Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2005 Sport DV Tottenham græðir á tá og flngri Knattspymufélagið Tottenham Hotspur græddi 113 ___ milljónir ____/ króna íyrif j skatta / á seinni ’ sex mánuð- um síðasta árs. Þessi ágæta útkoma Spurs i kemur skemmtilega á óvart þar sem velta félagsins í var ekki eins mikil og árið á undan. Stjóm Spurs er . ' himinlifandi | R yfir útkomunni ^ enda töpuðu þeir tæpum 400 miÚjónum á sama tíma fyrir . Sm ári. „Við erum á réttri leið, innan '“Æ, sem utan valiar. 1 % Við þurfum að halda skipinu á S réttum kili því þetta er eitthvað jjj% sem hægt er að " byggja ofan á,“ sagði Daniel Levy, stjórnarformaður Spurs. Platt til liðs viðÍBV Fram kemur á heimasíðu ÍBV að þeir hafi gengið frá samningi við hinn 21 árs gamla Breta Matthew Platt en heimildir DV Sports herma að hann sé alls óskyldur leikaranum góðkunna Oliver Platt. Platt er framherji og kemur frá enska félaginu Crewe en ÍBV hefur fengið leikmenn að láni frá því ágæta félagi síðustu sumur. Þetta vom kærkomnar fréttir fyrir Eyjamenn því þeir misstu Bandaríkjamanninn Mark Schulte til Columbus Crew fyrr í vikunni. Everton og ‘Boro fengu sekt Aganefnd enska knattspymu- sambandsins sektaði í gær Ever- ton og Middlesbrough um tæpa milljón króna og varaði félögin við að endurtaka þá hegðun sem þau sýndu í leik þann 16. janúar síðasdiðinn. Þá sauð upp úr en mest létu til sín taka þeir Duncan Ferguson, framheiji Everton, og Mark Schwarzer, markvörður ‘Boro, en Stóri Dunc hristi markvarðarræfilinn ágætlegatil. Engum var refsað fyrir hasarinn í leiknum sjálfum en félögin eru liér með komin á skilorð og fá þungar refsingar haldi leikmenn þeirra sig ekki á mottunni. Svo gæti farið að lögreglan á íslandi byði ungum krökkum, sem eiga á hættu að leiðast á rangar brautir, að æfa hnefaleika. Það hefur breska lögreglan gert í forvarnarskyni í mörg ár með góðum árangri. Hnefaleikakeppnin á milli ís- lands og Bretlands á Broad- way á dögunum heppnaðist ákaílega vel og svo vel reyndar að lögreglan á íslandi íhugar að feta í fótspor félaga sinna í Bretlandi sem reka boxskóla með góðum árangri. Bresku strákarnir sem kepptu við fs- lendingana komu til að mynda allir úr boxskóla sem rekinn er af bresku lögreglunni. Hver veit nema Boxskóli ríkisins verði stofnaður á Islandi áður en langt um líður. Pétur Guðmundsson, aðalvarð- stjóri hjá lögreglunni í Reykjavík og fyrrverandi kúluvarpari, heftir verið í sambandi við kollega sína í Bret- landi sem hafa boðið honum að kíkja út og skoða hvernig þeir standa að málum. Á byrjunarreit „Þetta er allt saman á byrjunar- stigi en því er ekki að neita að þetta er áhugavert. Það þarf samt ekki endilega bara að bjóða upp á hnefaleika heldur hvað sem er,“ sagði Pétur sem á ekki von á að lög- reglan myndi opna sinn eigin box- skóla heldur færi hún í samstarf við þau hnefaleikafélög sem eru starf- andi í dag. Bresku krakkarnir sem eru send- ir í lögregluboxskólana koma oftar en ekki frá uppleystum heimilum þar sem annað hvort foreldrar eða systkini hafa komist í kast við lögin. Lögreglan fylgist með þessum heimilum, tekur í taumana og reyn- ir að beina krökkum sem eru líkleg- ir til að lenda í vandræðum inn á réttar brautir. Hefur þessi aðferð „Þetta er kostnaðar- samt dæmi en kostn- aðurinn kemur marg- falt til baka efhægt er að leiða ungling, sem annars endaði í af- brotum eða einhverju álíka, á réttar brautir." Slegist (hringnum en ekki á götunni Breskir unglingar sem hafa þótt llklegir til aö fara ranga leiö Ilífinu hafa margir hverjir fariö íboxskóla bresku lögreglunnar. Slíkt hiö sama gæti gerst hér á landi. DV-mynd Palli gefið ákaflega góða raun í Bret- landi. Vinna sér inn punkta „í staðinn fyrir að hætta á að missa ungling út í vitleysuna fær hann að alast upp í því agaða um- hverfi sem fylgir boxinu. Þessir krakkar vinna sér síðan inn aga- punkta og þegar ákveðnum fjölda er náð fá þeir að keppa þannig að þessu kerfi fylgir líka umbun. Það er líka betra að vita af unglingnum þarna en að vita ekkert um hann,“ sagði Pétur en unglingar sem hafa hreinan skjöld verða ekki skikkaðir til að taka þátt en það gæti þó verið gert við unglinga sem þegar eru farnir að lenda í vandræðum. „Þetta er kostnaðarsamt dæmi en kostnaðurinn kemur margfalt til baka ef hægt er að leiða ungling, sem annars endaði í afbrotum eða ein- hverju álíka, á réttar brautir" sagði Pétur Guðmundsson aðalvarðstjóri. Ellert jákvæður Ellert B. Schram, forseti íþrótta- og ólympíusambands íslands, var meðal gesta á boxkvöldinu á Broad- way og hann er hrifinn af því sem Bretamir em að gera og segir að ÍSÍ muni leggja blessun sína yfir þessa frumlegu leið. „Mér finnst það mjög áhugavert að lögreglan dragi fólk í box. Það er ekki alveg í takti við hvernig hefur verið talað um box hér heima. Hér hefúr frekar verið talað um hvað box sé hættulegt," sagði Ellert sem er mjög áhugasamur um málið. „Þessi aðferð Bretanna hefur fengið viðurkenningu. Þessi leið veitir mönnum sjálfstraust og hefur hjálpað mörgum að fara inn á réttar brautir í lífinu. Svo fá ungir krakkar útrás í boxinu sem er mun betra en að þeir séu að slást við hvern annan úti á götu," sagði Ellert B. Schram, forseti Iþrótta- og ólympíusam- bands íslands. henry@dv.is Þvflfkt klúður Michael Owen var fyrirmunað að skora gegn Aserbaldsjan. Meira að segja gegn tómu marki eins og sjá má á þessari mynd. Reuters Þjálfari Aserbaídsjan ósáttur við Owen Owen er bara dvergur Hinn brasilíski þjálfari Aser- baídsjan, Carlos Alberto, réðst harkalega að Michael Owen eftir að Englendingar lögðu Asera með tveimur mörkum gegn engu á miðvikudag. „Þessi maður - hvað heitir hann aftur, þessi númer 10, þessi litli sem kemst ekki í liðið hjá Real Madrid - sagði að ef Pólland ynni Asera 8-0 þá myndi England að minnsta kosti vinna 8-0 og hann myndi skora 5 mörk,“ sagði Alberto fjúkandi reiður eftir leikinn og var ekld hættur. „Hann verður að læra að bera virðingu fyrir fólki. Hver er annars Michael Owen? Hvað hefur hann eiginlega unnið? Hann spilar fyrir Real Madrid en situr alltaf á bekkn- um. Það er ekki rétt af honum að segja svona hluti. Hvar voru þessi fimm mörk sem hann lofaði? Hann skoraði ekki neitt. Sven-Göran er góður gæi en hann verður að taka svona gutta í gegn. Hver er hann annars? Hver er hann? Hvað hefur þessi strákur eigin- lega unnið sér til frægðar? Þessi dvergur. Hann ætti að þrífa á sér tunguna og þrífa skóna hans Beck- hams sem eru blautir eftir leikinn. Hann er góður í það.“ Owen neitar þvf staðfastlega að hafa gefið slíkar yfirlýsingar og harmar að Alberto hafi misskilið orð hans. Hann hafi engu að síður mátt gagnrýna ffammistöðu hans í leikn- um. Owen fékk fjölda færa sem honum tókst ekki að nýta sér en hann hefði getað jafnað markamet Alans Shearer hefði hann skorað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.