Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 Fréttir DV Systir Halldórs komin á þing Katrín Ásgrímsdóttir tók í fyrradag sæti á alþingi í stað Jóns Krist- jánssonar, heil- brigðis- og tryggingamála- ráðherra. Katrín tekur nú sæti á þingi í fyrsta sinn en hún er svstir Ilalldórs Asgrímssonar forsætisráðherra og for- manns Framsóknarflokks- ins. Katrín er bóndi á Fljóts- dalshéraði og hefur setið í bæjarstjóm á Egilsstöðum og seinna Austur-Héraði. Nauðgun kærð á Sauðárkróki Kæra var lögð fram vegna nauðgunar hjá lög- reglunni á Sauðárkróki síð- asthðinn miðvikudag. Árni Pálsson lögreglufulltrúi á Sauðárkróki staðfesti að rannsókn á málinu stæði yfir. Hann vildi lítið annað tjá sig annað um það þar sem hann hefði ekki fengið öll rannsóknargögn í hend- ur og átti þar meðal annars við niðurstöðu úr rannsókn sem kærandinn var sendur í til Akureyrar. Atvikið átti sér stað innanbæjar á Sauðárkróki aðfaranótt páskadags. Ginsengþjóf- urrauf skilorð Aðalsteinn Árdal Björns- son, tæplega þrítugur Hver- gerðingur, var í gær dæmd- ur í 60 daga óskilorðsbund- ið fangelsi fyrir fjölda brota á umferðar- og fíkniefna- löggjöfinni. Aðalsteinn Árni hefur oftsinnis áður gerst sekur um brot á sömu lög- um og hlotið fangelsis- dóma fyrir, en brotin sem hann er dæmdur fyrir nú er rof á skilorði sem hann hafði áður hlotið. Meðal þess sem Aðalsteinn gerði var að eiga smáræði af am- fetamíni auk þess að hnupla nælu og Eðal- Ginseng-glasi úr apóteki. Hatur hins íslenska Bobbys Fischer á gyðingum hefur valdið mikilli reiði meðal þeirra hér á landi. Hafa margir þeirra bent á að eiginkona Ólafs Ragnars Gríms- sonar forseta íslands sé gyðingur en Fischer hefur kallað gyðinga nöðrur sem lifa á lygum og svikum. Ólafur Jóhannsson, formaður félagsins Vinir Zion, segir Fischer hafa gengið fram af samfélagi gyðinga hér á landi. r Islenskir gyfiingar reiðir vegna ummæla Fischers „Maður fékk undarlega tilflnningu þegar maður heyrði Fischer tala,“ segir Jóhann Ólafssson formaður félagsins Vinir Zion. Hatur Fischers á gyðingum hér á landi hefur valdið ólgu í þeirra röðum. Fischer virðist ekkert heilagt og með orðum sínum hefur hann stimplað Dorrit Moussaieff sem svikula nöðru. Ólafur Jóhannsson segir félagið sitt Vini Zion hafa fengið íjölda bréfa og símhringinga frá fólki sem ofboð- ið hefur orð Fischers. Mannsins sem ríkisstjóm íslands bjargaði úr fang- elsi í Japan. „Maður fékk hreinlega sjokk þegar maður heyrði hann út- húða blaðamanni fyrir að vera gyð- ingur. Manni finnst þetta of langt gengið. Það er fólk hér á landi sem hefur þurft að bíða ijölda ára eftir dvalarleyfi en Alþingi samþykkti rík- isborgarétt þessa gyðingahatara á 15 mínútum.“ Ólafur ver ekki heiður Dorritar Einn þekktasti gyðingur fslands er trúlega Dorrit Moussaieff, eiginkona forseta íslands, Ólafs Ragnars Gríms- sonar. Hefur hún þurft að þola að þessi hetja Alþingis íslendinga út- húði kynstofiii hennar og trúar- brögðum. Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki sjá ástæðu til að tjá sig um árásir Fischers á gyðinga og þar af leiðandi eiginkonu hans. „Nei,“ sagði Ólafur um það hvort hann teldi ástæðu til yfirlýsinga um málið. Gyðingar æfir DV ræddi við gyðing sem búið hefur á íslandi í fjölda ára. Hann vildi ekki koma fram undir nafni. Sagði að miðað við fögnuð íslendinga við heimkomu þessa frægasta gyðinga- hatara heims um þessar mundir fyndist honum ekki ömggt að gagn- rýna hann undir nafni. „Svona kemur manni hreinlega í opna skjöldu," sagði maðurinn. „Ég veit að fjölmargir gyðingar hér á landi em ósáttir en menn þora ekki að standa upp og segja sína skoðun." Ólafur Ragnar Grfmsson forseti fslands Sér ekki ástæðu til að taka upp hanskann fyrirDorrit. Alþjóðasamfélagið Það em ekki bara íslenskir gyðingar sem em reiðir vegna ummæla Bobbys Fischer. Eins og fiam hefúr komið í fréttum sendi Símon Wiesenthal-stofnunin í Jer- úsalem frá sér yfirlýsingu á páskadag þar sem ákvörð un íslenskra stjórnvalda um að veita Bobby Fischer ríkisborgara rétt var gagn-rýnd. í yfirlýsingunni var , sagt að hann hefði þegar brotið íslensk lög um að ekki megi vega að fólki vegna þjóðernis þeirra, litarháttar eða trúarbragða. f < t- Dorrit Moussaieff Hef- ur þurft að þola árásir Fischers á gyðinga. K „Ég veit að fjölmargir gyðing- ar hér á landi eru ósáttir en menn þora ekki að standa upp og segja sína skoðun. Brot á lögum Skemmst er fiá því að segja þeg- ar Hlynur Freyr Vigfússon, varafor- maður íslenskra þjóðemissinna hér á landi var dæmdtir fyrir ummæli sem hann lét falla í DV. Hann sagði engan snill- ing þurfa til að sjá muninn á Afríkubúa með prik í hendi og íslendingi. Þau orð vega greinilega þungt á móti hinum reglubundna söngi Fischers um samsæri „júðana" og hvemig gyðingar séu upp til hópa svikular nöðrur. simon@dv.is t; Ólafur Jóhannsson formað- ur Vina Zion Segir fjölmarga hafa haft samband við félagið vegna ummæla Fischers. Gúttóslaginn og 30. mars 1949 þegar íslendingar slógust. Þá höfðu þeir ekki slegist af viti frá því á Sturlunga- öld. Pereatið á samt sterkustu skírskotunina. Þá nenntu skóla- strákar í gamla MR ekki að vera und- ir Sveinbimi rektor og reistu honum níðstöng. Pereat, sögðu þeir, Pereat! Svarthöföi Flauelsbyltingin í Efstaleiti Það eru aldeilis lætin í útvarpinu. Tvöhundmð starfsmenn standa upp og mótmæla forstjóra sínum. Þeir hittast á matsalnum fréttamennimir í flauelsjökkunum og standa saman. Tæknimenn, kaffikonur og sjón- varpsstjörnur sameinast þeim um að ráðast á útvarpsstjórann. Markús örn stendur við ákvörðun sína og skrifar greinar í Moggann á móti starfsfólki sínu. Hann var aðeins barinn í hausinn af aldraðri konu og hefur síðan verið í felum. Skít- hræddur við æstan múginn í Út- varpshúsinu. Nú velur hann frekar stigann en lyftuna sem snerist gegn u Svarthöfði honum um daginn. Ástandið á fslandi er komið í um- ræðuna hjá alþjóðasamtökum blaðamanna sem jafna j>ví við ástandið í Kfigisistan og Irak þar sem er verið að ræna fólki og drepa. í Efstaleitinu er uppreisn í uppsigl- ingu, flauelsbylting fféttamann- anna. Markús örn Antonsson per- eat! öskruðu starfsmenn í gær, margir hverjir frávita af bræði. Þeir fóru síðan reiðfi til sinna starfa en á efstu hæðinni í Útvarpshúsinu sátu Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað mjög gott,"segirísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóriá Flúðum og vara- þingmaöur fyrir Framsóknarflokkinn.„Það er gott að vera á Flúðum og alltaf eitthvað að gerast. Nú er ég hins vegar að pússa spariskóna og pressa buxurnar því ég er að fara á þingið.Ég ætla að vera aktífur og mæla fyrir nokkrum málum." þeir á fundi Markús og fréttastjórinn nýi. Þeir réðu ráðum sínum og veltu fyrir sér hvernig ætti að taka á ástandinu. Með allt á hreinu eins og Loðvík sextándi og Marie Antionette forðum. Ef fólkið er svangt, af hverju borðar það ekki kökur? spurði hún. Svarthöfði veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Hann hugsar um

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.