Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Page 149
Eimskip og dótturfyrirtæki þess höfðu í árslok 10 skip í
rekstri (11 árið áður). Starfsmannafjöldi var í árslok 746
(796 árið áður). Dótturfélög Eimskipafélagsins voru 14 í
árslok og tengdust þau öll flutningastarfsemi nema Burðar-
ás hf.
Þetta var þriðja starfsár Samskipa eftir breytinguna úr
Skipadeild SIS. Mikið tap varð á rekstrinum og var félagið
tekið í gjörgæzlu Landsbankans. Það hætti siglingum til
Bandaríkjanna í lok júní, enda missti það sinn hluta af
flutningum fyrir Varnarliðið. Eimskip tók við þessum
flutningum 1. júlí. Samningurinn var upp á 230 milljónir
króna.
Bílferjan Norröna flutti 7.483 farþega til landsins (7.149
árið áður) og 2.421 vélknúið ökutæki (2.334).
Samgöngur á landi. 5.482 nýir fólksbílar voru fluttir til
landsins á árinu (6.988 árið áður). AIls voru flutt inn 6.121
ný fjórhjóla ökutæki (8.149). Töluverð minnkun varð þann-
ig í bílainnflutningi. Japanskir bílar voru sem fyrr vinsæl-
astir og voru þeir 61,69% af heildarinnflutningi fólksbíla.
Mest selda tegundin af nýjum fólksbílum var Toyota frá
Japan með 1.211 bíla (1.571) eða 22,1%. Mitsubishi frá Jap-
an kom næst, en af þeirri tegund voru fluttir inn 834 bílar
(935 árið áður) eða 15,2%. Síðan kom Nissan frá Japan
með 806 bíla (774) eða 14,7%. Af einstökum bílum var
Toyota Corolla vinsælastur, en af honum voru flutt inn 778
eintök (934). Næstur kom Nissan Sunny, 504 eintök.
SLYS OG SLYSAVARNIR
Á árinu létust 48 Islendingar af slysförum (54 árið áður).
Af þeim drukknuðu 11 (22), 22 fórust í umferðarslysum
(21), 2 fórust í flugslysum (1), en 13 í öðrum slysum (10).
Slys á sjó
Hinn 6. marz strandaði Farsæll GK162 við Hópsnes í
Grindavík. Fimm manna áhöfn bátsins komst í land heilu
og höldnu á gúmbát. - 7. marz sökk Dalaröst SH 107 út af
(147)