Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2005 Menning DV Þingaðá Níunni um helgina NÍAN - Myndasögumessa í Lista- safiii Reykjavíkur hefur vakið nýjan áhuga á myndasögunni. Aðsókn að sýn- ingunni hefur verið góð enda gefur hún frábæra yfirsýn á þróun formsins á liðn- um áratugum og vísar einnig til stakra parta í sögu þessa forsmáða Ustforms. Um helgina verður fundað um myndasöguna í Hafharhúsinu undir yfirskriftinni Myndasagan ogmyndlist- in og veröa frummælendur Bjarni Hin- riksson myndasöguhöfundur og sýn- ingarstjóri Myndasögumessunnar, Inga María Brynjarsdóttir graffskur hönnuð- ur og Þorbjörg Gunnarsdóttir safna- fræðingur og deildarstjóri safiiadeildar Listasafris Reyigavíkur. Hefst fundar- haldið kl. 14 og verður þingað í tvær stundir. Á sunnudaginn kl. 14 - 16 heldur málþingið áfram f Borgarbókasafni f Grófarhúsi undir yfirskriftinni Mynda- sagan og bókmenntimar. Frummæl- endur þar eru Úlfhildur Dagsdóttir bók- menntafræðingur og bókaverja en hún er mikO áhugakona mn myndasögur, Heimir Snorrason gagnrýnandi og rit- höfundurinn Sjón. Stjómandi mál- þingsins báða dagana er Anna Margrét Sigurðardóttir. Iltför konster Sinfónían spilar oft fyrir börn en á morgun verða hljómleikar í Háskólabíó helgaðir H.C. Andersen og tveggja alda minningu hans sem eru sérstaklega sniðnir fyrir tónhungraða krakka. Fluttur verður for- leikur Árna Björnssonar að Nýjársnóttinni sem sjaldan heyrist og Förunauturinn eftir Fuzzi sem byggir á ævintýri Hans Kristjáns. Þess er reyndar minnst um ger- vallan heim á morgun að tvö- hundruð ár eru liðin frá fæðingu ævintýraskáldsins mikla frá Óðin- véum. Það er örn Árnason leikari sem mun flytja ævintýrið en hann hefur oft lagt Sinfóníunni lið í verkum sem heimta sögumann. Hann hefur lesið með þeim Hljóm- sveitina sem kynnir sig eftir Britta- in sem verður líka á dagskránni á morgun, verk um fílinn Babar sem flestir þekkja en ekki í samnefndri tónsmíð að ógleymdum Pétri og úlfinum. Hann er því vanur að takast á við Sinfóníuna. „ Þeir tala stundum við mig með hljóðfærun- um og ég á stundum við þá,“ segir örn. Það er Guðmundur Óli Gunn- arsson sem stjórnar hljómsveitinni á morgun og er gleðilegt að sjá fs- lenskan hljómsveitarstjóra á pall- inum í Háskólabíó. Guðmundur býr fyrir norðan og leiðir þar starf Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands. Hann hefur komið víða við í tónlistarlífi okkar og stjórnað stór- um og smáum sveitum frá því hann kom heim frá námi í Hollandi og Finnlandi. Sinfónían hefur alla tíð lagt ríka áherslu á flutning tónlistar fyrir börn. Hún spilar reglulega fyrir krakka í Reykjavík á skólatíma og hafa mörg börn í fyrsta sinn kynnst klassískri tónlist þar. Verkefna- skráin vísar að þessu sinni á skemmtilegan hátt til hinnar fornu hefðar álfasagna á íslandi, en for- leikinn að Nýjársnóttinni samdi Árni Björnsson fyrir opnunarsýn- ingu Þjóðleikhússins 1950. Eins og kunnugt er byggði Indriði Einars- son leik sinn um álfa og fólkið á bænum ungur maður, en það var lengi vinsælt meðal almennings hér á landi og sækir í gamla sagna- BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Lau 9/4 kl 20, Su 10/4 kl 20, Fi 14/4 kl 20 Siðustu sýningar HÍBYLt VINDANNA leikgerd Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum BöÖvars GuÖmundssonar Fí 7/4 kl 20, Fo 8/4 kl 20, Uu 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN SEGDU MER ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur I kvöld kl 20, Lau 9/4 kl 20, Su 17/4 kl. 20 AUSA eftir Lee Hall / samstarfi við LA. Su 3/4 kl 20 Fi 21/4 kl 20 - Sfðasta sýning - Ath: Miðaverð kr. 1.500 AMERICAN PIPLOMACY eftir Þorleif örn Arnarsson. í samstarfi við Hið lifandi leikhús. í kvöld kl 20 Sfðasta sýning HERI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 2/4 kl 14 - Aukasýmng Su 3/4 kl 14 - Aufcasýning Lokasýningar HOUDINI SNÝR AFTUR í kvöld kl 20 - AUKASÝNING Siðasta sýning ALVEG BRILLJANT SKILNADUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. ( kvöld kl 20 - UPPSEIT, Lau 2/4 kl 20 - UPPSEUV Su 3/4 kl 20 - UPPSEIT, Fi 14/4 kl 20 - UPPSEIT, Fö 15/4 kl 20 - UPPSEIT, Lau 16/4 kl 20, - UPPSEIT. Su 17/4 kl 20 Mi 20/4 kl. 20 - UPPSEIT, Fi 21/4 kl 20 Fö 22/4 kl 20 - UPPSEIT. SVIK eftir Harold Pinter LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA t AÐ SKEMMTILECU KVÖLDI 8:00 Gleðistund I forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið Samstarf: Á SENUNNI,SÖCN ehf. og LA Lau 2/4 kl 20, Lau 9/4 kl 20 Síðustu svmnaar e. önnu Reynolds. í samstarfi við leikhópinn KLÁUS. Aðalæfing fi 7/4 kl 20 - kr. 1.000 Frumsýning fö 8/4 kl 20 - UPPSELT Fö 15/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20 Börn 12 ára og yngri fá frítt I Borgarleikhúsið i fylgd fullorðinna ______- gildir ekki á barnasýningar Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga hefð sem vissi ekki síst að börnum. Þriðja verkið á tónleikunum á morgun er einmitt Hljómsveitin kynnir sig sem Brittain samdi 1946 og hefur verið haft á orði að ekkert verk dugi betur til kynningar í hljóðfæraskipan sinfóníuhljóm- sveitar en þetta vinsæla verk sem er tíður þáttur í starfi stærri hljóm- sveita sem vilja ná til ungra áheyr- enda. Tónleikarnir hefjast kl. 15. Þjóðleikhúsið minnist afmælis Hans Kristjáns líka á laugardag með samkomu í Þjóðleikhúskjall- aranum þar sem leikarar úr sýn- ingunni Klaufar og kóngsdætur skemmta meðal annars. Sú sam- koma stendur frá 15-17 og eru allir velkomnir. Örn Árnason er sögumaður á tónleikun- um á morgun Hér erhanní Klaufum og kóngsdætrum sem sýnd er i Þjóöleikhúsinu llka til að minnast afmælis Hans Kristjáns. DV-mynd Þjóðleikhúsið Hljómblik Bjarki Sveinbjömsson skrifar um Björgvin Guðmundsson alllangt mál í kynningarbæklingi við diskinn, rekur sögu tón- skáldsins og klykkir þó út með því að segja að Björgvin hafi verið mik- ið tónskáld. Björgvin Guðmunds- son var einn af brautryðjendum tónlistar á íslandi og var eldhugi mikill og afkastamaður með af- brigðum. En er það ekki nokkuð of- mæit að fullyrða að hann hafí verið mikið tónskáld? Varla er hann mesta tónskáld íslendinga. Býsna mörg tónskáld okkar em betri en Björgvin. Það mætti því álykta að við eigum mörg mikil tónskáld. Það gengur varla upp. Verðum við ekki að nota orðin af sæmilegri gætni til að þau missi ekki merkingu sína? Þessi diskur leiðir varla mikið tónskáld í ljós. Jafnvel bestu lög Björgvins em fremur stirð og klunnaieg þó þau séu samt hrífandi í einlægni sinni og hrifningar- kenndri stígandi. Lökustu lög Björgvins, eins og t.d. Litlu hjónin, em hins vegar hrein mælgi í tónum. Inn á milli sunginna laga er skot- ið litlum píanóiögum og jafhvel lögum fyrir samleik tveggja hljóð- færa. Lög þessi eru af ýmsu tagi, t.d. forspil, masúrka, fúga. Þetta em snotur lög þegar maður heyrir þau fyrst en við meiri lilustun verða þau ósköp andlaus og þreytandi. En spilamennska Snorra Sigfúsar, Sig- rúnar Eðvaldsdóttur og Sigurðar Inga Snorrasonar er prýðilegur. Karlakórinn Fóstbræð- ur er fremur hvass í söng sínum undir stjórn Árna Harðarson- ar en gerir lögunum að öðm leyti góð skil. Eyjólfur Eyjólfsson hefur fallega rödd sem hann beitir af talsverðu næmi en skortir nokk- uð þrótt og fyilingu. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur af sínu venju- lega öryggi og tilfinn- ingu og Bergþór Páls- son er sá söngvarinn, að dómi gagnrýnand- ans, sem best tekst að gæða lög Björgvins ai- mennilegum karakter, fyrst og fr emst í hinu glettilega góða lagi Söng þrælsins. Það lag og nokk- ur önnur er flutt í djassaðri útsetn- ingu sem er býsna haglega gerð og þeir sem leika í þessum útseming- um stela alveg senunni ef svo má segja, ekki síst Pétur Garðarson sem leikur á víbrafón og marimbu undir söng Eivarar Pálsdóttur. Eivör er reyndar mesta stjaman á diskinum, söngur hennar er seiðandi fallegur eins og hann komi úr æðri vídd. Sumum finnst það kannski rangt að vera að djassa eða poppa upp lög gömlu íslensku tónskáld- anna á svona “portrait” diskurn, á þeim eigi allt að vera upprunalegt. Þó að þetta sé ágætt skoðun er því ekki að neita að líklega er þetta eina ráðið til að lög Björgvins Guð- mundssonar nái til nútímans á ein- hvem hátt. Og það hefur líklega tek- ist með þessum diski. SigurðurÞóT Guðjónsson Tónlist Lóg eftir Bjórg- vin Guðmunds- son. Flytjendur Eyjólfur Eyjólfs- son, Sigrún Hjálmtýsdóttir, ~»« , , ln Bergþór Pálsson, Eivör Pálsdóttir, Karlakórinn Fóst- bræður, Snorri Sigfús Birgisson, Anna Guðný Guðmundsdóttir og fleiri. Útgefandi: Smekkleysa 2004. irk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.