Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Page 133
hugðust selja það, en verkið mæltist misjafnlega fyrir. Um-
hverfisráðherra vildi fá ísbjörninn suður til rannsókna og
varð það úr.
Andavarp við Mývatn tókst betur en undanfarin ár. -
Haftyrðillinn er nú nálega hættur að verpa á Islandi. Að-
eins 1-2 pör í Grímsey. - Mikið var um flækingsfugla um
haustið víðs vegar um land. Þcssir sáust á Húsavík: Sef-
hæna, skógarsnípa, hettusöngvari, silkitoppur, gráþröstur,
svartþröstur, ískjói og gráhegri.
Rjúpnaveiði var víða talin heldur dræm, en í byrjun nóv-
ember var greint frá því, að bóndi á Augastöðum í Hálsa-
sveit hefði þá að undanförnu veitt 600-800 rjúpur, stundum
25-60 á dag.
Heimilað var að veiða 563 hreindýr. - Þrjár tegundir af
geitungum og tvær tegundir af hunangsflugum hafa tekið
sér bólfestu á Islandi.
Hvalreki
í júlí rak 14 m langan hnúfubak við Selárdal.
Ýmislegt
Hinn 10. júní urðu ferðamenn þess varir, að steinboginn
yfir Ófærufoss í Eldgjá var brotinn. Hann virðist hafa farið
í vatnavöxtum í ánni.
Kalmanshellir í Hallmundarhrauni var mældur nákvæm-
lega og reyndist vera lengsti hraunhellir landsins, 4.035 m.
Það var íslenzk-bandarískur leiðangur, sem mældi hellinn.
A honum eru 50 op til yfirborðs.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir var í júlí skipuð fyrsti formað-
ur stjórnar Náttúrufræðistofnunar íslands. Umhverfisráð-
herra skipar formanninn.
PRÓF
Lokapróf við Háskóla Islands
Á almanaksárinu 1993 luku 728 stúdentar lokaprófi frá
Háskóla íslands (693 árið áður). Hér verður getið úrslita
prófa í nokkrum kennslugreinum og fjölda þeirra, sem
(131)