Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Side 40

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Side 40
34 skal að sjálfsögðu skipa hér öndvegið. í máli okkar og bókmentum er sá arfur, sem jjjóðin verður að byggja menningarlega framtíð sína á, meir en nokkru öðru. Við trúum því, að málið okkar sé þjóðinni meira virði en nokkurt annað mál annari þjóð. Öll andleg menning þjóðarinnar, listir hennar og stórhugur, hefir verið mál- inu fastar tengd en dæmi eru til um aðrar þjóðir. Á þann hátt hefir það fengið líf af lífi þjóðarinnar. í því speglast lífsþrá hennar, andleg viðleitni hennar og sigrar hennar jafnt og raunir hennar og rústir. Við margra alda rækt hefir það orðið myndauðugt og hugsunarfast. Og þó geymir jjað meira af upprunaleik sínum en önnur nútíðarmál og það á þann hátt, að hverjum gáfuðum alþýðumanni getur jafnan orðið skiljanlegt. En auk málsins sjálfs, viljum við að lögð sé sem mest rækt við bókmentir þjóðarinnar við kensluna. Umfram alt verða nemendur, svo sem auðið er, að þekkja og meta það, sem djarfast og best hefir verið hugsað á íslensku máli, og af íslenskum mönnum og best hefir verið sagt. Næst eftir kenslu í móðurmálinu, viljum við að komi kensla í sögu þjóðarinnar, og yfirlit yfir félagslegt skipu- lag hennar. En til þess, að nemendur geti fengið yfirlit yfir þetta á sjálfstæðan hátt, þurfa þeir jafnframt að fá fræðslu um almenna sögu og helstu stefnur í félagsfræði og þjóðfélagsmálum. Teljum við öllum æskulýð holt, að kynnast hugsjónum gáfuðustu og þrekmestu manna samtíðarinnar og nýliðinnar fortíðar um mannfélagsmál, jafnframt því, að þekkingin vex um drotnandi stefnur og gildandi form þjóðfélagsins. Landafræði er líka sjálfsögð kenslugrein. Enginn má vera ófróður um sitt eigið land. Allir þurfa að kunna skil aðalþjóða og landa. Gott er að það geti öllum orðið sem Ijósast, hvernig hver þjóð eins oghver einstakur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.