Jólagjöfin - 24.12.1918, Blaðsíða 19

Jólagjöfin - 24.12.1918, Blaðsíða 19
Jólagjöfin. 15 eins og mó'ða legðist yfir augu hennar, hún strauk hana fljótt burt; því hún hataði alla viðkvæmni. Síðan braut hún upp bréfið og tók að lesa það. Það var kveðja frá móður hennar, skrifuð daginn sem hún lagðist og síðan hafði faðir unga prestsins fengið það til geymslu; en hann var þá sóknarprest- ur móður hennar. í bréfinu stóðu ástúðlegar áminningar og kærleiksrik upp- örfun og endaði á þessum orðum: „Ó, að litla dóttir mín mætti ganga ávalt í ljósi stjörnunnar á hinum rétta vegi.“ Þegar Elsa hafði lesið þessar fáu línur, sat hún grafkyr. Tárin komu aftur fram, en nú var þeim ekki meinað það. Nei, þau féllu eins og þíðandi vorregn og bræddu hörðu ísskorpuna, sem komin var kring um hjarta hennar. Æ, hún hafði gleymt stjönunni; hún hafði gefið beiskju og biturleik rúm í hjarta sínu. En lá ekki líka sökin hjá henni? Hafði hún ekki gleymt guði og hinum rétta vegi? — Þetta varð þung sjálfs-rannsókn. Hún reyndi að bera margt í bæti- fláka fyrir sig, en alt það varð að engn í samvisku hennar í hinu bjarta ljósi, sem bréf móðurinnar varpaði yfir breytni hennar. Hún vissi ekki hve lengi hún sat þannig; fyrst þegar kallað var á hana flýtti hún sér niður. Aldrei fanst henni húsmóðirin hafa litið á hana jafn vingjarnlega, og nú fanst henni kæn- leikshreimur í orðinu: „Gleðileg jól“ en það hafði hún aldrei fundið áður. Að eins stutta stund hafði hún verið í burtu, en henni fanst lífið vera orðið breytt á þeirri stundu. Enginn má þó halda, að alt hafi breyst á vetfangi. Marga baráttu varð Elsa að heyja áður en hún fékk ljós og frið í sálu sína. En þetta aðfangadagskvöld var þó alt af eins og heilla- stund í lífi hennar; þá byrjaði alt að breytast. Tveim árum seinna giftist hún prestinum, sem verið hafði verkfæri í guðs hendi til frelsunar henni. Á sjálfan aðfangadaginn voru þau vígð saman, og með hon- um hafði hún lifað 35 hamingjusöm ár. Að vísu höfðu sorgir heimsótt hana eftir þetta. Tveim litl- um dætrum hafði hún orðið að fylgja út í kirkjugarðinn, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jólagjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.