Jólagjöfin - 24.12.1917, Qupperneq 11

Jólagjöfin - 24.12.1917, Qupperneq 11
JÓLAGJÖFIN 9 Meðan a þessu stóð, voru allir drengirnir frá Póborg að teygja sig fram og gera ýmsar bendingar til félaga síns til þess að láta hann koma auga á þá; kölluðu þeir til hans í lágum róm: Pinn, Pinn, Pinnót! Loks gátu þeir vakið eftirtekt hans með kalli sínu. Drengurinn leit til þeirra og duldi hros bak við húfu sína. A tilsettum tíma smeltu alt í einu hermennirnir sér í „réttstöðu“. Inn gekk borgarstjórinn, og var í fylgd með honum margt tignarmanna. Borgarstjórinn í alhvítum einkennisbúningi með stórum þríiitum linda, gekk að borðinu og nam þar staðar. en fylgd- armennirnir allir settust á bak við og til hliðar. Hljóðfæraflokkurinn hætti að leika, borgarstjórinn gaf merki, allir þögnuðu. Hann tók til máls. Fyrstu orðin gat eg ekki vel greint; eg þóttist vita að hann væri að segja frá dáðaverki drengs- ins. Siðan hrýndi hann raustina og hún barst skær og hljóm- fögur út yfir allan garðinn, og úr því misti eg ekki eitt orð: ........Þegar hann sá frá ströndinni félaga sinn byltast um í fljótinu, gripinn af skelfingu dauðans, þá reif hann af sér fötin og hljóp til hjálpar án þess að hika við eitt augnablik. Menn kölluðu til hans: „þú drukknar!“ hann svaraði engu; þeir þrifu til hans; hann braust úr höndum þeirra; þeir kölluðu á hann með nafni; hann var þegar stokkinn út í ána. Fljótið var í stór vexti; áhættan ógurleg, jafnvel fyrir fullorðinn mann. En hann gekk á hólm við dauðann með öllu afli síns litla líkama og síns stóra hjarta. Hann komst út til hins drukknandi drengs og náði í hann Ekki mátti það tæpara standa, því drengurinn var þegar kominn í kaf; hann dró hann upp yfir vatnsflötinn. Með hamslausri orku barðist hann við öldurnar, sem reyndu að soga liann í sig, og varðist fumtökum félagans, sem reyndi að ná dauðahaldi á honum. — Nokkrum sinnum fór hann í kaf og reif sig upp aftur með aíli. örvæntingarinnar, þraut- seigur og ósigrandi í sínu heilaga kærleiksverki; það var ekki eins og drengur væri að bjarga öðrum dreng, heldur eins og

x

Jólagjöfin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.