Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Page 122
um á íslandi, frá 1906. Annar í Íslandsglímunni varð Eyþór
Pétursson (HSP).
Golf. íslandsmótið var haldið á Hólmsvelli í Leiru í lok
júlí. Þorsteinn Hallgrímsson (GV) varð Islandsmeistari í
karlaflokki, en Karen Sævarsdóttir (GS) sigraði í kvenna-
flokki fimmta árið í röð. Hvasst var af norðri lengst af
meðan mótið fór fram og háði það keppendum nokkuð.
Handknattleikur. í handknattleik innanhúss varð Valur
íslandsmeistari í karlaflokki. Úrslitakeppnin var við FH,
þar sem Valur vann 3-1. Víkingur sigraði í kvennaflokki
eftir 5 leikja úrslitakeppni við Stjörnuna annað árið í röð,
þar sem Víkingur vann 3-2. - í bikarkeppni karla sigraði
Valur Selfoss í úrslitaleik með 24 mörkum gegn 20. í bikar-
keppni kvenna sigraði Valur einnig og nú í úrslitaleik við
Stjörnuna með 25 mörkum gegn 23 í tvíframlengdum leik.
Á heimsmeistaramóti karla í Svíþjóð í marz urðu Islend-
ingar í 8. sæti. í riðlakeppni urðu íslendingar í öðru sæti í
sínum riðli, unnu Ungverja og Bandaríkjamenn en töpuðu
fyrir Svíum. I milliriðli töpuðu Islendingar fyrir Rússum og
Pjóðverjum en unnu Dani. I keppni um 7. sætið töpuðu Is-
lendingar fyrir sameinuðu liði Tékka og Slóvaka. Rússar
urðu heimsmeistarar eftir úrslitaleik við Frakka.
Landslið karla, 21 árs og yngri, vann bronsverðlaun á
heimsmeistarmóti í Kairó í september. Islendingar unnu
Rússa í keppni um 3. sætið, 21:20. Egyptar urðu heims-
meistarar.
íþróttamaður ársins. Sigurbjörn Bárðarson var kjörinn
íþróttamaður ársins. Hann hefur um árabil verið fremstur í
flokki hestaíþróttamanna. Iþróttamaður ársins var nú kos-
inn af fréttamönnum í 38. sinn. Sigurbjörn fékk 252 at-
kvæði.
íþróttir fatlaðra. íslandsmót var haldið í Hafnarfirði um
miðjan marz. Keppt var í boccia, bogfimi, borðtennis, lyft-
ingum og sundi. Keppendur voru um 300 frá 21 félagi. Ol-
afur Eiríksson og Sigrún Huld Hrafnsdóttir unnu öll þau
sund, sem þau tóku þátt í. - Á Norðurlandamóti í sundi í
Gautaborg í aprfl fengu Islendingar 12 gullverðlaun, 11 silf-
(120)