Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2005 1 7 Demantarúr dauðu fólki Bandaríska fyrir- tækið LifeGem stefnir að þw' að hefja ‘|T f framleiðslu á demönt- i f um í Skandinavíu og er hráefhið í þá aska lát- ''itm ins fólks. Fyrirtækið, sem vill hefja framleiðslu á skandinavískum demönt- um síðar á árinu, sérhæflr sig í gerð slíkra demanta úr ösku manna og dýra. Ferlið tekur um fjóra mánuði og kostar demanturinn frá 230.000 krónum upp í 1,4 milljónir, allt eftir fjölda karata. Viðskiptavinir eru yf- irleitt konur sem hafa misst mann eða gæludýr og vilja ganga með ást sfna á sér. Lýtaaðgerðtil aðgreiningar Eineggja tvíburasystur í Taívan tóku ákvörðun um að önnur færi í lýtaaðgerð svo fólk fari að þekkja þá í sundur. Systurnar sem eru 22 ára voru orðnar þreyttar á því að jafnvel fjölskylda og vinir gátu engan veginn sagt hvor var hvor. Þær höfðu jafnvel reynt að klæðast mismunandi og ganga með sína hárgreiðsluna hvor en ekkert gekk. Læknar fr am- kvæmdu aðgerðina fyrir stuttu. Nef og haka annarrar systurinnar voru lagfærð. Þær munu vera ánægðar með árangurinn. Líkfundur í Stokkhólmi vekur óhug. Sundurbútað lík í svörtum ruslapoka lá á ís í miðbænum. Fannst á sama stað og annað illa útleikið lík fyrir sjö árum. Annað slíkt mál sem kemur upp á Norðurlöndunum á örfáum dögum. Gangandi vegfarandi í miðborg Stokkhölms fann í fyrradag svartan plastpoka sem hafði að geyma sundurbútaðar líkams- leifar miðaldra konu. Flengingar auðga andann Rússneskir vísindamenn telja sig vera búna finna full- komna leið til að lækna allt frá þunglyndi til alkóhólisma. Lækning leynist í gömlum og góð- um flengingum með staf. Vís- indamennimir segja að flengingar leysi endorfín, gleðiefni líkamans, úr læð- ingi. Endorfín leiðir til ham- ingjutilfinninga, minni mat- arlystar, losun kynhormóna og styrkingu ónæmiskerfis- ins. Einnig virkar þau svipað og morfín, án þess að vera fíknivaldandi. Stöðluð með- ferð er 30 tímar hjá lækni þar sem 60 vel útilátin högg eru gefin. Slík meðferð kost- ar tæpar 7000 krónur í Rúss- landi. í-áig styckad pá isen moHorru, DÍtttxes Ekki allur Aðeins hluti líksins var í pokanum sem fannst í miðbæ Stokk- hólms á miðvikudaginn. pnv«Personer r sjog larm om sacken I med kroppsdelame posítiu í fréttum var sagt frá því að pok- inn hefði legið á ís undir Central- broen í miðbæ Stokkhólms. Vegfar- andinn, Simon Hammer, sem hringdi í lögregluna er sagður hafa ýtt við pokanum með priki. Við það féll eitthvað úr pokan- um sem Simon var ekki viss um að væri hönd eða fótur og útistandandi bein. Hann hringdi um leið í lög- regluna. Nýlega gerst Talsmaður lögreglunnar í Stokk- hólmi sagði að l£k konu á milli 50 og 60 ára hefði verið pokanum. Talað var um að líkið hefði vantað búk. Ekki var tekið Terri Schiavo látin Terri Schiavo, sem legið hefur í dái síðustu fimmtán árin, lést í gær. Hún hafði verið án næringar í tvær vikur, þegar næringarslanga hennar var tekin úr sam- bandi. Foreldrar Terri gerðu í gær seinustu tilraunina til að fá dóttur sína tengda aft- ur en hæstiréttur Bandaríkj- anna hafiiaði beiðni þeirra. Foreldrar Terri hafa barist fyrir lífi dóttur sinnar á meðan eiginmaður hennar segir það hafa verið hennar vilja að fá að deyja í friði. Málið hefúr flækst á milli dómstóla, auk þess sem bandarísk stjómvöld höfðu afskipti af málinu. Kaupmannahafnarlögregla lýsir eftir grunuðum Öskur heyrðust frá íbúðinni Ibúi í byggingunni við Adelgade sem talið er að leigubílstjórinn Torben Vagn Knudsen hafi verið myrtur í segist hafa orðið var við slagsmál og heyrt öskur í eftirmið- degi föstudagsins langa. Síðast sást til Torben hringja dyrabjöllunni á bygg- ingunni og vera hleypt inn rétt áður. Kaupmannahafharlögreglan lýsir nú eftir tveim mönnum og einni konu sem tengjast íbúðinni sem talið er að Torben hafi verið myrtur í. Um- merki í íbúðinni bentu til þess að ný- verið hefði hún verið þrifin hátt og lágt. Vitni segja líka að einn íbúa íbúðarinnar hafi sést í sjoppu í grenndinni að kaupa þrjá Ktra af klór. Lögreglan segir þau þrjú sem Málið að leysast? Nýbúið er að þrífa íbúð- ina, sem talið erað Torben hafi verið myrtur I, hátt og lágt. eftirlýst em liggja undir grun um morðið á Torben. Hún vill þó ekki gefa upp nöfn þeirra né þjóðemi. Síðast sást til Torben með ensku- mælandi manni og manni af asískum uppruna sem talaði dönsku. Búið er að yfirheyra fjölda fólks en enginn hefur verið handtekinn. Athygli vekur að stað- urinn þar sem pokinn fannst er aðeins um 100 metra frá stað þar sem annað sund- urhlutað lík fannst fyrir sjö árum síðan fram hvort höfuðið hefði verið með. Lögregla sagði einnig greinilegt að konunni, eða líki hennar, hafi verið misþyrmt illa áður en hún var bútuð niður. Búið var að ganga frá pokanum með fjölmörgum vafningum af silf- urgráu þykku límbandi. Lögreglan hóf þegar leit á svæðum í kring. Ekki var sagt frá því í fréttum í gær hvaða lfkamshlutar hafi verið í pokanum. Lögreglan telur að ekki geti verið langt síðan að pokanum hafi verið fleygt undir brúna þar sem mikil umferð fólks sé á þessum slóðum. Búið er að skera úr um að um karl- mann er að ræða en ekkert er vitað um hver hann er. Plastpokinn fannst nálægt lúxushótelinu Hilton. Mikil umferð er á svæðinu og vonast lögreglan til að einhver vitni gefi sig fram vegna málsins. Að sögn lögreglunnar er nú verið að leita vísbendinga á límbandinu sem notað var til að hefta pokann saman. Bæði er verið að leita eftir fingraförum utan á límbandinu, sem og efnisbútum úr bíl sem límst gætu hafa á límbandið þegar pok- inn var fluttur á losunarstaðinn. Ekki í fyrsta skipti Athygli vekur að staðurinn þar sem pokinn fannst er aðeins um 100 metra frá stað þar sem annað sund- urhlutað lfk fannst fyrir sjö árum síðan. Þar var um 81 árs karlmann að ræða. Við rannsókn málsins kom í ljós að 46 ára eiginkona hans hafði drepið hann og sagað hann niður áður en hún henti honum. Eigin- konan reyndist fyrsti morðingi Sví- þjóðar á síðari tímum sem sagaði niður fórnarlambið sitt. Fundurinn á miðvikudag er annar líkfundurinn á Norðurlönd- um á innan við viku þar sem líkið var niðurhlutað. Um páskahelgina fannst niðursagað lík leigubílstjóra í miðbæ Kaupmannahafnar og er rannsókn þess máls í fullum gangi. Skólamorðinginn i Red Lake í Banda- ríkjunum Gerði teiknimynd um skotárás Jeff Weise, sem í síð- ustu viku myrti níu manns á verndarsvæði indjána, Red Lake í Minnesota, var haldinn þráhyggju gagnvart ofbeldi. í október á síðasta ári setti hann teiknimynd á netið þar sem sjá má mann ganga um að skjóta fólk, sprengja upp lögreglubíl og að lokum skjóta sjálfan sig í haus- inn. Þá er rúmur mán- uður síðan teiknimynd eftir Weise var sýnd í bekknum hans þar sem beinagrind spilaði á gítar við orðin: „Marserið við dauða- sönginn þar stígvélin ykkar fyllast af blóði." Weise aðhylltist einnig boð- Fórnarlömb syrgð Móðir Dwayne Lewis, eins þeirra sem JeffWeise myrti, held- ur hér á mynd afsyni sin- um við minningarathöfn. skap nasista og var virkur inn á spjallsíðu sem haldið er úti af nýnasistahreyfmgu. Þar kallaði Weize sig m.a. „todesengel", eða Engill dauðans. Weise varð fyrir ýms- um áföllum um ævina. Pabbi hans ffarndi sjálfs- morð fyrir fjórum árum og mamma hans liggur á hjúkrunarheimili eftir bílslys. Þá hafa skóla- félagar sagt að hann hafi verið lagður í eineltí í skólanum. Einn drengur annar hefur verið handtekinn vegna morðanna. Sá er sonur höfðingja ættbáiks á verndar- svæðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.