Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 106
sölu (62.920 árið áður). Kartöflumyglu varð ekki vart á ár-
inu.
Gulrófnauppskera var 679 lestir (386 árið áður), tóm-
atauppskera 625 lestir (660 árið áður), gúrkuuppskera 583
lestir (520), hvítkálsuppskera 482 lestir (500), blómkáls-
uppskera 90 lestir (65), gulrótauppskera 248 lestir (300),
paprikuuppskera 140 lestir (140), kínakál 276 lestir (200) og
sveppir 221 (210) lest.
Berjaspretta var víða lítil sem engin. Þó var talin góð
spretta á Barðaströnd og sums staðar á Snæfellsnesi.
Slátrað var 550.685 kindum í sláturhúsum (570.278 árið
áður). Af því voru 515.242 dilkar (539.634) og 35.443 full-
orðið fé (30.644). Meðalfallþungi dilka var 15,50 kg, sem er
0,93 kg meiri fallþungi en árið áður. Kindakjötsframleiðsl-
an var 8.855 lestir, sem er 269 lestum minna en árið áður. -
Slátrað var 24.904 nautgripum (24.890). Nautgripakjöt var
3.399 lestir (3.377). Slátrað var 7.031 hrossi (7.193) og
hrossakjöt var 822 lestir (661). Slátrað var 48.293 svínum
(45.579) og var svínakjötsframleiðslan 2.861 lest (2.645).
Alifuglakjötsframleiðsla var 1.501 lest (1.632) og eggjafram-
leiðsla 2.297 lestir (2.391).
Mjólkurframleiðsla var 99.916.688 lítrar (99.722.142 árið
áður). Smjörframleiðsla var 893 lestir (570) og smjörvi 588
lestir (559). Framleiddar voru 484 lestir af léttsmjöri.
Loðdýrabú voru í árslok 72 (80 árið áður). Verð fór
hækkandi á afurðum loðdýrabænda og horfur voru batn-
andi í þeirri grein.
Laxveiði var nokkru meiri en árið á undan og veiddust
217.649 laxar (195.134 árið áður). Af þessari veiði voru
39.025 laxar veiddir á stöng (42.309), 10.199 í net í ám og í
sjó (12.062). Frá hafbeitarstöðvum komu 168.427 laxar
(140.763). - Mesta laxveiði þetta árið var í Norðurá í Borg-
arfirði, en þar veiddust 2.117 laxar. Næst kom Flofsá í
Vopnafirði, en í henni veiddust 2.028 laxar, síðan Laxá í
Aðaldal með 1.983. Þverá í Borgarfirði var í 4. sæti með
1.554 laxa.
Búnaðarþing hófst í Reykjavík 1. marz og var þetta í 77.
(104)