Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Page 152
búnaðar- og samgönguráðherra frá Sjálfstæðisflokknum.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Sighvatur
Björgvinsson viðskipta- og iðnaðarráðherra, Jóhanna Sig-
urðardóttir félagsmálaráðherra, Guðmundur Arni Stefáns-
son heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Össur Skarp-
héðinsson umhverfisráðherra frá Alþýðuflokknum.
í maí urðu deilur innan ríkisstjórnarinnar út af innflutn-
ingi landbúnaðarvara. Einkum deildu þeir Jón Baldvin
Hannibalsson og Halldór Blöndal um það, hvort væru ríkj-
andi í þessum efnum búvörulögin eða EES-samningurinn.
Tillaga meirihluta landbúnaðarnefndar, sem fól landbún-
aðarráðherra vald til þess að ákveða innflutning, fékkst
ekki tekin á dagskrá Alþingis. Tók forsætisráðherra
ákvörðun um að slíta þinginu, áður en þetta mál var til
lykta leitt. Eftir þinglok héldu þessar deilur áfram.
í byrjun júní bauð Davíð Oddsson upp á viðræður við
stjórnarandstöðuna um gerð efnahagstillagna vegna slæmr-
ar stöðu sjávarútvegsins. Ekki náðist samkomulag og
kenndi hvor öðrum um.
Ríkisstjórnin tók sína ákvörðun vegna sjávarútvegsins
28. júní og fólst hún að mestu í gengisfellingu, sem var
7,5%. Við þetta fór dollarinn úr 66 kr. í 71 kr. Jafnframt var
stuðlað að skuldbreytingum hjá útgerðarfyrirtækjum og
lengt í lánum. Um leið var þorskkvóti fyrir næsta fiskveið-
iár ákveðinn 165 þús. tonn.
í september voru enn deilur með stjórnarflokkunum út
af innflutningi landbúnaðarvara. Forsætisráðherra lét þá
þau orð falla í viðtali við Morgunblaðið, að Alþýðuflokk-
urinn hefði í þessum málum verið „virkilega óheiðarleg-
ur“.
Eftir landsfund Sjálfstæðisflokks urðu deilur milli stjórn-
arflokkanna um meðferð heilbrigðismála og urðu þær til
þess, að heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra féll frá
áformum um svonefnd heilsukort.
Undir lok október var mikið rætt um vaxtastig í landinu
og þótti það vera of hátt. Hinn 29. október var tilkynnt, að
ríkisstjórnin mundi ekki selja ríkisskuldabréf á innlendum
(150)