Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 Fréttir 0V Lögregluþjónn dæmdur Aðalbergur Sveinsson, lögreglumaður í Reykjavík, var í gær dæmdur til greiðslu sektar og skaða- bóta fyrir að keyra í veg fyr- ir mótorhjólamanninn Pál Heiðar Halldórsson á lög- reglubíl sínum þannig að Páll klessti á og stórskaðað- ist. „Þetta er auðvitað ekki rétt. Hann flpaðist og datt. Við það lenti hjólið á bíln- um hjá okkur,“ sagði Aðal- bergur þegar málið var þingfest. Innra eftirlit lög- reglunnar og Héraðsdómur Reykjavíkur segja hann hafa logið og sýnt af sér stórkostíegt gáleysi. Atvikið varð þegar Aðalbergur leit- aði mótorhjólamanns sem keyrði of hratt. Hann taldi Pál vera réttan mann, en ekki er ljóst að svo hafl ver- ið. Laug fyrir félaga Innra eftirlit lög- reglunnar gagnrýnir harðlega hvernig Aðalbergur ók í veg fyrir mótor- hjólamanninn og einnig hvernig lög- reglan vann skýrslu um tnál- ið. Aðalbergur skrifaði skýrsl- una sjálfur og lét konuna Sigrúnu Jónasdótt- ur skrifa undir hana heima hjá sér. Sigrún upplýsti þó að skýrsla sem gerð var af atburðinum, og seinna undirrituð af henni, hefði ekki verið gerð samkvæmt hennar bestu vitund. Einn- ig fór Einar Guðberg Jóns- son lögreglumaður með rangt mál fyrir dómi, þegar hann sagðist hafa séð Pál í mótorhjólagalla á lögreglu- stöðinni og þá séð að um sama mann væri að ræða og leitað var þegar Páll var stöðvaður. En Páll hafði í reynd skilið hann eftir á slysadeild. Starfar enn Það mun koma í hlut Ríkislögreglustjóra að ákveða hvort Aðalbergur lögregluþjónn verður rek- inn, en hann hefur starfað áfram þrátt fyrir reglur þess efn- is að lög- reglumenn sem brjóta af sér í starfi megi ekki starfa áfram. „Eflögreglu- menn brjóta gegn hegning- arlögum er það ríkislög- reglustjóra að taka ákvörð- un um framtíð viðkomandi starfsmanns," sagði Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn Lögreglunnar í Reykjavík, í gær. Friðrik Ottó Friðriksson kúgaði barnsmóður sína sem hafði kært hann fyrir hrotta- lega misþyrmingu til að draga framburð sinn til baka. Þegar ljóst var að kúganir Friðriks dygðu ekki til gekk hann í skrokk á henni í fimm tíma samfleytt. Friðrik hefur nú verið dæmdur í tveggja ára fangelsi af héraðsdómi og bætist dómurinn ofan á þriggja og hálfs árs dóm sem hann fékk i Hæstarétti fyrir fyrri árásina. Kvennahrotti misþyrmdi konu í fimm tíma fyrir aö kæra nauðgun KKK í Grafarvogs- kirkju ívikunni fyrir páska, dymbilvik- unni, var boðið upp á starf fyrir krakka í fyrsta bekk í Grafarvogs- kirkju. Starfið gekk undir nafninu KKK eða Kátir krakkar í kyrruviku. KKK er eins og flestum er kunnugt líka nafn á stærstu samtökum kynþáttahatara í Bandaríkjunum, Ku Klux Klan. Lena Rós Matthíasdóttir, prestur í Grafar- vogskirkju, segir þetta vera algera tilviljun þar sem starf Kátra krakka í kyrruviku gæti ekki verið ólíkara starfi Ku Klux Klan. „Þetta hefur nú samt ekki vakið nein viðbrögð hjá fólki, allavega ekki að okkur vit- andi," segir Lena. Friðrik Ottð Friðriksson hefur nú í annað skipti fengið þungan dóm fyrir svívirðileg brot gegn barnsmóður sinni. Hann var í gær dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir fimm tíma stanslaus- ar barsmíðar á barnsmóðurinni og fyrir að neyða hana til að draga til baka nauðgunarkæru sem hún hafði lagt fram á hend- ur honum. Friðrik Ottó hefur áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu á konunni. Barsmíðarnar í það skiptið stóðu yfir í sjö klukkutíma. Friðrik Ottó Friðriksson hótaði barnsmóður sinni upphaflega of- beldi og meinaði henni útgöngu af gistiheimili þar sem þau voru stödd í því skyni að fá hana til draga til baka nauðgunarkæru sem á þeim tíma var til umfjöllunar í Hæstarétti. Hann neyddi barnsmóður sína til að skrifa undir yfiriýsingu sem verjandi hans, Sveinn Andri Sveinsson, skrif- aði að hans beiðni. í henni er fram- burður barnsmóðurinnar um hrottalega misþyrmingu dreginn til baka. Barnsmóðirin gerði eins og Friðrik fyrirskipaði af ótta við frekari misþyrmingar af hendi Friðriks og var yfirlýsingin sem Sveinn Andri skrifaði lögð fyrir Hæstarétt í því skyni að sækja sýknu Friðriks. Yfirlýsingin hélt ekki í Hæsta- rétti Upp kom ágreiningur um yfir- lýsinguna í Hæstarétti og svo vildu dómarar ekki taka hana gilda, vegna þess að hún hefði verið undirrituð vegna hótana. Þrátt fyrir að konan hefði undirritað falska vilja Friðriks beindi hann reiði sinni að henni á ný. yfirlýsingu eftir vilja Friðriks beindi hann reiði sinni að henni á ný. Sex dögum áður en dómurinn féll í Hæstarétti í september síðastliðn- um réðst hann aftur að barnsmóð- ur sinni þar sem þau voru stödd á heimili hans. Barsmíðarnar stóðu yfir í fimm tíma í þetta skiptið, frá 10 að kvöldi og fram eftir nóttu. Læknar vitnuðu um mikla áverka í andliti konunnar. Arásin var einnig rakin til óánægju Friðriks með yfirlýsinguna sem hann fékk barnsmóður sína til að undirrita. Hann var sérstaklega ósáttur við nýja yfirlýsingu sem ríksvaldið lagði fram, þar sem fram kom að fýrri yfirlýsingin hefði verið fengin með hótunum um ofbeldi. Hótun sem bæri að taka alvarlega í ljósi fýrri brota Friðriks gegn henni. Áður misþyrmt í sjö tíma Málið sem Friðrik reyndi að fá dregið til baka með hótunum en var dæmdur fyrir í Hæstaréttí var sér- staklega hrottalegt. Lögreglan var kvödd að heimili Friðriks vegna kvartana um hávaða og átök en hann hafði þá um nokkurt skeið misþýrmt barnsmóður sinni líkam- lega og kynferðislega. Þegar lögregl- una bar að garði læsti Friðrik kon- una inni í herbergi og fyrirskpaði henni að öskra ekki eftír hjálp. Þegar henni tókst loks að flýja úr íbúðinni elti Friðrik hana uppi, kom í veg fyrir að hún hringdi á lögregl- una og dró hana aftur á hárinu inn í íbúðina þar sem hann nauðgaði henni á ný. Alls stóðu þessar mis- þyrmingar Friðriks á barnsmóður hans yfir í sjö tíma. andri@dv.is Sögulegar sættir við Lækjargötu Fischer teflir við bandaríska Bobby Fischer Teflir loks eftir langt hlé málstaö slnum til framdráttar. Jlífínu liggur mér ekki mikið á en akkúrat núna þarfég reyndar að komast út úr húsij segir Úlfur Grönvold, leikmyndahönnuðurhjá Sjónvarpinu.„Má samt ekki segja hvert því frúin er að hlusta. Og helst þyrfti ég að komast úr símanum sem fyrst þvi annars gæti allt farið í voða." sendiherrann hlöðustíg girt af. Landssamband ís- lenskra skáta mun sjá um öryggis- gæslu að kröfu Fischers en hann var sjálfur virkur í skátahreyfingunni í æsku og lærði reyndar að tefla í úti- legu í Wisconsin. Það sama gildir um James Gad- sen. Hann var einnig skáti í æsku. IFriðrik Ottó Friðriks son Áralangri kúgun hans á barnsmóöur sinni ernú lokið. Tekist hefur samkomulag á milli bandarískra stjórnvalda og íslenskra frelsissamtaka Bobbys Fischer að skákmeistarinn tefli við James Gad- sen, sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, á útitaflinu við Lækjargötu. Er skákin liður í sáttaumleitunum sem fram hafa farið á milli íslenskra stjórnvalda og bandarískra vegna aðgerða íslendinga í málefnum Fischers. Sendiherra Bandaríkjanna hér á landi er þrautreyndur skákmaður og var á yngri árum vel þekktur í flestum fylkjum Bandaríkj- Hvað liggur á? anna vegna skákkunnáttu sinnar. Opnaði skákin honum leið inn í bandarísk stjórnmál sem fleyttu honum alla leið í sendiherraemb- ætti á íslandi. James Gad- sen er svertingi og fyrsti blökkumaðurinn sem náð hefur skákmeist- aratitíi í Louisiana sem er heimafylki hans. Skák Fischers og Gad- sens hefst klukkan 14.00 og verður svæð- James Gadsen Slyngurskák- maður t sendiherraembætti. ið frá Banka- stræti og að Bók-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.