Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 15
DV Fréttir MÁNUDAGUR 1. APRlL 2005 15 Hvenær er best fyrir forsætisráðherra að fara á taugum? Halldór Ásgrímsson forsætís- ráðherra sagði um daginn að til greina kæmi að skoða upptöku evrunnar. Þetta staðfestír enn og aftur það að hann vill í Evrópusam- bandið, enda verður ekki séð að hægt sé að taka upp evru sem lög- Jón Einarsson giltan gjaldmiðil hér á landi án þess að jafnframt sé gengið í Evrópu- sambandið. Nú geta menn spurt sig hvaða þörf er á því að taka upp evruna. Framleiðslufyrirtæki hafa kvartað yfir of háu gengi og segja að þau eigi í erfiðleikum á mörkuðum því verðið sem þau þurfa að fá til að standa undir framleiðslukostnaði sé of hátt miðað við það sem sam- keppnisaðilar bjóða. En þá er komið að ákveðnum kjarna vand- ans, það er framleiðslukostnaði hér á landi. Oft og tíðum eru laun starfsmanna helsti kostnaðurinn. Ef við tökum dæmi þar sem eru annars vegar fyrirtæki A sem starfar hér á landi skv. íslenskum kjara- samningum og hins vegar fyrirtæki B sem starfar í öðru landi skv. þar- lendum kjarasamningum þá getur raunin verið sú að mismunandi launakostnaður feli það í sér að fyrirtæki A verði annað tveggja að lækka verulega launakostnað sinn eða gefast upp í samkeppninni. Af hverju halda menn að svokallað out-sourcing til landa á borð við Kína og Indland hafi stóraukist? Kostnaðarlækkunin vegur upp á mótí flutningskostnaði og öðrum kostnaði og þá myndast gróði, og þar með ákveðið bil til að nota til að undirbjóða keppi- nauta sem ekki hafa gert slíkt hið sama. Og þetta gildir einnig þótt gengið væri í Evrópusam- bandið og Evran væri tekin upp. í Þýskalandi og víðar eru heilu verk- smiðjurnar fluttar til Austur-Evr- ópu og þarlendir starfsmenn verða aö finna sér önnur störf eða fara á atvinnuleysisbætur. Samt eru þeir með evruna og í Evrópusambandinu. Gjaldeyrisviðskipti eru frjáls og gengisskráning fer eftir gengi í gjaldeyrisvið- skiptum. Hátt gengi krón- unnar er ekkert annað en endurspeglun á mikilli eftírspurn eftirkrónu. Eft- irspurnin sýnir að menn hafa trú á krónunni og trú á hagkerfinu. Núna er því ekki rétti tíminn fýrir forsætisráðherra, né aðra, að fara á taugum og hætta að horfa á heildarmyndina. Miðaldra karlar í sálarkreppu Súludans Bréfritari skrifar um nektardansmeyjar sem mega ekki elska og elskast þegar þær vilja. Agnar Guðnason, fynverandi upplýsingafulltrúi Bændasamtak- anna, skrifar. í Kópavogi er vinsæll skemmti- staður og sá eini sinnar tegundar á höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa margar ungar og fallegar stúlkur, sem eru sérhæfðar í súludansi og einkakjöltudansi, þetta veit eg þar sem DV birti viðtal við tvær af þess- um stúlkum í helgarblaði fyrir skömmu. Eftír að ég las þetta viðtal hef ég hvað eftír annað leitt hugann að því hvaða ánægju miðaldra karl- menn getí haft af því að láta naktar stúlkur dansa í kjöltu sér og mega ekki snerta þær, ekki kyssa þær og ef þeir snerta á sjálfum sér þá er þeim hent út af staðnum af stæltum dyra- vörðum. Sennilega getur oddvití Sjálf- stæðismanna í bæjarstjóm upplýst þetta, því eftir ummælum bæjar- stjórans í Kópavogi hefur hann mikið dálætí á þessum stúlkum og staðnum þar sem þær starfa. Hver skildi nú vera tilgangur hjá þessum körlum sem greiða stúlkunum allt að 60.000 kr. fyrir danssýninguna? Bréf til blaðsins Jú, þær hlusta á þá tala, þeir ræða við þær um sín vandamál og hjart- ans mál. Þær em sérstaklega góðar til að hlusta um leið og þær dansa naktar í kjöltu karlanna. Væri nú ekki ódýrara og jafnframt árangurs- ríkara að heimsækja aldraðar skiln- ingsríkar konur á Grund eða Hrafn- istu og trúa þeim fýrir sínum vanda- málum? Þeir mundu ömgglega ekk- ert verða trufiaðir með dansi á með- an þær viðræður eiga sér stað. Þarna mundu karlamir mæta skilningi og ríkri samúð lífsreyndra kvenna og þyrftu sárah'tíð að greiða fyrir þenn- an tíma. Það væri ósköp huggulegt ef þessir karlar sem eiga heilmikið af peningum, gætu stuðlað að bættri þjónustu handa öldmðum og flýtt fyrir byggingu fleiri dvalarheimila fyrir aldraða. Ég verð nú að segja eins og mér var innanbrjósts þegar eg las þetta að eg fór ósjálfrátt að vorkenna stúlkunum. Ein þeirra viðurkenndi að þetta væri stundum erfitt, því þær mættu ekki verða ástfangnar. Ef þær hittu ungan og efnaðan mann sem þær mundu nú gjarnan vilja lúra hjá, þá kæmi það ekki til greina, því þær yrðu reknar á stundinni því það samrýmist ekki þeirra vinnu að sofa hjá ungum mönnum. Þarna á skemmtistaðnum starfar ung kona sem á mann og þrjú börn, hennar maður er í góðri vinnu en passar börnin á kvöldin þegar mamman fer að dansa kjöltudans í nokkrar klukkustundir, svo þau hafi efni á að ferðast út í heim. Það sem ég skil ekki er, hvers á hún að gjalda sem á engan mann, fær ekki einu sinni að sofa hjá einu sinni í viku eða svo, en starfsfélagi hennar sefur hjá allar nætur? Eftir þessar hugleiðingar legg ég til að oddvití Sjálfstæðis- manna í Kópavogi berjist fyrir því á Alþingi og í bæjarstjóm að stúlkurn- ar hafi fullt frelsi til að elska og sofa hjá hverjum sem er, miðaldra körl- um og ungum mönnum, bara eftir þörfúm og getu. Milosevic handtekinn eftir umsátur Á þessum degi árið 2001 var Slobodan Milosevic, fyrrverandi for- seti Júgóslavíu, handtekinn og færð- ur í fangelsi. Handtakan átti sér stað eftir 36 klukkutíma umsátur sem endaði með stuttum skotbardaga þar sem allir komust út heilir. Milos- evic hafðist við í glæsivillu sinni ásamt eig- í dag árið 1815 fæddist „Járnkanslarinn“ Otto von Bismarck eftir hátt- settum opinbemm manni að Milos- evic hafi ákveðið að gefa sig fram af fúsum og frjálsum vilja. Hann hafði áður gefið út þá yfirlýsingu að fýrr léti hann lífið en að láta handtaka sig og var talinn í and- legu ójafnvægi. Milosevic var á þessum tíma eftir- lýstur í heimalandi sínu fýrir spillingu og að stela úr opinber- um sjóðum, auk þess að vera eftírlýstur af sérstökum stríðs- glæpadómstól í Haag vegna stríðsglæpa sem áttu sér stað í stríðunum á Balkanskaga. Stjórn- völd í Júgóslavíu vom í fyrsm treg tíl að afhenda Milos- evic til stríðsglæpadómstólsins. Al- þjóðlegur þrýstíngur var hins vegar mikill og í júní 2001 var forsetinn framseldur. Það var ekki síst vegna hótana þess efnis að efnahagsaðstoð og alþjóðleg lán tíl handa Júgóslavíu yrði að engu. Réttarhöldin yfir Milosevic hófust í febrú- ar 2002 og standa enn yfir. Talið er að þau geti jafnvel staðið í nokkur ár í viðbót. Ástæðan er að saksóknarar verða að sanna að Milosevic hafi staðið á bak við alla stríðsglæpi Serba sem framdir vom í Bosníu, Króatíu og Kosovo. Einnig flækir það málin að forsetinn fyrrverandi hefur ákveðið að verja sig sjálfur. Slobodan Milosevic Réttar- höld í máli forsetans fyrrverandi standa enn yfirnú fjórum árum eftir handtöku hans, og gætu staðið í nokkur ár í viðbót. HVERMIB ER að reka geisladiskamarkað? ••• „Það er mjög skemmtilegt og krefjandi, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt." Fullt starf fyrir fjóra „Þetta er bara skóh, það þarf að byrja á því að panta adlt erlendis ffá og tala svo við innlend fyrir- tæki. Það er mikið fýrirtæki og vinna að sjá um lagerinn, verð- merkja og plasta vömmar. Svo þarf að sjá um þessa venjulegu hluti eins hnur fýrir posa og fleira. Það em svona fjórir starfsmenn sem em í fullu starfi við þetta á með- an markaðurinn stendur. Stemningin hefur verið mjög góð og maður hefur heyrt að fólk sé ánægt og það er það sem þetta gengur út á. Maður vill reyna að hafa sem flesta ánægða en auð- vitað er ekki hægt að gera öllum alltaf til hæfis, þó flestir fari ánægðir út. Kúnnahópurinn er fólk allsstaðar að og á öllum aldri svo það er erfitt að pikka út ein- hvem ákveðinn markhóp enda er úrvafið þannig." Tíu ára reynsla „Pabbi byrjaði fyrir um tíu árum með þennan markað í Perlunni en þar á undan hafði hann alltaf farið hringinn í kring- um landið með svona geisladiska- markaði og því hélt hann áfram eftír að þetta byrjaði að fara upp í Perlunni og meiningin er að halda því áffam, enda hefði hann viljað það." Bróðir í fótspor föður „Ég er sjálf ekki sú sem hef mesta þekkingu á tónlistínni og öllu sem þeim heimi fylgir en bróðir minn Kristján heftir tekið þá þekkingu frá pabba að mestu leytí. Enda er hann sá sem hefur komist næst því að feta í fótspor pabba á markaðnum þegar fólk biður um eitthvað sérhæft. Það var alveg ffábært að fylgjast með þegar einhver spurði um lag og pabbi fór að söngla það og í sameiningu var það fundið." Á leið út á land „Núna ætlum við að leita meira til þeirra sem eru með mikla sér- hæfingu í tónlist sem ekki þurfti áður þar sem pabbi var með þetta allt á hreinu. Nú erum við að læra og okkur langar að halda þessu áffam eins lengi og við getum. Bróðir minn ætlar að fylgja í fót- spor föðurins og fara strax eftir Perlumarkaðinn út á land. Maður hefur heyrt raddir utan af landi sem hafa verið að spyrja hvenær við séum væntanlég aftur." Það var alveg frá- bært að fylgjast með þegar einhver spurði um lag og pabbi fór að söngla það og í sameiningu var það fundið. |P !|l ? o ^ •5 P -3 *c -áe cd 'O tu -rrasaasss^sSreS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.