Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 40
//j JJ CljJ\ (J í Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^jnafnleyndar er gætt. *-* *-• q _«-• q rj q SKAFTAHLÍÐ24,105REYKJAVÍK [STOFNAÐ 1910] SÍMI550S000 690710 111117 „Ég er saklaus // Helgarblað DV kemur út á morgun. Ísafjarðar-Begga segir sögu sína en hún segist vera sak- laus af því að hafa orðið manni að bana. Harpa Karlsdóttir sér ekki eftir því að hafa staðið við hlið Ást- þórs Magnússonar í forsetafram- boði hans og lítur á sambandið við hann sem skemmtilegt ævintýri. Gagnrýnanda Telegraph var víst / Mörg andlit Röggu Gísla eru skoðuð, en hún stendur nú á tímamótum eftir mörg ár með Stuðmönnum. Dregin verður upp nærmynd af Þóru Guðmundsdóttur, sem var ung ekkja og starfaði sem iug- freyja þegar hún kynntist Amgrími Jóhannssyni en saman bjuggu þau til flugfélagið Adanta. skemmt Súrrealísk snerpa Stuðmanna Mér erekki skemmt! / „Ég skemmti mér konung- lega,“ segir Thomas H. Green blaðamaður eilítið ráðvilltur í samtali við DV. Thomas skrifaði grein eða dóm í breska stórblaðið The Daily Telegraph um Stuð- mannatónleikana miklu sem voru á döguntim í Royal Albert Hall. íslenskir fjölmiðlar hafa vitnað til umfjöllunar hans og virtust flestir skilja skrif hans á einn veg: Að Bretar botnuðu ekkert í Stuð- mönnum sem væru hinir hall- ærislegustu. Enda yfirskrift grein- arinnar „Iceland the uncool". Thomas H. Green hefur fjallað um tónlist í áratug og hefur meðal annars komið til íslands, fylgst með íslenskri tónlist ogfjallað um hana. Þannig upplýsti hann blaðamann DV um að að hljóm- sveitin múm væri í miklum met- um hjá sér. „Fantastic band.“ „Það er rétt að maður náði því ekki alveg hvert þeir voru að fara en það var ekki verra heldur gaf það allri þessari miklu uppákomu súrrealíska snerpu. Hvernig er enda annað hægt þar sem Bretar hafa engar forsendur til að skilja Stuðmenn sem eru rótgrónir í ís- lenskri menningu á sínum eigin forsendum? Minna um margt á Tom Jones sem er kabarett- söngvari af gamla skólanum en endurnýjar sig stöðugt. Gerir grín að sjálfum sér líkt og Stuðmenn - og það er svalt í sjálfu sér fremur en að taka sjálfan sig of hátíð- lega," segir Thomas H. sem er lausapenni hjá Telegraph. Hann ætíar að kynna sér betur sögu Stuðmanna til að geta notið upp- átækja þeirra betur. Aðspurður um möguleika Stuðmanna á að hasla sér völl á Bretlandseyjum segir Thomas H. erfitt um að segja. Þeir séu komnir á þann aldur en þó sé aldrei að vita. Dæmi eru um slíkt. Allt er þetta sem sagt á misskilningi byggt og hef- ur íslenskum fjölmiðlum nú verið send tilkynning um það frá breskum „agenti" Jakobs Frímanns Magnússonar, Stephen Emms managing direct- or, þar sem menn eru leiddir í all- an sannleik um hvernig í pottinn er búið. Þar vitnar Emms í orð Thomas H Green sem segir með al annars: „As I und- erstand it, although I do not speak Ice- landic, my recent piece about Stud- men in the Daily Telegraph has been somewhat misinter- preted by the Ice- landic press." Thomas H. Green Honum virðist sem íslenskir blaðamenn hafi mistúlkað orð sín þvl víst hafi sér verið skemmt á tónleik- um Stuðmanna. Engin skilyrði um önnur bankaviðskipíi 4,15°/( ; m vextir Lánin eru verðtryggð og bera fasta 4,15% vexti sem eru endurskoðaðir á fimm ára fresti. Hægt er að greiða upp án uppgreiðslugjalds þegar vextir koma til endurskoðunar. Engin hámarksupphæð og er lánstími allt að 40 árum. Krafa er gerð um fyrsta veðrétt íbúðarinnar. Lánshlutfall er allt að 80% við endurfjármögnun fasteigna (engin hámarksupphæð) og 100% við kaup -V fasfeignar (hámarksupphæð 25 milljónir króna). Hægt er að nota lánin til íbúðarkaupa, til að stokka upp fjármálin eða í eitthvað allt annað. Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Lánstími | 5 ár | 25 ár l 40 ár 5 ár 25 ár 18.485 5.361 Lan með jafngreiösluaðferö án verðbóta / Ráðgjafar okk.rr veita allar nanari upjrlýsingor. Þti getur litið inn i Árrm'tla 13a. hringt i sima S40 5000 eöa sent tolvupóst á frjalsi@frjalsi.fs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.