Jólagjöfin - 24.12.1917, Síða 22

Jólagjöfin - 24.12.1917, Síða 22
20 JÓLAGJÖFIN hans og hann ekki þeirra. Þeir hermdu eftir honum það sem hann sagði, — með sínum framburði og hlógu svo að því. Þeim gekk akkert ílt til, en þeir fyrirlitu þessa kúguðu þjóð af fillu hjarta, og nú bölðu þeir mann hjá sér, sem þeir gátu látið þessa fyrirlitun bitna á. Þeir komu n:eð gamlan, gauðrifina hermannskyrtil og fœrðu hinn hýdda fanga í. Keis- aralegur purpuri! Ave Cœsar! Hahaha! Einn þeirra þrýsti reyrpriki í hönd honurn; Veldissprotinn! Hahaha! Okkur vantar nú ekkert nema kórónuna! Hún er hérna! Og einn þeirra fléttar með mikilli lægni sveig úr þyrnum. Það var einmitt þyrnirunnur rétt fyrir utan borgarvegginn, þar sem reisa átti krossinn. Og þyrni-sveignum var þryst ofen á enni fangans. Ave Cæsar! Hahaha! Einn þeirra klifar upp á bekk- inn og skrifar á múrvegginn: Gyðingakongurinn. Litli kon- ungurinn situr á steinbekknum, aðframkominn af þreytu. En hermennirnir ungu og þróttmiklu eru sífjörugir og geta altaf haldið honum vakandi. Eg veit ekki hvora þeirra eg á að telja meiri varmenni, hvort heldur þessa unglinga eða gömlu garpana sem sitja álengdar og horfa á leikinn, ýmist ánægðir eða sem þeir láti sér á sama standa. Hann var svo ungur, 33 ára, en hann virtist vera um fimtugt að minsta kosti, þvi að hann átli að reyna alt, jafn- vel það, sem er svo þungbært, að verða gamall, en hann varð það á svo fáum árum. A þrem óendanlega löngum klukkustundum varð hár hans hvítt. Og eg get nú varla hugsað til þess, hve fátækur hann var. Aldrei hafði hann haft einn denar í hendi, og það lítið sem hann eignaðist lil þess að gera öðrum gott með, því stal einn hans nánustu lærisveina. Um hin fögru klæði hans köstuðu varðmennirnir teningum; teningaskröltið hætti enn á hinar óskaplegu kvalir hans, og seinustu orðin sem hann heyrði af mannavörum, voru háð- ungarorð eða guðlast. Nakin hékk hann þarna ákrossinum, enn ein viðbót við píslirnar fyrir hreinan og siðvandan mann. Lengi hafði hann ekki átt sér neitt hæli, dýrgripi né aðra hluti átti hann enga. Jú, — einn hlut létu þeir hann hafa með sér upp á krossinn — konungs-kórónuna. Mér er svo óljúft að særa þig, þú hinn eini heilagi

x

Jólagjöfin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.