Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 41
35
maður er bundinn þeim náttúrukjörum, sem hún hefir
við að búa.
Reikningskenslan viljum við að sé sem mest í sam-
ræmi við þarfir og hæfi alþýðumanna í sveitum. Áherslu
ætti að leggja á, að kenna einfalt bókhald og reiknings-
færslu, svo að nemendur geti síðar haft gott yfirlit yfir
fjárhag sinn og viðskifti, en minna hirt um svokallaða
»hærri stærðfræði«, sem fáum kemur að gagni og er
lítið meira virði en taflþrautir og talnagátur.
Við kenslu í náttúrufræði þarf að leggja mikla rækt.
Ef til vill hefir engin önnur námsgrein slíkt uppeldislegt
gildi, ef hún er rjett kend. Engin fræðigrein leggur
góðum kennara betri vopn í hendur til að glæða feg-
urðarnæmleik og fegurðarsmekk ungs fólks. Með engri
fræðigrein er betra að kenna það, að skilja lög lífsins
og bera virðingu fyrir þeim. Engin námsgrein skerpir
betur athyglisgáfu nemenda og kennir þeim betur tök á
öllu námi. AUir, sem safnað hafa náttúrugripum, vita
hvers virði það hefir verið þeim, til að skerpa athygli
þeirra, skilning og allan námsþrótt. — Auðvitað á að
kenna mest það, sem næst er. Líkams- og heilsufræði
er sjálfsagt að kenna. Sömuleiðis grasafræði og einföld-
ustu atriði jarðræktarfræði. í dýrafræði ætti einkum að
kenna um dýraríki lands okkar, og þó mest um húsdýrin.
í eðlisfræði þarf að kenna það, sem mest snertir daglegt
iíf okkar.
Ríka áherslu leggjum við á, að ætíð sé kend einhver
heimilisiðja í skólanum, svo sem vefnaður, vélspuni, vél-
prjón, saumar, smíðar eða bókband. Pó viljum við engin
fyrirmæli setja um, hvað kent er á hverjum tíma og í
hverri deild skólans. Við leggjum áherslu á þetta vegna
þess, að við viljum, að skólinn styðji að virðingu fyrir
líkamlegri vinnu, að við viljum, að nemendur, sem eru
lítt hneigðir til bóknáms, geti fengið holl viðfangsefni í