Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1995, Page 191
Handhafar menningarverðlauna DV, f.v.: Linda Vilhjálms-
dóttir, Kolbrún Björgólfsdóttir, Ólafur Haukur Símonarson,
Margrét Harðardóttir, Steve Christer, Pétur Arason, Runólf-
ur Birgir Leifsson (hann tók við verðlaunum fyrir Petri
Sakari), Snorri Þórisson.
saga Matthíasar Bjarnasonar) eftir Örnólf Árnason og
Falsarinn eftir Björn Th. Björnsson.
Metsöluplötur/diskar. Mest seldu innlendu plötur/diskar
ársins voru taldar plöturnar Af lífi og sál með Kristjáni Jó-
hannssyni og Lífið er Ijúft með Bubba Morthens. Næst komu
Spillt með Todmobile og Desember með Siggu Beinteins.
Neikvætt félagafrelsi. Hinn 30. júní var kveðinn upp
dómur í mannréttindadómstólnum í Strasbourg í máli Sig-
urðar Á. Sigurjónssonar leigubílstjóra gegn íslenzka ríkinu.
Málið gekk út á það, hvort Sigurði væri skylt að vera í
Frama, félagi leigubifreiðarstjóra, eins og íslenzk lög og
reglugerðir mæltu fyrir um. Dómurinn féll Sigurði í vil, en
hann vildi ekki vera félagi í Frama.
Norðurlandaráð. Þing ráðsins, hið 42. í röðinni, var hald-
ið í Ósló dagana 2.-4. marz. Halldór Ásgrímsson var for-
maður íslenzku sendinefndarinnar.
Nœpan afhent Listasafninu. Menntamálaráðuneytið af-
henti 3. febrúar Listasafni Islands húsið að Skálholtsstíg 7,
(189)