Jólagjöfin - 24.12.1917, Side 13
JÓLAGJÖFIN
11
alla æfi föstum á vegi dygSar og heiðurs. Guð veri með
þér!“
Borgarstjórinn gekk á braut, hljóðfæraflokkurinn tók að
leika, og öllu virtist lokið, en þá skiftist brunaliðið tilbeggja
handa og í bilinu er á varð, kom fram drenghnokki, 8 eða 9
ára; var honum ýtt fram af konu nokkurri, sem svo dró sig
i hlé, en drengurinn flýtti sér til hans sem hlotið hafði heið-
urspeninginn og kastaði sér i faðminn á honum.
Þá hófust að nýju fagnaðaróp og dunandi lófaklapp, svo
undir tók i hallargarðinum; allir höfðu þegar í stað skilið,
að þar væri kominn drengurinn, sem bjargað hafði verið úr
Pó, og væri nú kominn til þess að þakka lífgjafa símim.
Eftii að liann hafði kyst hann, tók hann arm hans til þess
að fylgjast með honum út. Þeir leiddust á undan, en for-
eldrarnir gengu á eflir þeim. Gengu þau nú og stefndu á
útgönguhliðið og áttu örðugt með að komast gegnum troðn-
inginn. En fólkið þokaði sér til hliðar fyrir þeim og gaf
þeim gangrúm, lögreglumenn, drengir, hermenn og hefðar-
konur, alt í einum glundroða. Allir teygðu sig fram og tyltu
sér á tá til þess að sjá drenginn. Þeir sem næstir stóðu,
réttu honum hendina; þegar hann kom fram hjá skólapilta-
hópnum, þá véifuðu þeir húfum sínum lil samfagnaðar.
Drengirnir frá Póborg hófu mikil fagnaðarlæti, tóku í hand-
leggi hans eða treyjuna og hrópuðu: Pinn, lifi Pinn, bravó,
Pinot!
Eg sá hann er hann gekk fram hjá, mjög nálægt mér.
Hann var blóðrjóður í framan, en glaður i bragði. Heiðurs-
peningurinn hékk i rauðum, hvítum og grænum silkiborða.
Móðir hans tárfeldi og brosti í senn. Faðir hans var i ákefð
að snúa upp á yfirskeggið með annari hendinni; hann var
skjálfhendur eins og hefði hann riðusótt. Uppi i gluggunum
og á svölunum hélt fólkið áfram að teygja sig fram og
klappa. Alt i einu, þegar þau voru að því komin að ganga
inn i bogagöngin, kom ofan af svölunum þar sem „Her-
mannadæturnar“ voru, regluleg skúr af gæsablómum, fjól-
um og stjúpmóðurblómum; hrundu blómin yfir höfuðið á
drengnum og foreldrum hans og féllu niður í kringum þau.