Jólagjöfin - 24.12.1918, Blaðsíða 10
6
Jólagjöfin.
guð sonar? — Frá engri vöggu sem staðið hefir á jörð, hefir
streymt annað eins ljós út um heiminn. Hve mörgum miljón-
um sálna hafa þau ekki fróað, hin miklu tiðindi? Þau hafa
huggað hina hreldu, endurreist hina niöurbeygðu, vakið gleöi
og fögnuð, mannkærleik og rnildi, sáttfýsi og samúð. — Þau
hafa tendrað ljós, þar sem áður var dimt. Að hugsa sér alt
það ljóshaf, sem breiðist yfir kristin lönd á jólunum, þegar
öll jólaljós eru tendruð í kirkjunum og í heimahúsum! Eg
sé fyrir mér í anda þetta ljóshaf, og heyri í anda þetta radda-
brim af jólasöngvum, er stigur á jólunum upp frá hinni dimmu
og þögulu jörö á fleygiferð hennar gegn um himingeiminn
og uppsprettulind alls þessa ljóshafs skín út úr fjárhelli einurn
í Betlehem fyrir 19 öldum síðan. Uppruni þessarar dýrðar er
fæðing barns í þessum fjárhelli. — Þar situr inni hin heilaga
mey og móðir, sem aldirnar prísa sæla. Engin móðir á jörð
hefir verið tignuð eins og hún, elskuð af miljónum eins og hún,
lofuð og vegsömuð eins og hún. Þaö var eingöngu af því, að
hún fæddi þetta barn. Hún sjálf var af sjálfri sér ekki merki-
legri en aðrar konur jarðarinnar, en hún var útvalin til þess
að verða móðir guðs sonar. Öll handleiðsla guðs á ísraelsþjóð-
inni miðaði að því að þjóðin mætti eignast slíka dóttur, og
guð hreinsaði hana og helgaði frá móðurlífi, varðveitti hana
flekklausa af allri saurgun holds og anda, öll hennar uppvaxtar-
ár, og svo varð hún hæfileg til þess, í fyllingu tímans, að fæða
guðs son í heiminn, án þess að meydómur hennar raskaðist.
í móðurlífi hennar sameinaðist guðdómurinn og manndómur-
inn í eitt. Þess vegna hefir hún fengið slíkan dýrðarljóma, þess
vegna er það rétt og sæmilegt, að allar aldir tigni hana og
segi hana sæla. Hún er ávalt mey, ímynd hins hreina og sak-
lausa, og hún er ávalt móðir, ímynda allrar tignar móðurleik-
ans. Á skauti hennar hvílir hið guðdómlega barn, sem heim-
urinn þekti ekki þá, en englarnir sungu um á völlunum við
Betlehem:
„Dýrð sé í upphæðum guði og á jörðu friður, meðal manna
sem velþóknun er á!“
Frelsarinn er fæddur
Og friður mönnum glæddur!