Jólagjöfin - 24.12.1918, Blaðsíða 14
»J/« »\U *•!•« »J^ nU »>L» sL« «X« \U «sl/’ vL« *sL>* *^l/» nU »vL» »X* nL1 «J<« »J<» «J/»
Þrjár jólanætur.
ií-
^s. vp.~%<i^~~7^--7rc- Ur sœnsku.
í margar vikur haf'ði veriö annríkt á heimilinu. ÞaS var
bruggað og bakaö til jólanna. Það var slátrað, og hreint þurfti
að gera í hverjum krók og hverju horni.
Snemma um morguninn á aðfangadaginn var tekið til starfa.
Stórar 'karfir með matvæli og jólagjafir þurfti að senda á fá-
tæku heimilin í grendinni, og heima fyrir þurfti mörgu að korna
í lag fyrir hátíðarhaldið um kveldið; en menn töldu ekki erfiðið
eftir sér; því það var aðfangadagur jóla.
Úti í garðinum kvökuðu spörfugiarnir í kring um jólaknippið.
Snati gelti hjá húsinu sínu og kisu fanst eitthvað óvanalegt á
ferðum; þaö var auðséð á henni, þegar hún læddist inn í eld-
húsið.
Þegar húsmóðirin var búin að annast alt smávegis, sem gera
átti, fór hún inn í dagstofuna sína og settist á stól til þess að
hvíla sig. Húsgögnin voru einföld, en nett og prýðilega fáguö,
drifhvít gluggatjöld og brakandi eldur í ofninum. Alt var svo
aðlaöandi, og það var svo notalegt þar inni, að það virtist mjög
svipað prúðmannlegxi og góðlegu konunni gömlu með bláu,
mildu augun og drifhvíta hárið. Andlit hennar bar með sér
vott margrar baráttu, en einnig unnins friðar og gleði. Hún
var á að giska 70 ára að aldri. Hún settist á stól við skrifborðið
sitt og ætlaði að hvíla sig nokkura stund. Það var nú ekki svo
auðgert, því hröð fótatök heyrðust frammi í ganginum og
ung stúlka lauk dyrunum upp og sagði:
„Nú kemur jólatréð; hvar vill frúin láta það standa?"
Frúin leit upp; hún var búin að gleyma trénu.
„Það er best aö það standi í stofunni út að lystigarðinum/'
svaraði hún; „svo skreytum við það seinna.“