Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 17
DV Neytendur Námskeið hjá hundum.is Vefsetrið hundar.is stendur fyrir námskeiði fyrstu tvær helgarnar í apríl, hið fyrra hefst á morgun í Mos- fellsbæ og næstu helgi verður það haldið á Akureyri. Námskeiðshaldari er Englendingurinn Sally Hopkins og mun á námskeiðinu kenna aðferðina Hundaleikir (The Dog Games) og hvernig hægt er að kenna hundum eftir leiðum sem minnka stress hjá þeim. Sjálf keppir hún í hundafimi þar sem hún styðst við þessar aðferð- ir við þjálfun eigin hunda. Hunda- leikirnir eru átta talsins og byggðir upp með það í huga að styrkja sam- band hunds og eiganda hans, nokkuð sem nýúst í hinu daglega lífi. Þeir byggja upp einbeitingu hunda, minnka stress og er góður undirbún- ingur fyrir hundafimi. Hinn almenni íslendingur sækir i siauknum mæli þjónustu innanhússarkitekta. Slík þjónusta er ekki bara fyrir moldrík fyrirtæki og fræga fólkið. Eitthvert vinsælasta sjónvarpsefnið í dag eru þættir sem að stærstum hluta ganga út á þá tísku að hanna heimilið að innan, enda þykir það mjög eftirsóknar- vert að eiga flott heimili. Ásta Sigríður Ólafsdóttir hefur starfað sem innanhússarkitekt í meira en áratug. gögn og eru margir húsgagnafram- leiðendur sem smíða eftir slíkum teikningum og hönnun. Þá geta þeir einnig verið viðskiptavininum innan handar hvað varðar val á keyptum húsgögnum. „Maður er auðvitað búinn að kynna sér markaðinn vel og gengur að ýmsu sem vísu. Annars er líka mikið pantað að utan, bæði á net- inu og beint frá erlendum miðlum. Það er alltaf að aukast. Annars fylgj- umst við mjög vel með, sem og verslanir og framleiðendur, og erum við íslendingar mjög framar- lega á þessu sviði.“ Ásta segist skilja vel þær áhyggj- ur sem fólk gæti haft vegna kostn- aðarins við að ráða innanhússarki- tekt til starfa. „Ég skil það mjög vel, þetta er eins og að ef maður ætlar að ráða iðnaðarmann veit maður ekki fyrir víst hvað maður er að fara út í. Við gerum verðtilboð og er sjálfsagt að leita eftir því eins og í annars konar verslun og þjónustu. Ég hef fundið fýrir þessari hræðslu en ég finn líka að fólk er sífellt að verða opnara fyrir þessu og lítur á þennan kost sem raunhæfan möguleika. Þegar upp er staðið er alltaf öruggara að leita til fagfólks." eirikurst@idv.is Fyrir kraftmikið ævintýra- fólk Mjúkir pastellitir faila ekki öllum í geö, sterkir litir og skrautleg mynstur falla ævin- týragjörnum krökkum aföllum stærðum og gerðum vel I geö. I Ævintýralegt herbergi Ef rýmið er nægilegt er um að gera að nýta það, til dæmis með því að útbúa svefnioft, stúka afsmá stofu eða föndurpláss. Það er gaman að deila Börnum líður vel I félagsskap en þau vilja samt hafa áveðið pláss út affyrir sig. Málaðu rúmin og skrifborðin I sérlit fyrir hvert barn. Fyrir litlar prinsessur Manni liður eins og prinsessu I garðveislu í svona herbergi, með veggjum I sama lit og sykurull og gólfi sem minnir á vel hirta grasflöt. Sit i**1, safclattS a Isafjaxða* j Beggaf®^ Isögtts^f andlit Helgarblað DV - springur út á morgun!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.