Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 21
DV Sport FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 21 Pennant laus úr steininum Knattspyrnumanninum Jermaine Pennant var sleppt úr fangelsi í gær en þar hefur hann dúsað í 30 daga fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Hann er engu að síður á skilorði og verður eitthvað fram á sumar. Birmingham hefur verið með Pennant í láni og hefur ekki snúið baki við drengnum, þvert á móti því liðið ' er tilbúið að greiða „ Arsenal 3 milljónir . t Æ punda f>TÍr kappann • ’ oglíklegt '!W er talið að 7 þau kaup gangj eftir enda Arsenal ekki sjáhann afturá i Highbury. Pennnant verður með staðsem- ingarbúnað á sér næstu mánuði og er einnig gert að koma sér heim á tilskyldum tíma. Allt djamm verður því að bíða betri tíma hjá honum. Knattspymumaðurinn baráttuglaði hjá Fram, Ragnar Ámason, hefur ákveðið að taka sér frí frá knattspymuiðkun næsta sumar. Hann er m * ekki einn um f ▼ t 1 ú Þaðþví m Tf Kristinn Darri r ' Röðulsson, sem nýlega gekk í raðir Fram frá ÍA, hefur líka hætt við að spila meö Fram og var hann f kjölfarið leystur undan samningi. Armstrong ætlar að hætta Hjólreiðakappinn ótrúlegi Lance Armstrong mun læsa reið hjólið inn í bílskúr eftir næsm Tour de France-keppni. Armstrong hefur unnið þessa erfiðustu hjólreiðakeppni heims sex ár í röð og hann mun freista þess að sigra í sjöunda sinn í ár áður en hann hættir. Kappinn er orðinn 33 ára gamall og menn á slíkum aldri eiga erfitt með að halda sér á toppnum í hjólreiða- bransanum. Hann hyggst eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni í nánusm framtíð en unnusta Armstrongs er söngkonan geðþekka Sheryl Crow. Mourinho dæmdur ítveggja leikja bann Fyrir fram var búist við því að Jose Mourinho myndi fá ailt að fimm leikja bann en aganefnd UEFA dæmdi hann í tveggja leikja bann og til greiðslu sem nemur einni milljón króna í sekt. Chelsea var þar að auki dæmt til að greiða tæpar átta millj- ónir króna í sekt. Aðstoðarmenn Mourinhos - Steve Clarke og Les Miles - voru ávítaðir fyrir sinn þátt í málinu. Margir telja þetta vel sloppið enda ótmðust mestu svartsýnis- mennimir að Chelsea yrði hent úr Meistaradeildinni vegna hegðunar Mourinhos sem er á góðri leið með að verða hataðasti maðurinn í höfuðstöðvum UEFA. Mourinho varð tvísaga í málinu því fyrst sagðist hann hafa per- sónulega séð Rijkaard fara inn í klefa Frisks dómara í leikhléi á Nou Camp en hann breytti þeirri yfirlýsingu síðar og sagðist þá hafa fengið upplýsingarnar frá aðstoðarmönn- um sínum. Sjálfur hefði hann ekki séð neitt. Bmce Buck, stjórnarmaður hjá Chelsea, sat fund aganefndar fyrir hönd Chelsea í gær. „Við emm ekkert yfir okkur ánægðir með þessa niðurstöðu en við virðum hana,“ sagði Buck. „Aga- nefndin gerði sér greinilega grein fyrir því að ákveðin ummæli vom mistúlkuð og að misskilningur var í gangi. Þetta mál var þar að auki blásið upp úr öllu valdi. Chelsea ber virðingu fyrir heilindum Anders Frisk og við erum miður okkar yfir því hvern- ig þetta mál hefur þróast." Chelsea var ekki bara ákært fyrir lygar Mourinhos heldur kærði UEFA liðið einnig fyrir að mæta of seint til leiks í síðari hálfleik og að mæta ekki á blaðamanna- fund eftir leikinn. Það er ekki búist við því að Chelsea muni áfrýja þessum dómi og Mourinho verður því að fylgjast með báðum leikjun- um gegn Bayem Miinchen í átta liða úrslitum keppninnar úr stúk- unni. henry@dv.is “ÍSLANDS ,' í • m < '*" : * . u : Q Innimálning O kr. 1290.- 3 L. Innimálning ^=7 kr. 2980.- 10 L. TEKNOS TEKNOS BIORA INNIMÁLNING FRÁ TEKNOS o TEKNOS igiímii.t ■f Ný tegund almattrar veggjamáln- ingar sem hefur mikla þvottheldni S Þoliryfir 10000 burstastrokur skv. SFS 3755 staðlinum ,/ Gæðastöðluð vara á góðu verði '/ Ábyrgð tekin á öllum vörum ÍSLANDSMÁLNING • Sími 517 1500 • Vöruhús / verslun Sætúni 4 'WmwmMmé, I> / wmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.