Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Síða 105
Húsið skemmdist mikið. - 16. nóvember brann bærinn á
Haukagili í Hvítársíðu til kaldra kola. Kona og tvö börn
sluppu ómeidd út.
21. desember brann húsið Melar á Húsavík til grunna.
Hjón með tvö börn björguðu sér með naumindum út. - 24.
desember stórskemmdist hús á Bíldudal í eldsvoða.
Slökkvilið Reykjavíkur var kvatt út 922 sinnum á árinu
(1.032 sinnum árið áður). Sjúkraflutningar hjá liðinu voru
10.012 (11.025). Á Akureyri var slökkviliðið kvatt út 67
sinnum (90) og sjúkraflutningar voru 1.086 (1.087).
Slökkvilið Hafnarfjarðar var kvatt út 193 sinnum (187) og
sjúkraflutningar voru 1.533 (1.325).
BÚNAÐUR
Árið var talið í meðallagi. Kal var töluvert í túnum,
einkum í Suður-Þingeyjarsýslu. Þá spratt seint vegna vor-
kulda. Sumarið var mjög kalt og rigningasamt norðan-
lands, en syðra gekk heyskapur heldur vel. I lok júlí var
talið, að heyskapur væri 2-3 vikum á eftir því, sem gerist í
meðalári. Á Suðurlandi ollu frost í ágúst tjóni á korn- og
kartöfluuppskeru.
Talið er, að heyfengur af þurrheyi hafi numið 1.787.701
rúmmetra (2.087.369 árið áður), en votheyi 1.069.008 rúm-
metrum (912.492). Af því voru 939.079 (782.519) rúmmetr-
ar í votheysrúllum, sem pakkaðar voru í plast. Rúllurnar
voru nú fremur grænar en hvítar. - Framleiðsla á gras-
kögglum nam 2.500 lestum (2.400 árið áður). Heyköggla-
framleiðsla var einnig nokkur eða 295 lestir (666). Frærækt
nam 36,7 lestum (41,5 árið áður). - Kornrækt festir sig enn
í sessi, og var nú sáð í um það bil 400 hektara (350 árið áð-
ur). Uppskera var talin 1,2-1,3 lestir á hektara (1,1), en
komst upp í 4,8 lestir á hektara. Heildaruppskera var 495
lestir (408 árið áður).
Kartöfluuppskera var minni en árið áður á öllum helztu
ræktunarsvæðum og er talið, að 39.130 tunnur af kartöflum
hafi komið úr jörðu á árinu hjá þeim, sem hafa kartöflur til
(103)