Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Side 41

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Side 41
35 maður er bundinn þeim náttúrukjörum, sem hún hefir við að búa. Reikningskenslan viljum við að sé sem mest í sam- ræmi við þarfir og hæfi alþýðumanna í sveitum. Áherslu ætti að leggja á, að kenna einfalt bókhald og reiknings- færslu, svo að nemendur geti síðar haft gott yfirlit yfir fjárhag sinn og viðskifti, en minna hirt um svokallaða »hærri stærðfræði«, sem fáum kemur að gagni og er lítið meira virði en taflþrautir og talnagátur. Við kenslu í náttúrufræði þarf að leggja mikla rækt. Ef til vill hefir engin önnur námsgrein slíkt uppeldislegt gildi, ef hún er rjett kend. Engin fræðigrein leggur góðum kennara betri vopn í hendur til að glæða feg- urðarnæmleik og fegurðarsmekk ungs fólks. Með engri fræðigrein er betra að kenna það, að skilja lög lífsins og bera virðingu fyrir þeim. Engin námsgrein skerpir betur athyglisgáfu nemenda og kennir þeim betur tök á öllu námi. AUir, sem safnað hafa náttúrugripum, vita hvers virði það hefir verið þeim, til að skerpa athygli þeirra, skilning og allan námsþrótt. — Auðvitað á að kenna mest það, sem næst er. Líkams- og heilsufræði er sjálfsagt að kenna. Sömuleiðis grasafræði og einföld- ustu atriði jarðræktarfræði. í dýrafræði ætti einkum að kenna um dýraríki lands okkar, og þó mest um húsdýrin. í eðlisfræði þarf að kenna það, sem mest snertir daglegt iíf okkar. Ríka áherslu leggjum við á, að ætíð sé kend einhver heimilisiðja í skólanum, svo sem vefnaður, vélspuni, vél- prjón, saumar, smíðar eða bókband. Pó viljum við engin fyrirmæli setja um, hvað kent er á hverjum tíma og í hverri deild skólans. Við leggjum áherslu á þetta vegna þess, að við viljum, að skólinn styðji að virðingu fyrir líkamlegri vinnu, að við viljum, að nemendur, sem eru lítt hneigðir til bóknáms, geti fengið holl viðfangsefni í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.