Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2005 Síðast en ekki síst DV Rétta myndin Smáskot af ungfrú Reykjavík. Framhald f næsta blaði. Ónot í Ólínu á ísafirði Mikill titringur er nú á ísafirði vegna ítarlegrar úttektar næsta Mannlífs á Olínu Þorvarðardóttur skólastýru Menntaskólans á ísafirði. Tímaritið er nú í prentsmiðju. Er ætlunin að rekja feril hennar allt frá frumbernsku til vorra daga. Reynir Traustason hefur fjallað um einarða skólastjórn hennar í DV og fylgir því nú eftir í Mannlífi. Reynir er annars Vestfirðingur líkt og Ólína og veit sitt r; . . r t lítið af hverju sem snýr að LilLki! henni. Munu menn hafa heyrt því fleygt að Ólína telji sig ekki eiga von á góðu og hafi hótað að stefna bæði DV og Mannlífi fyrir meiðandi skrif þó svo að hún hafi ekki enn lesið það sem Mannlíf skrifar og birtir. Reynir heldur sínu striki og hefur sem fyrr karlmann á for- síðunni sem hingað til t hefur ekki þótt sölu-j vænlegt í heimi tíma-i ritanna. Nú er komiðj að rokkkóngi á tíma-1 mótum: Nefnilega': Rúnari Júlíussyni sex- tugum. Kona hans, María Baldurs- dóttir, verð- ur með á, mynd og^ er þari með fyrsta konan sem fer á forsíðu Mannh'fs eftir að Reynir tók þar við stjórn. Vestfirðingarnir Reynir og Ólína Skólameistarinn Óiina telur sig ekki eiga von á góðu frá Reyni f en í prentsmiðjunni er Mannlífþar Isemier itarieg úttekt á Ólinu - frá f [ frumbernsku tii vorra daga. Hvað veist þú um Spán 1. Hversu margir eru íbúar landsins? 2. Hver er stærsti atvinnu- vegurinn? 3. Hvenær lést einræðis- herrann Franco? 4. Hvert er talið elsta tungumál Spánar? 5. Hvaða herferð lauk í Granada árið 1492? Svör neðst á sfðunni Hvað segir mamma? „Hann Arn- mundur er gömulsál," segir Edda Heiðrún Backman móðirArn- mundar Ernsts Backman. „Hanner skemmtileg- ur og bjartsýnn, er mikil félagsvera og stemningsmaður. Hann eralls ekki líkur þessum dreng en hefur gaman afþví að segja frá. Hann hef- ur leikið i nokkrum sýningum frá því hann var barn. Þessi fermingaraug- lýsing ferst honum vel úr hendi, enda fannst honum gaman að vinna hana. Mér finnst síða hárið hans al- veg æðislegt, þaö er alltafhreint og þá er það fallegt. Það fer ekki mikið fyrir honum en það sem hann gerir telur. Mér heyrist hann stefna á leik- listina i dag, mér list ágætlega á það en þetta ergrýttur vegur og erfitt starfen það venst." Arnmundur Ernst Backman hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn í fermingarauglýsingum frá SPRON þar sem hann túlkar fermingar- strák sem veit svo sannarlega hvað hann vill. Edda Heiðrún Backman stórleikkona er móðir Arnmundar, eða Adda eins og hann er kallaður, og því á hann ekki langt að sækja hæfileikana. Opið hús á Bessastöðum Forsetahjúnin halda enska vorhátíð fyrir almennmg Forsetahjónin á Bessastöðum hafa ákveðið að opna heimili sitt og embættisbústað að Bessastöðum fyrir almenningi og nota tækifærið til að kynna nánasta umhverfi sitt og lífsvenjur fyrir almenningi. Ætla for- setahjónin sér rúman tíma til þessa en opið verður á Bessastöðum frá klukkan 15 í dag til klukkan 21 í kvöld. Það mun vera Dorrit Moussaieff sem átti þessa einstöku hugmynd sem aldrei hefur verið reynd áður á forsetasetrinu. í heimalandi hennar, Englandi, hefur það tíðkast lengi að Buckingham Forsetahjónin Óiafur Ragnar og Dorrit tilkynntu vorhátíð sína á frétta- mannafundi á Bessastöð- um í gær. höll væri opin almenningi svo ekki sé minnst á kastala hefðarmanna víða um landið sem hreinlega selja aðgang að híbýlum sínum. Ekki mun þó verða seldur aðgangur að Bessastöðum. Ókeypis verður inn. Skipulögð hefur verið dagskrá í dag á lóðinni við Bessastaði en í morgun voru starfsmenn Landhelg- isgæslunnar að koma þar fyrir úti- grillum og tjöldum en veðurspáin lofar góðu og því ætti að verða þurrt á fólki. Sigurður Hall hefur verið ráðinn til að stjórna fjöldagrillinu en hann hefur___________ langa reynslu af sam- starfi við for- seta- hjónin og eru þau til að mynda tíðir gestir á veitingastað hann við Óðinstorg. Auk þess að setja upp grill og tjöld í túninu heima á Bessastöðum munu starfsmenn Landhelgisgæsl- unnar sjá um öryggisvörslu á for- setasetrinu en þar innandyra er margt verðmætra list- og smámuna sem óprúttnum gæti reynst auðvelt að hnupla. Það var einmitt þetta at- riði sem helst vafðist fyrir starfsfólki forsetaembættisins þegar Dorrit kynnti hugmynd sína skömmu eftir áramót. Undirbúningstími hefur því verið langur og minnst einu sinni verið um það fjallað á ríkisstjórnar- fundi. Settu ráðherrar Framsóknar- flokksins sig í fyrstu upp á móti hug- mynd Dorritar, sérstaklega Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, en voru að lokum beygðir eftir fund Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar í anddyri Stjórnar- ráðsins. Gert er.ráð fyrir að mikUl fjöldi sæki forsetahjónin heim og vonast er til þess að allt gangi að óskum. Steypt hefur verið nýtt bílaplan við Bessastaði vegna þessa. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar munu hafa þyrlu til reiðu fyrir forsetahjónin ef allt fer á versta veg. „Við vonumst til að sjá sem flesta og höfum gert okkar til að vel verði tekið á móti öllum,“ segir Sveinn Björgvinsson, umsjónarmaður bfla- stæðanna á hátíðinni. Dagskráin á Bessastöðum 15.00 - Hátíðin sett með ávarpi Úlafs Ragnars Grímssonar, forseta lýð- veldisins. 16.00- Dorrit Moussai- eff tendrar grilleldinn. 18.00 - Skoðunar- ferð um neðri hæð Bessastaða. 19.00 -Skoðunar- ferð um efri hæð Bessastaða. 20.00 - Félagar úr Sinfóníuhljómsveit íslands leika vínar- valsa með vínar- pylsunum frá SS. 21.00 -Húsinu lokað. GOTT hjá Katrinu Júllusdóttur al- þingiskonu að berjast fyrir því að fólk fái að halda nöfnum sínum óstyttum i þjóðskrá sama hversu löng þau eru. Þetta erstríð á hendur stöönuðu kerfi sem Katrin á eftir að vinna. Svör viö spurningum: 1. Rúmar 40 milljónir. 2. Ferðaþjónusta. 3. 1975. 4. Baskneska. 5. La Reconquista - endurheimt Spánar frá múslimum. Krossgátan Lárétt: 1 glöggur,4 læs- ing,7 nísku,8 bað, 10 kvenmannsnafn, 12 dý, 13 hræðsla, 14snáða, 15 síðan, 16 góð, 18 kát, 21 fingur,22 eirir, 23 nabbi. Lóðrétt: 1 ánægð, 2 fisk, 3 þrælbundinn,4 segl- skip,5 kaldi,6 spfra,9 rík, 11 mæti, 16 geisla- baug, 17 hrópi, 19 lækn- ingagyðja, 20 feyskju. Lausn á krossgátu ■eryor JI3 61 |dæ n 'nty 9i '|u6s6 11 '6nQne 6'e|? 9 jn>j s'epouuo>|s t-'jn}sej6ij £'nsX 3 jæs 1 iwajgon egje £3 'Jiun zz '!»nd u jpj 8 L 'iæ6e 91 'oas s 1 '66eu ^ L 'ejgæ e L 'uaj Z l 'e6|0 81 '6ne| 8 'njujs l '?J>|S y 'JÁ>|s 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.