Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Page 132
16. des.: Guðlaugur Pálsson kaupm. á Eyrarbakka
f. 20. febrúar 1896.
19. des.: Guðjón B. Ólafsson forstjóri SÍS
f. 18. nóvember 1935.
20. des.: Steingrímur Aðalsteinsson alþingismaður
f. 13. janúar 1903.
22. des.: Vilhelm V. Þorsteinsson framkvæmdastj.
f. 4. september 1928.
25. des.: Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoði
f. 4. júlí 1924.
27. des.: Eðvald Hinriksson Mikson sjúkraþjálfari
f. 12. júlí 1911.
NÁTTÚRA ÍSLANDS
Jarðskjálftar
Hinn 28. ágúst kl. 19.59 varð jarðskjálfti, sem átti upptök
sín milli Hríseyjar og Látrastrandar. Hann mældist 4,5 stig.
- Daginn eftir fundust nokkrir kippir af styrkleikanum 2,0,
sem áttu upptök sín í Hveragerði og á Reykjaneshrygg. -
30. ágúst fundust 9 skjálftar á Kröflusvæðinu og voru þeir
af styrkleikanum 2,0-2,9 stig. - 23. desember varð jarð-
skjálfti í Þrengslum, 3.2 stig á Richter.
Dýraríkið
Ný fisktegund, mjúkhaus, fannst við landið á árinu.
Hann veiddist í apríl í Víkurál. Meðal annarra sjaldgæfra
fiska, sem veiddust á árinu, má nefna: Sægreifa, flatnef,
vargakjaft, svartsilfra og dökksilfra.
Hinn 25. júní sáu skipverjar á Guðnýju ÍS 266 frá Bol-
ungarvík ísbjörn á sundi 60 sjómílur norðaustur af Horn-
bjargi. Að eigin sögn hugðust þeir ná birninum lifandi um
borð og brugðu um hann köðlum. Björninn brauzt hins
vegar svo fast um, að skipverjar sáu ekki annan kost en
bregða snöru um háls honum og hengja hann þannig við
skipshlið. Þeir komu sigri hrósandi með dýrið til lands og
(130)