Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Síða 126
sigraði Helgi Ólafsson. Judit Polgar var meðal keppenda. -
í júní varð Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari í skák.
Hann er 7. stórmeistari Islendinga og yngstur til að hljóta
þennan titil, fæddur 1972.
Skíðaíþróttir. Skíðamót íslands var haldið í Hlíðarfjalli
við Akureyri í byrjun apríl. Öll gullverðlaun mótsins fóru
til Akureyrar, ísafjarðar og Ólafsfjarðar. ísfirðingar sigr-
uðu í 9 greinum, Akureyringar í 6 og Ólafsfirðingar í 5.
Daníel Jakobsson frá ísafirði var sigursælastur í göngu og
Akureyringarnir Harpa Hauksdóttir og Vilhelm Þorsteins-
son í Alpagreinum. Pau unnu hvort um sig þrefalt.
Smáþjóðaleikar. I lok maí voru smáþjóðaleikarnir haldn-
ir á Möltu. Sundfólk Islands var mjög sigursælt og hlaut 40
verðlaunapeninga. Systkinin Arnar Freyr, Bryndís og
Magnús Már Ólafs börn og Hrafnhildar höfðu sigur í 19
greinum. Fríða Rún Þórðardóttir sigraði í 800 og 3.000 m
hlaupum. Körfuboltafólk var einnig sigursælt.
Sund. Sundmeistaramót Islands innanhúss var haldið í
Sundhöll Reykjavíkur í marz. Bryndís Ólafsdóttir (Ægi)
setti 3 íslandsmet, m. a. í 50 m skriðsundi, 26,57 og í 100 m
flugsundi, 1:03,97. - Sundmeistaramót íslands utanhúss var
í Laugardalslaug í júlí. Arnar Freyr Ólafsson sigraði í fjór-
um greinum og Bryndís Ólafsdóttir í tveimur. Hún vann
bezta afrek mótsins með sigri í 100 m skriðsundi, 1:00,11.
Það þótti sæta tíðindum, að ekkert íslandsmet var sett á
mótinu. - Bikarkeppni 1. deildar fór fram í lok nóvember í
Reykjavík. Ægir sigraði með 27.877 stig, Sundfélag Suður-
nesja varð í 2. sæti með 25.600 stig og Sundfélag Hafnar-
fjarðar í hinu þriðja með 23.128 stig.
Tennis. Islandsmót var haldið í Reykjavík í júlí. I einliða-
leik varð Einar Sigurgeirsson (Tennisfélagi Kópavogs) Is-
landsmeistari í karlaflokki, fimmta árið í röð, en Hrafn-
hildur Hannesdóttir (Fjölni) í kvennaflokki þriðja árið í
röð. I tvíliðaleik karla sigruðu Einar og Óðinn Ægisson
(TFK), í tvíliðaleik kvenna Hrafnhildur og Stefanía Stef-
ánsdóttir (Fjölni). Einar Sigurgeirsson og Hrafnhildur
Hannesdóttir sigruðu í tvenndarleik.
(124)