Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Page 70
kvölds en sest um eða fyrir miðnætti. Að kvöldi 27. desember verður
tunglið í grennd við Satúrnus á himninum.
Úranus reikar milli bogmannsmerkis og steingeitarmerkis. mjög
sunnarlega í sólbrautinni og kemst ekki hærra en 5° yfir sjóndeildar-
hring í Reykjavík. Úranus er í gagnstöðu við sól um hásumarið (21.
júlí) og er því ólíklegt að hann sjáist frá íslandi þetta árið. Birtustig
hans er um +5,7 svo að hann myndi sjást með berum augum við góð
skilyrði.
Neptúnus er í bogmannsmerki allt árið, skammt frá Úranusi. Birtu-
stig Neptúnusar er um +8,0 svo að hann sést aldrei án sjónauka, og
þar sem hann er mjög lágt á lofti verður nær ógerningur að sjá hann.
Plútó er á mörkum vogarmerkis og Naðurvalda. Birtustig hans er
um +13,7 svo að hann sést einungis í stjörnusjónauka. Árið 1979 gekk
Plútó inn fyrir braut Neptúnusar, og fram til 1999 verður hann nær sól
en Neptúnus.
MYRKVAR JÚPÍTERSTUNGLA 1995
Taflan hér að neðan sýnir hvenær tunglin Jó (I), Evrópa (II) og
Ganýmedes (III) myrkvast í skugga Júpíters. Fjórða stóra tunglið,
Kallistó, myrkvast ekki á þessu ári. Aðeins eru taldir þeir myrkvar
sem verða þegar dimmt er í Reykjavík og Júpíter yfir sjónbaug.
Tunglin hverfa (h) eða birtast (b) vestan megin við Júpíter.
Dags. Kl. Dags. Kl. Dags. Kl. Dags. Kl.
6.1. 08 46 I h 8.2. 08 53 III b 9.3. 07 16 I h 10.4. 03 44 I h
27.1. 07 13 II h 14.2. 07 09 I h 16.3. 04 43 III b 26.4. 01 59 I h
29.1. 08 55 I h 21.2. 06 46 II b 23.3. 06 30 III h 26.4. 03 38 II h
8.2. 06 47 III h 28.2. 06 52 II h 25.3. 05 30 I h 28.4. 02 17 III h
HRINGAR SATÚRNUSAR 1995
f byrjun árs snúa hringarnir norðurhlið að jörðu og er halli hring-
flatarins frá jörðu séð þá 7°. Hallinn fer minnkandi fram til 22. maí, en
þá sjást hringarnir á rönd og verða nær ósýnilegir. Næstu tvo mánuði
snúa hringarnir suðurhlið að jörðu en hallinn verður mjög lítill (minna
en 1°). Hinn 10. ágúst sjást hringarnir aftur á rönd. Fram til áramóta
sést norðurhlið hringanna aftur, en haliinn nær ekki 3°. Hallinn getur
mest orðið 27° en það gerist á 15 ára fresti eða þar um bil. Síðasta há-
mark var árið 1987 en hið næsta verður árið 2002.
(68)