Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 13
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 13 Fær ekki sérstaka meðhöndlun dreglllinn Líf Harrys Bretaprins á heldur eftir að breytast þegar hann byrjar herþjálfun í Sand- hurst-herskólanum í maí. Lið- þjálfinn sem mun ráða yfir prinsinum segir að Harry muni ekki fá neina sérstaka með- höndlun.„Harry prins mun kalla mig herra og ég mun kalla hann herra. En hann verður sá eim sem mun meina það," sagði Vince Gaunt lið- þjálfi. Samkvæmt bresku pressunni verður Harry undir öflugu eftirliti vopn- aðra lögregluþjóna á meðan á þjálfuninni stendur. Heilsu prinsins hrakar Amma bakar fyrirveisluna Amma frá Wales sem heillaði Karl Bretaprins upp úr skónum með ávaxtatertunni sinni hefur verið val- in til að baka fyrir brúðkaupsveisl- una. Etta Richardson, sem er 74 ára, hefur bakað eftir leynilegri uppskrift í meira en 50 ár og ætlar að baka 20 kökur fyrir brúðkaupið sem fer fram í næstu viku. Pöntunin kom frá drottningunni sjálfri sem ætlar að skipuleggja veisluna fyrir Karl og Camillu Parker-Bowles.„Þetta er mik- ill heiður en þetta eru góðar tertur," sagði Etta. Heilsu Rainiers prins III af Mónakó hefur farið hrakandi síðustu daga en prinsinn þjáist af hjarta-, nýrna- og lungnavandamálum.Sam- kvæmt upplýsingum frá spítalanum er líðan hans þó stöðug. Fjölmiðlar í litla landinu segja daglegt líf íbú- anna úr skorðum vegna veikinda Rainiers sem hefur ríkt yflr landinu síðan 1949. Prinsinn giftist Holly- wood-stjörnunni Grace Kelly en hún lést í bílslysi 1982 Haraldur í hjartaaðgerð í dag Haraldur Noregskonung- ur var lagður inn á sjúkra- hús í Osló í vikunni. Hann mun undirgangast hjartaaðgerð í dag og Hákon krónprins mun rfkja yfir iandinu í fjar- veru hans. Haraldur og Sonja drottning eyddu páskunum í fjöllunum nálægt Ósió. Drottningin fylgdi manni sinum á sjúkrahúsið en hann undirgekkst aðgerð vegna krabbameins ( þvagblöðru fyrir 15 mánuðum.Kóngur- inn og drottningin voru hress í bragði fyrir utan sþítalann en vildu ekkert tjá sig við blaðamenn. Lækn- ar telja að Haraldur muni ná sér að fullu eftiraðgerðina. Fjölgun í hollensku konungsfjölskyldunni Mabel prinsessa,eiginkona Johans Frisco,fæddi litla stúlku í vi unni.Barnið hefur fengið nafnið Luana og er fjórða barna- barn Beatrix Hollandsdrottningar. Johan Frisco, sem er annar sonur drottningarinnar,giftist Mabel Wis- se Smit fyrir tæpu ári og missti fyrir vikið öll réttindi sem varða krúnuna. í kringum brúðkaupið voru slúður- blöðin uppfull af fréttum um gamaly ástarstarsamband Mabel við stóran eiturlyfjasala. Kate Middleton með Vilhjálmi á skíðum taprins og Kate sér á skíði í vik- unni og sönn- uðu þar með að þau eru ennþá kærustupar. Þetta er i annað skiptið sem Kate, sem er22 ára,fer á skíði með kon- ungsfjölskyld- unni.„Fjölskyld- an kemur fram við Kate eins og eina af þeim," sagði heimildamaður úr höllinni. „Bæði Karl og Harry eru hrifnir af henni og krónprinsinn krafðist þess að hún kæmi með ( skíðaferðina." Breska slúðurpressan hefur í nokkurn tíma talið að sam- bandi þeirra væri lokið en svo er greinilega ekki. Nú er aðeins vika í að Karl Bretaprins og Camilla Parker-Bowles gangi í það heilaga. Karl eyddi vikunni á skíðum ásamt sonum sínum þar sem hann lét út úr sér nokkur illa valin orð um fjölmiðlafólk í landinu. Prinsinn hélt að Harry og Vilhjálmur væru þeir einu sem heyrðu í honum á meðan allt var tekið upp. Karl og Camilla Lítíð annað en brúð- kaupið er rætt í bresku pressunni þessa dagana og sjaldan á jákvæðu nótunum. saming við fjölmiðlafólk um að þeg- ar þau fari á skíði stilli þau sér upp fyrir blaðamenn og ljósmyndara og í staðinn fái þau að vera í friði eftir það. Vilhálmur prins þver tók fyrir að annað brúðkaup myndi fylgja í kjöl- far brúðkaups föður síns. Kærastan hans, Kate Middleton, mætti ekki á blaðamannafundinn en til hennar sást ásamt feðgunum í skíðabrekk- unum. Þegar aðeins vika er í brúðkaup Karls Bretaprins og Camillu Parker- Bowles skellti krónprinsinn sér á skíði ásamt sonum sínum í von um að ná að slaka aðeins á. Lítið annað en brúðkaupið er rætt í bresku pressunni þessa dagana og sjaldan á jákvæðu nótunum. Aðeins 750 gestir eru á gestalista veislunnar og hefur snobbaða prinsessan Michael af Kent lýst vanþóknun sinni þar sem sonur hennar fékk ekki boðskort. Sonurinn, sem er 25 ára, hefur viðurkennt að hafa verið háð- ur fíkniefnum og þykir .því ekki boðshæfur. Karl virtist missa stjórn á skapi sínu í skíðabrekkunum þegar hann, Vilhjálmur og Harry stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. „Ég hata þetta," á krónprinsinn að hafa misst út úr sér. Vitni segja hann hafa kallað ljósmyndana „uppáþrengjandi hálfvita" og fréttamann frá sjón- varpsstöðinni BBC „ömurlegan". Karl taldi engan nema synina heyra í sér en fréttamenn höfðu lagt upp- tökutæki við hlið hans sem náði öUu sem hann sagði. „Hann frussaði orðunum út úr sér, viss um að enginn nema prinsarnir heyrðu í honum." Aðstoðarkona prinsins hefur reynt að klóra í bakkann fyrir hann með því að segja að Kari hafi verið iUa upplagður og pirraður yfir því að myndir af VUhjálmi og Kate kærustunni hans hefðu verið birtar í bíöðunum. Þegar fjölmiðlar spurðu Karl um brúðkaupið virtist honum h'ða iUa og svaraði: „Það er ánægju- legt að þú hafir heyrt af þvf.“ Konungsfjölskyddan hefur gert i Elstu synir Karls og Camillu verða vottar í brúðkaupinu Drottningin sú eina sem mætir ekki Elísabet drottning og FUippus prins eiginmaður hennar eru þau einu af háttsettum meðUmum konungsfjölskyldunnar sem mæta ekki í brúðkaup Karls og CamUlu Parker-Bowles. ÖU systkini Karls ætía að mæta í athöfnina auk bama og maka. Karl hafði í fyrstu útskýrt fjarveru móður sinnar með því að athöfnin væri lítU og hófleg en mæting aUra hinna innan kon- ungsfjölskyldunnar sannar að eitt- hvað meira Uggur undir ákvörðun drottningarinnar. Karl og CamiUa hafa beðið elstu börnin sín um að vera vottar við athöfnina sem fer fram 8. aprU. Vilhjálmur prins og Tom Parker Bowles munu því hafa mikilvægu hlutverki að gegna í brúðkaupinu. Fréttir af þátttöku Vilhjálms koma sem þruma úr heiðskíru loftí þar sem talsmaður prinsanna ungu hafði nýlega sagt að þeir myndu ekki taka þátt í athöfninni að neinu leyti „þar sem þetta væri ekki þannig brúðkaup". Aðeins um 30 gestir verða viðstaddir sjálfa athöfnina en yfir 700 manns munu mæta í veisluna. Þangað munu leikarinn Rowan Atkinson, Hákon krón- prins Noregs ásamt eigin- konu sinni Mette-Marit og annað þotuUð mæta. EKsabet drottning Karlhafði í fyrstu útskýrt fjarveru móður sinn- ar með því að athöfnin væri lítil I og hófleg en mæting allra hinna innan konungsfjölskyldunnar sannar að eitthvað meira liggur | undir ákvörðun drottningarinnar. - "W Vilhjálmur prins Fréttir af þátttöku Vilhjálms koma sem þruma úr heiðskfru lofti þar sem ta/s- j| maður prinsanna ungu hafði nýlega sagt að þeir myndu ekki taka þátt í athöfninni að neinu leyti „þar sem þetta væri ekki þannig brúðkaup".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.