Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekkisíst FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 39 7 Kjallari Ég er heimskulega vinalegur af peningum en þegar við settumst aftur inn í Skódann minn, sneri hann sér að mér og hvíslaði: „Við drekktum ekki konum, við brennd- um þær á báli.“ Ég svaraði engu en ég var dapur í huganum á leiðinni heim. Mér fannst svo leiðinlegt að geta ekki sýnt honum fallega sögu þjóðar í fallegu landi. Allt var mengað af óþverraskap. Og hann þekkti óþverraskap sinnar þjóðar líka og montaði sig af honum. Þetta var niðurdrepandi ferð. Skilnaður frændanna Ég reyndi eins og ég gat að vera vinur hans, taka vel á móti honum, gleðja hann jafnvel og sýna honum raunverulegt ættarþel. Ég kyssti hann á munninn þegar hann kom til landsins og hafði upp frá því gefið honum mat og húsaskjól, verið gestrisnin uppmáluð. Ég gaf honum kaffi og við sátum inni í eldhúsinu mínu með máfastellinu sem ég keypti mér í Kolaportinu til þess að gleðja aldraða frænku mína. „Allar konur eru fífl," sagði frændi minn og saup á kaffinu. Mér var nóg boðið. Ég tók í háls- málið á honum, svo kafflð skvettist yfir hann allan, dró hann fram í forstofu, reif úlpuna hans af snag- anum, opnaði dyrnar og henti honum út. Ég hafði fengið nóg af þessum leiðinlega manni og það skipti mig engu máli hvort hann væri ættingi eða ekki. Ég settist fyr- ir framan sjónvarpið og fylgdist með þegar Bobby Fischer kom til landsins. Hann er heimskingi. For- dómafullur rasisti sem ég hef óbeit á. Hann veit af börnum og konum sem voru myrt í fangabúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni, enda er ekki lengra síðan en 60 ár, en hann kýs að vanvirða minningu þeirra með því að láta eins og þau hafi ekki verið til. Ég er feginn að hann er ekki frændi minn. Ég hef alltaf verið ættrækinn. Eyði helgunum í að heimsækja fjarskylda ættingja, gamlar frænk- ur og frændur og eyði ekki minna en 70% af frítíma mínum í að við- halda fjölskyldutengslunum. Stundum tek ég mig meira að segja til og vaki heilu næturnar til þess að elda kjötbollur í iðnaðarmanna- potti sem ég fer svo með um allan bæ daginn eftir í nafni ættartengsl- anna. „Taktu við þessum kjötboll- um, frændi sæll" eða „Guð blessi þér þessar kjötbollur, elsku Birna frænka" segi ég kannski og kyssi svo ættingja mína á munninn (eins og við gerum alltaf í minni ætt. Ég tek það fram að ég nota aðeins tungu þegar ég kyssi frænkur mín- ar, aldrei frændur). Gestur frá Óðinsvéum Ónefndur frændi minn hringdi f mig á föstudaginn langa. Það er frekar óvanalegt, yfirleitt er það ég sem hringi í ættingja mína, þeir láta það oftast vera að hringja í mig, af einhverjum orsökum. Hann gaf sér engan tíma til að spjalla og vildi ekkert ræða það við mig hvernig fjölskyldan hans hefði það og hvað þau hefðu ákveðið að borða á páskunum en ég er mikill áhugamaður um hvað aðrir borða á hátíðum og gæti jafnvel hugsað mér að stýra útvarpsþætti sem fjallaði eingöngu um mataræði annarra. En frændi vildi ekki spjalla og kom beint að efninu. Fjarskyldur frændi okkar beggja sem hefur verið búsettur í Óðins- býrð einn í stórri íbúð. Þú ert líka sá langættræknasti af okkur öllum. Þú verður að taka við honum. „01, ræt," svaraði ég. Óvænt kynni Frændi minn frá Danmörku reyndist vera undarlegur maður. Hann er hávaxinn og óvenjulegur að því leyti að hann er mjög loðinn í eyrunum. Maður á erfitt með að ræða við hann án þess að stara inn í eyrun á honum. í fyrsta skipti á ævinni kynntist ég manni sem kveikti hjá mér löngun til þess að rífa í eyrnahárin á. Og svo var hann líka óvenjulega leiðinlegur, át bara og át og talaði um danska húmor- inn sem væri fimmtán sinnum betri en sá íslenski. Ég hef aldrei hugsað mikið út í það en verð auðvitað að viður- kenna að okkur hérna á íslandi hefur aldrei tekist að framleiða myndir eins og í tvíburamerkinu og í ljónsmerkinu sem eru nú að mínu mati alveg dásamlegar klám- kómedíur. Ég gaf því mjög fljótlega eftir og leyfði þessum erlenda frænda mínum að skíta út allt sem heitið getur íslenskur húmor. Já, ég hreinlega gekk í lið með honum og afneitaði mönnum eins og Þráni Bertelssyni (gegn betri vitund). Svona liðu páskarnir. Veik tilraun til skynsemi Ég reyndi að draga hann út úr húsi. Keyrði með hann upp í sveit og sýndi honum fjöllin og dalina og ringlaða bændur ráfa um, eins og þeir gera á þessum árstíma. „Sjáðu sjóinn og fjöruna og hvern- ig sjórinn hefur lamið á landinu í þúsundir ára og búið til alls kyns mynstur og landslag." „Ja, ja,“svar- aði frændi minn og lét sér fátt um finnast. „Og sjáðu hérna," benti ég honum á. „Hérna drekktum við konum í gamla daga." Hann horfði þegjandi ofan í Nikulásargjá, fulla véum síðastliðin fimmtán ár var á leiðinni til landsins. „Það er nú gaman", sagði ég vegna þess að ég er svo ættrækinn. „Já, hann verður að búa með þér," tilkynnti frændi minn mér. „Það vill enginn annar hafa hann, þú ert sá eini sem kem- ur til greina. Þú ert barnlaus og Þorsteinn Guðmundsson fékk leiðinlegan frænda í heimsókn um páskana. Ég gafþví mjög fljót- lega eftír og leyfði þessum erlenda frænda mínum að skíta út allt sem heitið getur íslenskur húmor. Já, ég hrein- lega gekk í lið með honum og afneitaði mönnum eins og Þráni Bertelssyni (gegn betri vitund). Svona liðu páskarnir. SkiriL Brúdfeaup^ ferming Glæsilegar skreytingar til sölu eða leigu í veisluna þína I Völusteini færðu allt til að gera veisluna þína sem glæsilegasta. Skreytingaefni, kertastjaka, tertubakka, styttur á veisluborðið, servíettur, brúðaboga, boðskort og margt fleira sem þarf til að gera veisluna ógleymanlega. Hafðu allt í stíl og fáðu steytingameistara í verslun okkar til að aðstoða þig við valið. ® VÖLUSTEINN fyrlr flma flngur Mörkinni 1 / Simi 588 9505 / www.volusteinn.is Jakob Bjarnar Grétarsson • Bó Hall söngvara þótti hæfilega mikið til Stuðmannaveisl- unnar miklu í London koma. Kunningi hans sló þessu fram á dögun- um: Hva, Kobbi bara að fara að spila í Royal Albert Hall! Bjögga varð ekki orða vant fremur en fyrri daginn: Blessaður. Það kostar ekki nema áttahundruð og fimmtíu þúsund að leigja húsið. Við getum haldið upp á sextugsafmælið okkar þar og tekið nokkur lög... a@ Annars kann Björgvin Halldórsson öðrum mönnum betur þá kúnst að grípa tíðarandann hverju sinni. Þannig sendir harm nú ffá sér tilkynningar í gríð og erg þess efiús að Brimkló, sem er iðin við kolann nú um stund- ir, leiki á stórdansleik á Broadway næsta laugardagskvöld. Nema nú heitir Brimkló ekki bara Brimkló heldur Brimkló Group... • Ekki hefur farið mikið fyrir Birgittu Haukdal að undan- förnu en nú verður breyting þar á. Þrátt fyrir góðar viðtökur við hinni ágætu jóla- plötu hennar síðustu var framleitt meira en blæs nú til tónleika í Kringlunni og ætlar að gefa plötuna á tónleikum í Kringl- unni klukkan tvö í dag. Er þetta í sam- starfi við UNICEF og lofa þeir þar óvænt- um heimsfrægum gesti. Heimildir DV herma að þar geti verið um að ræða Kofi Annan en hann er einmitt skyldur Harry Belafonte og er hugmyndin að þau syngi saman „Banana Boat Song“... • í dag er D-dagur á RÚV. Auðun Georg Ólafisson sest í stól fréttastjóra útvarps í hrópandi andstöðu við fréttamenn. Friðrik Páll Jónsson, starfandi fféttastjóri, ritar athyglisverða grein í Mogga í gær og segir meðal annars:..vekur undrun að æðsti stjórnandi stofnun- arinnar og sumir af þeim sem standa honum næstir hafa einna minnsta menntun allra í hús- inu." Með öðrum orðum: Markús öm Antonsson útvarps- stjóri er illa mennt- aður og að auki segir Friðrik Páll hann, með öðrum orðum, vera durt í mannlegum samskiptum. Má grein hans heita góð upphitun fyrir þann hasar sem í vændum er... • Reynir Traustason, stjörnublaðamaður, rithöfundur og rit- stjóri, er nú við fjórða mann í Amsterdam. Hinir eru kvikmynda- gerðarmenn sem lúta forystu læknisins Lýðs Amasonar en þeir em að vinna heimildarmynd um heimildaöflun Reynis vegna bókar sem hann er að skrifa um undirheima Reykjavíkur og dópviðskipti. Reynir er sem sagt á slóð burðardýra í hinni syndum- spilltu borg sem nefnd hefur verið Feneyjar norðursins og er væntan- legur til lands á laugardag... seldist. Birgitta e. ir i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.