Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Side 83
TÍMASKIPTING JARÐARINNAR
Myndin á bJs. 80 sýnir hve mörgum stundum þarf að bæta við (+)
eða draga frá (—) íslenskum tíma til að finna hvað klukkan er að stað-
altíma annars staðar á jörðinni.
Við jaðra kortsins efst og neðst eru reitir sem afmarka svonefnd
tírnabelti sem liggja beint frá norðri til suðurs milli heimskauta. Pessi
ýinfalda og reglulega beltaskipting gildir á úthöfum og í lofti við sigl-
■ngar og flug. A landi eru hins vegar víða frávik frá beltatímanum eftir
því sem hagkvæmast hefur þótt í hverju ríki vegna landamæra eða af
öðrum ástæðum. Gott dæmi um þetta er Kína þar sem staðaltíminn er
alls staðar 8 stundum á undan íslenskum tíma þótt ríkið sé svo víðlent
að það skeri fimm tímabelti. f nokkrum löndum er staðaltíminn 1 klst.
eða meira á undan beitatíma. Þetta á við um Frakkland, Spán, Portú-
gal, fsland, Alaska, Argentínu og mestan hluta Sovétríkjanna eins og
sjá má á kortinu. Fáein lönd fylgja tíma sem ekki víkur heilum stunda-
fjölda frá íslenskum tíma. Þetta er sýnt á kortinu með tölum sem
tákna frávikið í mínútum frá viðkomandi stundafjölda. Dæmi um
þetta er Indland, þar sem klukkan er 5 stundum og 30 mínútum á
undan íslenskum tíma, og Nýfundnaland, þar sem klukkan er 3 stund-
um_og 30 mínútum á eftir íslenskum tíma.
Á kortinu liggur óregluleg lína frá norðri til suðurs yfir Kyrrahaf.
Lína þessi nefnist dagalína og gegnir því hlutverki að aðgreina þau
svæði, sem lengst eru komin í tíma, frá hinum sem skemmst eru kom-
in. Dagalínan var staðsett með alþjóðasamþykkt og tvískiptir hún einu
tímabeltanna. Staðaltíminn vestan línunnar er réttum sólarhring á
undan staðaltímanum austan við og verður því að breyta um dagsetn-
ingu þegar farið er yfir línuna.
Kortið sýnir að austasti hluti Síberíu er 12 stundum á undan íslandi
í tíma. Þegar klukkan á íslandi er 12 á hádegi á gamlársþag er klukk-
an austast í Síberíu 12 á miðnætti og nýtt ár að hefjast. í Alaska, hin-
um megin við Beringssundið, er klukkan þá 3 að morgni gamlársdags.
Sumartími. f mörgum löndum tíðkast sá siður að flýta klukkunni á
sumrin. Er klukkunni þá yfirleitt flýtt um eina klukkustund að vori en
seinkað aftur að hausti. Á íslandi voru slíkar reglur í gildi árin
1917-1918 og svo aftur frá 1939 til 1968 (sjá almanak 1988, bls. 94).
Reglur um sumartíma eru margar og þeim hefur oft verið breytt. Á
meginlandi Evrópu er aðalreglan sú að klukkunni er flýtt síðasta
sunnudag í mars (nú 26. mars) og henni seinkað aftur síðasta sunnu-
dag í september (nú 24. september). Á Bretlandseyjum verður sumar-
tími í gildi þetta árið frá síðasta sunnudegi í mars til fjórða sunnudags
í október (22. október). í Bandaríkjunum og Kanada gildir sumartími
víðast hvar frá fyrsta sunnudegi í apríl (nú 2. apríl) til síðasta sunnu-
dags í október (nú 29. október).
Um 37% þeirra ríkja sem talin eru í skránni á bls. 90-94 flýta klukk-
unni á sumrin.
(81)