Jólagjöfin - 24.12.1917, Page 29

Jólagjöfin - 24.12.1917, Page 29
JÓLAGJÖFIN 27 ef skrautgrip er stolið frá safnara, þá eykur þaS honum áhyggjur. Hugsaði nú dómarinn miljónasta part af sekúndu um J>að, hvað hún leið, móðir barnsins, gat hann getið sér })ess til, hve mikið hann myndi auka hennar ósegjanlegu þrautir með því að svifta sig lífinu. Mitt afskræmislega líf var úti þann dag, er hún leitaði til mín í örvæntingu sinni. Ungi vinur! Þú skalt ekki halda, að eg hafi verið svo niikið lítilmenni, að eg hrósaði happi yfir því, að konan sem eg hafði elskað eina alla æfi, gerði hoð eftir mér, drykkju- manninum — í vandræðum sínum. Æ, nei! Það var aðeins þung skylda við mitl eigið líf, en milt eigið líf var ein- mitt hún. „Það er ekkert við þessu að gera“ hefðu sérfræðingarn- ir sagt. Nú kom drykkjumaðurinn Werther — og hann var læknir. Það varð að finna ný sjúkdóms einkenni. Og eg fann J>au, af því að eg þekti sjúklinginn. Eg vissi, að þótt hann æpli heilar nætur eins og hálfskotin hý- ena, þá var það alls ekki barnsins vegna, heldur vegna þess að dýrmætasti limur hans sjálfs var sniðinn af honum. Það var hin hreinasta eigingirni. Eg var fullur þegar eg kom til hennar. Eg var svoleið- is i þá daga, að ófullur hefði eg ekki getað ráðist í það. Og svo sagði eg við hana — inni í dagstofunni þar sem við gátum heyrt óhljóðin í honum. „ Viltu bjarga vitilians, jafnvel þótt það hosti þig lífið? — Hamingju þina? Minn ungi vinur, þú sem skrifar kaldhæðnis greinar um konuna, þú skalt fá að vita að hún sagði já. Andlit hennar geislaði af von. Eintóm von. Engin hugsun um hennar eigið líf fékk að fæðast. Guð minn góður! Ef sú kona hefði elskað mig óverðug- an! Svo sagði eg við hana kalt og rólega, — það var eins og einhver annar talaði með mínum munni: „Jæja farðu inn til hans og segðu: Örvænt þú ekki, þú hefir ekki mist neitt■ Það erj eg, og vinur þinn læknirinn, það erum við

x

Jólagjöfin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.