Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Page 190
hlutu: Adolf Friðriksson fornleifafræðingur, Inga Jóna
Backman söngkona, Ólafur Árni Bjarnason söngvari,
Svava Hólmfríður Þórðardóttir lyfjafræðingur og Þuríður
J. Jónsdóttir taugasálfræðingur. - Guðrún Helgadóttir og
Ólafur Haukur Símonarson hlutu verðlaun úr Rithöfunda-
sjóði ríkisútvarpsins. - Bókmenntaverðlaun útgefenda fyrir
árið 1993 fengu Hannes Pétursson fyrir ljóðabókina Eldhyl
og Jón G. Friðjónsson fyrir ritið Mergur málsins, íslenzk
orðatiltæki, uppruni, saga og notkun.
Ljósvakamiðlar. Stöð 2 hóf 3. júlí tilraunaútsendingar
á sjónvarpi frá erlendum stöðvum. Meðal þeirra voru
BBC World Service, Sky News og CNN. Var þetta aðdrag-
andi Fjölvarps, sem Stöðin hóf útsendingar á 22. nóvemb-
er.
Lottóið. Fjölskylda á Seltjarnarnesi vann 17,9 milljónir í
lottói í desember.
Maltauglýsing veldur deilum. I febrúar birtust í sjónvarpi
auglýsingar. þar sem þetta stóð: „Víst ávallt þeim vana halt
að vera hress og drekka malt.“ Hér þótti snúið gálauslega
út úr alkunnum heilræðavísum Hallgríms Péturssonar og
var auglýsingin dregin til baka.
Mál Eðvalds Hinrikssonar. í byrjun febrúar kom Efraim
Zuroff til íslands með „ný“ gögn um mál Eðvalds. Zuroff
fékk ekki tækifæri til þess að ræða við íslenzka ráðherra en
kynnti gögnin fréttamönnum. Ríkissaksóknari mælti í
ágúst fyrir um opinbera rannsókn í málinu og var þeim Ei-
ríki Tómassyni og Jónatani Þórmundssyni falin rannsóknin.
Eðvald Hinriksson lézt í desember og var þá rannsóknin
látin niður falla.
Menn ársins í viðskiptum. Tímaritið Frjáls verslun og
Stöð 2 völdu í desember menn ársins 1993 í íslenzku við-
skiptalífi. Fyrir valinu urðu hjónin Guðrún Helga Lárus-
dóttir og Ágúst Guðmundur Sigurðsson, sem reka útgerð-
arfyrirtækið Stálskip hf. í Hafnarfirði.
Metsölubækur. Meðal mest seldu bóka ársins voru: Spor
í myrkri eftir Þorgrím Þráinsson, Perlur og steinar, árin
með Jökli eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur, Járnkarlinn (ævi-
(188)