá, að hennar var tvíhólfa. Ekki skorti
húsfreyjuna vilja til þess að hjálpa mér, en hún var jafn
ráðalaus með sína vél og ég var með mína. Og það sá
ég, að hennar vél var mun hættulegri en mín, því að í
hvert skipti, sem pottur var tekinn af eldholinu, hélt ég,
að upp væri kominn eldsvoði.
)— Þær eru svona, sagði húsfreyja stillilega. Ég hef
átt þær margar. Við keyptum þessa í vor.
Einn morguninn, þegar ég var á rölti kringum bæinn
með litla drenginn minn, kallaði húsfreyjan til mín.
— Hann er kominn hérna hann Steingrímur í Hlíð
til að gera við sláttuvélina. Þú ættir nú að biðja hann
að líta á eldfærin þín. Hann er svoddan hagleiksmaður,
blessaður. Ég er viss um, að hann gerir það fyrir þig
með orðinu að skreppa upp eftir.
Ég gekk inn í húsið og sá þar miðaldra mann, mik-
inn vexti og vasklegan.
Ég bar upp erindið. Málið var auðsótt. Hann sagði,