Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDACUR 7. APRÍL 2005 Fréttir DV Kostir ó?"€Wllar Edda Björgvinsdóttir er afar hæfileikarík kona. Hún hefur líka ótakmarkaðan húmorsem fellur öllum í geð. Hún er endalaust að gefa afséroghefur mikinn metnað. Hún erleysir vandamál frekaren að búa þau til. Edda er mjög ofvirk, þarf alltafað vera að og getur það verið galli undir sumum kring- umstæðum. Smekkur hennar á húsgögnum þykir ekki öllum upp á marga fiska. Hún treyst- ir fólki skilyrðislaust sem getur snúist upp i galla. pr- „Edda er gædd mikilli hæfni til þess að leysa vandamál í staðinn fyrir að búaþau til, hún útdeilir kmsrmnr&vmdmötmr.— Hún er mjög glaðsinna, enda þótthúnsé skaprik. Eddu skortir þetta sjálfmiðaða element sem flestir I sviðsljósinu hafa f ein- hverju mæli sem þýðir að hún er minna þar en aðrir en þegar hún kemur fram skín stjarna hennar skært. Hún hleypir fólki nálægt sér og treystirþvi fullkomlega en um leið og einhver bregst trausti henn- ar byggir hún upp vegg gagnvart þeim hinn sama." Gisli RúnarJónsson, leikari og leikstjóri TEddavarnatiufulega goðið mitt áður en ég fór að vinna með henni en hún stóðst undir öllum þvi sem ég bjóst við og rúm- lega það. Hún er gefandi og hlý og mesti húmoristi sem ég þekki. Hún erí rauninni skemmtileg allan sól- arhringinn og eitt hæfileikabúnt. Hún er mikil hugsjónarmanneskja og ótrúlega metnaðarfull.Hún þarfalltafaö vera að, sem getur orðið qalli, oa hún hefur skrltinn smekk á húsgögnum." Unnur Ösp Stefánsdáttir; leikkona „Mamma erstanslaustjá- kvæð og hæfileikarík. Hún er mikill gleðigjafí, ekki bara í leikhúsinu heidur líka heima fyrir. Hún er óeigingjörn, bæði sem mamma og amma. Efhún hefur einhverja galla veit ég ekki afþeim því þeir hafa engin áhrifá mig." Björgvin Franz Gislason, leikari Edda Björgvinsdóttir fæddistþann 13. septem- ber árið 1952. Hún lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1972 og útskrifaðist frá Leiklistarskóla Islands árið 1978. Edda hefur starfað sem leikari, leikstjóri og höfundur við fjölmörg leikhús m.a. Þjóðleik- húsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Islands og Al- þýðuleikhúsið. Hún er um þessar mundir að leika í Alveg brilljant skilnaði I Borgarleikhús- inu. Hrossagaukur á heiði Lóan er komin. Og ekki bara lóan heldur hrossagauk- urinn líka. Þetta staðfestir Sigmar Þór Ingason sjómað- ur sem býr upp á Krókártjöm við Mosfellsheiðina. Hann segir um tvo daga síðan hann sá fyrsta hrossagaukinn sem hafi komið á svipuðum tíma og lóan. „Hann syngur svaka- lega vel þegar fer að skyggja á kvöldin," segir Sigmar sem hefur hlustað agndofa á söng hrossagauksins með félaga sínum upp á heiði. Þeir em sammála um að nú sér vorið opinberlega komið til að vera. Bergþóra Guðmundsdóttir er vistuð í einangrunarklefa á Litla-Hrauni. Hún hittir þar fyrir eiginmann sinn, Hákon Rúnar Jónsson, sem afplánar tuttugu og tveggja mánaða dóm fyrir vopnuð rán. Bergþóra og Hákon reyndu að skilja fyrir nokkrum árum en íhuga nú að sækja um sameiginlegan klefa eða klefa nálægt hvort öðru. Fangelsismálastjóri hefur engin svör við þessari hugmynd hjónanna. Hjón ó Hrnuninu valda fang- elsismálastjóra heilabrotum Fyrsta konan sem vistuð er á Litla-Hrauni hitti fyrir eiginmann sinn sem afplánar dóm fyrir vopnuð rán. Bergþóra dvelur í ein- angrunarklefa en eiginmaður hennar Hákon Rúnar er í húsi fjögur. Þau íhuga að sækja um sameiginlegan klefa eða klefa nálægt hvort öðru. Fangelsismálastjóri veit ekki hvernig taka eigi á þessu máli. „Ég bara veit það ekki. Það hefur nú aldrei verið gert áður þannig að ég hef engin svör," segir Valtýr Sig- urðsson fangelsismálastjóri að- spurður um hvort möguleiki sé að vista hjón saman á Litla-Hrauni. Bergþóra eða Ísafjarðar-Begga, eins og hún er oft kölluð, giftist Hákoni Rúnari fyrir nokkrum árum en upp úr slitnaði fljótlega. Þau sóttu um skilnað en það dróst eitthvað og því eru þau lagalega séð ennþá gift. Hákon afplánar tuttugu og tveggja mánaða dóm fyrir að rjúfa skilorð og er í húsi fjögur á Hrauninu. Berg- þóra segir þau Hákon vera fína vini í dag. „Ég hitti hann úti áðan og við ræddum um að sækja um sameigin- legan klefa eða hvort við gætum ver- ið nálægt hvort öðru, það er aldrei að vita hvað við gerum," sagði Berg- þóra í DV í gær. Valtýr Sigurðsson Fangelsismálastjóri hefur engin svör við vistun hjónanna á hrauninu. „Ég hitti hann úti áöan og við ræddum um að sækja um sam- eiginlegan klefa eða hvort við gætum verið nálægt hvort öðru, það er aldrei að vita hvað við gerum Langur sakaferill Hákon Rúnar Jónsson er fimmt- án árum yngri en Bergþóra og á langan sakaferil að baki. Árið 1999 var hann dæmdur í fimm ára fang- elsi fyrir fjögur vopnuð rán. Meðal annars rændi hann verslun 11-11 við Norðurbrún vopnaður hnífi viku eftir að hann slapp út úr Hegningar- húsinu við Skólavörðustíg eftir að hafa lokið 2/3 hluta afplánunar á þriggja ára og sex mánaða fangelsis- dómi ffá því f nóvember 1996. Hann hafði afplánað stærstan hluta þess dóms á Litla-Hrauni. Síðustu mán- uðina var honum hins vegar gefinn kostur á reynslulausn og var vistað- ur í Hegningarhúsinu vegna tíðra heimsókna hans til ýmissa geðheil- brigðisaðila á höfuðborgarsvæðinu. Kynntust á Sogni í DV árið 1999 var fjallað um sakaferil Hákons og sagði Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofhun, þá að vonir manna stæðu til þess að Hákon yrði dæmdur til afplánunar á heil- „ Hákon Rúnar Jónsson Af- plánar dóma á Litia-Hrauni og er giftur Bergþóru. brigðisstofnun, helst á Sogni. Þangað fór Hákon og þar kynnt- ist hann Bergþóru. Þau giftu sig svo nokkru síðar en sambandið var ekki langlíft eins og fyrr segir. / breki@dv.is Bergþóra Guð- mundsdóttir Fyrsti konan á hrauninu og hitti eiginmann sinn. Móðir fíkniefnaneytanda fær von Margrét Frímanns hjálp- ar systur Kalla Bjarna „Núna er allt að gerast og það er verið að undirbúa nauð- ungavistarpappíra sem ég þarf að skrifa undir til þess að hægt verði að hjálpa Fjólu," segir Sveinbjörg Karls- dóttir sem hefur barist fyrir því undanfarin ár að dóttir hennar, Fjóla, sem er illa á sig komin af fíkniefna- neyslu fái viðeigandi hjálp. „Ég veit ekkert hvar hún er núna, líklega í dópbæli einhvers staðar. Hún hringdi í mig í fyrradag til þess að biðja um pening og það er það eina sem ég hef heyrt frá henni frá því hún strauk fyrir tæpum mánuði," segir hún. í fyrsta sinn í mörg ár sér Svein- björg fyrir að eitthvað róttækt verði aðhafst. „Ég fékk aldrei nein svör þannig að ég fékk ábendingu um að leita til Margrétar Frí- mannsdóttur og núna loksins sé ég glætu því Margrét tók þessu vel og gel± strax í málið," segir Sveinbjörg. Hún ber Margréti góða söguna og þakkar fyrir skjót viðbrögð. „Það er bara ansi hart að það sé ekki nóg að leita til geðstofnana til að fá hjálp. Mig hryllir við þeirri tilhugsun hversu margir í viðbót þurfa að deyja til að kerfiðverðibætt." Sveinbjörg ásamt mynd af Fjólu Svein- björg hefur óttast það I mörg ár að einn daginn fái hún fregnirað þvlað dóttir hennar sé látin. Bobby Fischer Verður ekki dæmdur af ís- lenskum dómstólum efhann verður fundinn um skattsvik í Bandaríkjunum. Indriði H. Þorláksson Ríkisskattstjórisegir embættið ekki hafa kannað skattamál stór- meistarans sérstaklega. Meint skattsvik Bobby Fischer Ekki dæmdurhérá landi Mikið hefur verið rætt um meint skattsvik Bobby Fischer í Bandaríkj- unum. Margir hafa velt því fyrir sér hvort hinn nýji íslendingur verði dæmdur hér á landi ef hann verður fundinn sekur. „Það er alveg úti- lokað. Ef hann hefur framið skatt- svik í Bandaríkjunum þá er það brot á bandarískum lögum og íslenskir dómstólar hafa ekkert um það að segja," segir Indriði H. Þorláksson rfldsskattstjóri. Aðspurður um hvort embættið hafi sérstaklega athugað skattamál Fischers segir Indriði: „Hann er bara eins og hver annar maður sem sest að hér á landi, ég kannast ekki við að hann sé einhver skattsvikari." Indriði segir að þar sem Fischer sé nýkominn til landsins sé hann ekki skattskyldur hér nema hann afli sér einhverra tekna. „Þegar tíminn líður og hann hefur verið hér í hálft ár verður hann skattskyldur eins og hver annar íslendingur," segir Ind- riði að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.