Jólagjöfin - 24.12.1918, Blaðsíða 45

Jólagjöfin - 24.12.1918, Blaðsíða 45
Djððiiðiðinpiiiiil. (|j|) Eftir Selmu Lagerlöf. Sig. Kr. Pétursson þýddi. B B — B B Það var héma á árunum, milli 1870 og 80. Óskar II. Svía- konungur var á ferð um ríki sitt. Leið hans lá um járnbrautar- stöð eina i Vermalandi. Þar var alt skreytt blómum og allir, sem vetlingi gátu valdið voru komnir á stöðina þar úr grendinni. Og menn voru þar í glöðu skapi og léku á alls oddi af eftir- væntingu, á meðan þeir biðu eftir konunginum. Þeir höfðu þegar komið sér saman um, hvernig haga skyldi móttökunni. Þeir ætluðu að hrópa „Húrra“, færa honum blóm og syngja ættjarðar- og hyllingarsöngva. Og þeir gerðu sér von um að hans hátign mundi aldrei gleyma hvernig viðtökurnar hefðu orðið þar á Kiljárnbrautarstöðinni. En þegar eimlestin kom másandi og hvæsandi inn á járn- brautarstöðina, fór alt á ringulreið og út um þúfur, því að allir keptust mest eftir því að komast sem næst konungsvagninum. Nú var það að þeir áttu að hrópa „Húrra“, en því miður stein- gleymdu þeir þvi, af ótta fyrir að komast ekki nógu nálægt, til þess að geta séð konunginn. En það var þó einn maður í hópnum, sem lét eins og guð hefði gefið honum vit. Hann tróð sér ekki inn í mannþröngina. Hann stóð grafkyr, veifaði staf með gríðarmiklum silfurhún á endanum og hrópaði: „Húrra, húrra“, svo að undir tók í öllu. Maðurinn var fremur lítill vexti. Hann hafði græna der- húfu og háa á höfði, og brjóst hans var alþakið heiðursmerkj- um, sem voru öll gerð úr gull- og silfurpappír. Og það var svo sem ekki hætt við að konungurinn og þeir, sem meö honum voru, tækju ekki eftir því, að það var þó að minsta kosti einn maður í allri mannþyrpingunni, sem var stiltur og rólegur og hagaði sér skynsamlega, þegar allir aðrir létu eins og þeir væru ekki með öllu mjalla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jólagjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.