Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Page 156
66 en Pétur Sigurðsson kom næstur með 10. Jóhanna
kvaddi varaformannsstarfið með því að segja, að það hefðu
verið mistök sín að bjóða sig ekki fram gegn Jóni Baldvin á
flokksþingunum 1990 og 1992. Hún talaði um kaflaskipti í
starfi sínu fyrir flokkinn, en sagðist mundu vinna að fram-
gangi jafnaðarstefnunnar „hvar á vettvangi, sem það verð-
ur“.
A þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna í ágúst var
Guðlaugur Þór Þórðarson endurkjörinn formaður eftir
harða baráttu við Jónas Jónsson. Guðlaugur fékk 233 at-
kvæði en Jónas 206.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, hinn 31. í röðinni, var
haldinn dagana 21.-24. október í Reykjavík. A fundinum
voru 1.600 fulltrúar. Gott samkomulag var um forystu
flokksins og flesta málaflokka. Helzt var deilt um sjávarút-
vegsmál og var felld tillaga um veiðigjald. Þá var fundurinn
andvígur svonefndum heilsukortum. Davíð Oddsson var
endurkjörinn formaður og fékk 844 atkvæði af 1.070 eða
78,8%. Friðrik Sophusson var endurkjörinn varaformaður
með 791 atkvæði af 1.056 eða 74,9%. Halldór Blöndal fékk
149 atkvæði í varaformannskjöri eða 14,1%. Drífa Hjartar-
dóttir fékk flest atkvæði til miðstjórnar, 826, Þuríður Páls-
dóttir fékk 817 og Ari Edwald 731.
Landsfundur Kvennalistans var haldinn á Löngumýri í
Skagafirði dagana 5. til 7. nóvember. Rætt var um sveitar-
stjórnarkosningar og samþykkt að bjóða fram sem víðast.
Alþýðubandalagið hélt landsfund í Reykjavík í nóvem-
ber. Formaður og varaformaður voru endurkjörnir. Mörk-
uð var sú stefna flokksins, sem nefnd var Utflutningsleiðin.
I kosningum til miðstjórnar fékk Guðrún Agústsdóttir flest
atkvæði eða 223, en Sigríður Stefánsdóttir kom næst með
192.
Opinberar heimsóknir íslenzkra ráðherra
Halldór Blöndal samgönguráðherra fór í opinbera heim-
sókn til Egyptalands og Jórdaníu í ársbyrjun. - Jón Baldvin
Hannibalsson heimsótti dr. Hastings Banda, forseta Mal-
(154)