Jólagjöfin - 24.12.1918, Blaðsíða 63
Jólagjöfin.
57
Á annan hátt má einnig reikna út fæöingardaga, svo sem: margfalda
fæðingardagstöluna með 3, bæt 5 við, margfalda útkomuna með 4, bæta
mánaðardags- og mánaðar-tölunni við og draga síðan 20 frá. Útkoman
er síðan fengin spyrjanda; og þegar deilt er í útkomuna með 13 sýnir
deildin (kvoti) mánaðardag og afgangurinn mánuð.
Til decmis: Höskuldur litli er fæddur 9. sept., 9 -f 3 = 27; 5 við
er 32, margfaldað með 4=128; 18 bætast við og 20 dragast svo
frá. Endanleg útkoma er 126, sem deilist með 13 og verður 9 með
9 í afgang. Höskuldur litli er því áreiðanlega fæddur 9. septembr.
Klukkurnar.
Þrjár klukkur slá tólf á sama tíma. Ein þeirra gengur alveg rétt;
önnur flýtir sér um tfu mínútur á sólarhring og sú þriðja seinkar sér
um tólf mínútur á sólarhring.
Ef nú klukkurnar eru látnar ganga stöðugt, og án þess að vísirarnir
séu færðir, hvað líður þá langur tími þangað til þær allar slá aftur tólf
í einu?
Tölu-upphæð.
Beiddu kunningja þinn einhverntíma að skrifa í flýti tölu-upphæðina:
Tólf þúsund, tólf hundruð og tólf krónur. í fljótu bragði virðist það
mjög einfalt, en gæti tafist fyrir sumum.
í fám orðum.
Maður nokkur var fluttur á geðveikrabæli og álitinn vera geðveikur.
Læknirinn vildi vita, hve mikil brögð væru að sjúkdómi hans og byrjaði
með því að leggja fyrir hann þessa spurningu:
Getið þér sagt mér hvaða dagur er í dag?
— Á það að vera stutt? „ #