Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Page 164
Ný, kæld eða ísvarin fiskflök
Blokkfryst ufsaflök
Fryst ufsaflök
1.345,2 (1.385,2)
1.292,6 (1.815,6)
1.275,8 (1.213,5)
VERKLEGAR FRAMKVÆMDIR
Brýr. Helztu framkvæmdir í brúargerð voru þessar (10 m
brýr og lengri): Kúðafljótsbrúin var tekin í notkun síðla
árs. Petta er 300 m löng stálbitabrú með tveimur akreinum
á steyptu gólfi. - Reist var brú á Litlu-Laxá. Hún er 23 m
eftirspennt bitabrú með tveimur akreinum og gangstíg. -
Smfðuð var 36 m eftirspennt bitabrú með tveimur akrein-
um á Hraunsfjörð. - Smíðuð var ný brú á Fnjóská hjá
Hróarsstöðum á Vaglaskógarvegi. Hún er 40 m löng stál-
bitabrú með steyptu gólfi. - Gerð var 10 m löng og 9 m
breið brú á Kráká á Norðurlandsvegi. - Smíðuð var 90 m
eftirspennt bitabrú á Breiðdalsá.
Hafnir. Helztu framkvæmdir í hafnagerð voru á þessum
stöðum (getið er þeirra staða, þar sem unnið var fyrir 20
milljónir eða meira). - I Reykjavík lauk stórframkvæmdum
í gömlu höfninni og var lokið við að færa fram Miðbakka
og Austurbakka og myndaður viðlegukantur fyrir skemmti-
ferðaskip. - A Akranesi var unnið að endurgerð Faxa-
bryggju við sementsverksmiðjuna. - Á Patreksfirði var rek-
ið niður 54 m langt stálþil og steyptur á það kantur. - I
Bolungarvík var lokið við endurgerð brimvarnargarðs við
Brjót. - Á Isafirði var sett þekja á hafnarbakka. - Á
Blönduósi var gerður nýr brimvarnargarður. - Á Sauðár-
króki var gerður 165 m stálþilskantur. - Á Ólafsfirði var
gerð ný bryggja í stað eldri bryggju. - Á Árskógssandi var
viðlegukantur lengdur um 70 m. - Á Húsavík var lokið við
endurgerð hafnarinnar, sem fólst í því, að bryggjan var
breikkuð og höfnin dýpkuð. - I Neskaupstað var gerð ný
bryggja, sem kemur í stað eldri bryggju. - Á Eskifirði var
unnið að nýrri bryggju fyrir framan frystihúsið. - í Grinda-
vík var mjög stór framkvæmd í gangi, þ.e. endurgerð Eyja-
(162)