Jólagjöfin - 24.12.1918, Blaðsíða 45
Djððiiðiðinpiiiiil. (|j|) Eftir Selmu Lagerlöf. Sig. Kr. Pétursson þýddi.
B B — B B
Það var héma á árunum, milli 1870 og 80. Óskar II. Svía-
konungur var á ferð um ríki sitt. Leið hans lá um járnbrautar-
stöð eina i Vermalandi. Þar var alt skreytt blómum og allir,
sem vetlingi gátu valdið voru komnir á stöðina þar úr grendinni.
Og menn voru þar í glöðu skapi og léku á alls oddi af eftir-
væntingu, á meðan þeir biðu eftir konunginum. Þeir höfðu
þegar komið sér saman um, hvernig haga skyldi móttökunni.
Þeir ætluðu að hrópa „Húrra“, færa honum blóm og syngja
ættjarðar- og hyllingarsöngva. Og þeir gerðu sér von um að
hans hátign mundi aldrei gleyma hvernig viðtökurnar hefðu
orðið þar á Kiljárnbrautarstöðinni.
En þegar eimlestin kom másandi og hvæsandi inn á járn-
brautarstöðina, fór alt á ringulreið og út um þúfur, því að allir
keptust mest eftir því að komast sem næst konungsvagninum.
Nú var það að þeir áttu að hrópa „Húrra“, en því miður stein-
gleymdu þeir þvi, af ótta fyrir að komast ekki nógu nálægt,
til þess að geta séð konunginn.
En það var þó einn maður í hópnum, sem lét eins og guð
hefði gefið honum vit. Hann tróð sér ekki inn í mannþröngina.
Hann stóð grafkyr, veifaði staf með gríðarmiklum silfurhún
á endanum og hrópaði: „Húrra, húrra“, svo að undir tók í
öllu. Maðurinn var fremur lítill vexti. Hann hafði græna der-
húfu og háa á höfði, og brjóst hans var alþakið heiðursmerkj-
um, sem voru öll gerð úr gull- og silfurpappír.
Og það var svo sem ekki hætt við að konungurinn og þeir,
sem meö honum voru, tækju ekki eftir því, að það var þó
að minsta kosti einn maður í allri mannþyrpingunni, sem var
stiltur og rólegur og hagaði sér skynsamlega, þegar allir aðrir
létu eins og þeir væru ekki með öllu mjalla.