Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Side 97

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Side 97
myrkvans. í hálfskuggamyrkva gengur tungliö ekki inn í skugga jarðar en fer svo nærri honum að sólin myrkvast að hluta til, séð frá ein- hverju svæði tungls, jafnvel allri þeirri hlið sem snýr að sólu. Hálf- skuggamyrkvar á tungli eru lítt áberandi, og þeirra var ekki getið í ís- lenska almanakinu fyrr en 1962. Pegar því er haldið fram, eins og gert er í flestum bókum, að sólmyrkvar séu mun algengari en tunglmyrkv- ar, eru hálfskuggamyrkvar á tungli ekki taldir með. Tölurnar hér að framan sýna að heildarfjöldi sólmyrkva og tungl- myrkva er nánast hinn sami þegar til lengri tíma er litið. Að meðaltali verða 2-3 sólmyrkvar á ári, minnst tveir en mest fimm. Hið sama gildir um tunglmyrkva. Algengast er að myrkvarnir séu tveir en sjaldgæfast að þeir séu fimm. Það gerðist síðast árið 1935 og gerist ekki aftur fyrr en árið 2206. Tunglmyrkvar urðu fimm talsins á árinu 1879 og verða ekki aftur svo margir fyrr en árið 2132. Belgíski stærðfræðingurinn Jean Meeus hefur sýnt fram á það með útreikningum að 375 ár líði að meðaltali milli almyrkva á sólu, séð frá tilteknum stað á jörðinni, en þetta sé þó mjög háð breiddarstigi. AI- myrkvar eru mun algengari á norðurhveli jarðar en suðurhveli og tíð- astir nálægt norðurpól. Þetta stafar af því, að líkurnar á að sólmyrkvi sjáist frá einhverjum stað eru mestar þegar sólargangur er lengstur, þ.e. að sumrinu. Þegar sumar er á norðurhveli jarðar vill svo til að jörð er lengst frá sólu og sólkringlan því með minnsta móti. Líkindi þess að tungl geti hulið sólkringluna og valdið almyrkva eru því meiri en ella. Á suðurhveli jarðar er þessu öfugt farið, því að jörð er næst sólu og sólkringlan stærst þegar sumar er þar suður frá. Á íslandi ætti meðaltími milli almyrkva á hverjum stað að vera ná- lægt 285 árum, ef marka má niðurstöður Meeusar. En tíminn milli myrkva getur vikið langt frá meðaltalinu. í Reykjavík sást almyrkvi síðast árið 1433, en næsti almyrkvi verður árið 2026.1 þetta sinn munu því líða 593 ár milli almyrkva í Reykjavík. Sé litið á ísland í heild, en ekki einstakan stað eins og Reykjavík, verða almyrkvar að sjálfsögðu tíðari en þetta. Athugun á 1500 ára tímabili (700-2200) leiðir í ljós 15 almyrkva sem hefðu getað sést (eða ættu að geta sést) frá einhverjum hluta íslands, en það svarar til eins myrkva á öld að meðaltali. Myrkvaárin eru 849, 878,1077,1131, 1312, 1330,1339,1424,1433,1469,1733,1833, 1851,1954, 2026 og 2196. Að- eins fjórir þessara myrkva voru (eða verða) almyrkvar í Reykjavík, nánar tiltekið myrkvarnir árin 878, 1330, 1433 og 2026. Árin 1469 og 1833 munaði þó mjög litlu að sól myrkvaðist alveg í Reykjavík. Um almyrkva á tungli er það að segja, að fyrirbærið sést að meðal- tali á 2-3 ára fresti frá tilteknum stað á jörðinni. Á einu ári geta í mesta lagi orðið þrír almyrkvar á tungli, en það er afar sjaldgæft. Þctta gerðist reyndar fremur nýlega, árið 1982, en mun ekki gerast aftur fyrr en árið 2485. Aðeins tveir af þremur tunglmyrkvum ársins 1982 hefðu getað sést frá Reykjavík, og hið sama mun gilda í næsta skipti. (95)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.