Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjóri: Mikael Torfason. Fréttastjóri: Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000. Fax: Auglýsingar: 515 7599. Ritstjórn: 550 5020. Fréttaskot: 550 5090. Ritstjóm: ritstjorn@dv.is. Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Dr. Gunni heima og að heiman BS Ég skrapp tílKánarí um páskana með fjölskyldunni eins og hún leggur sig. Hafði aldrei farið áður I pakkaferð á sólarströnd og nenni líklega ekki aftur, a.m.k. ekki til Kanarí. Ekki það að það væri leiðin- legt. Nei, nei, það var myljandi sól allan timann og ágætt að sleikja hana og Is á sundlaugarbakkan- um. Kanarí er þó sjoppulegt pleis og heiladeyðandi að hanga svona. Krádið samanstóð af grilluðu liði sem spígsporaði dökkbrúnt eins og hnakkar, æðahnýttum ellilífeyrisþegum, krúnurökuðum hommum og hressu white trashi ftá úthverf- um V-Evrópu. Ælur og hunda- skftur á götum og drykkjulæti þegar leið á kvöldið. Hér er ég að tala um ástandið á aðalsvæð- inu, Playa del Ingles. iik ind- i skemmtilegra var s bærínn Playa de Mog- an með sinni hreinlegu snekkjuhöfn oq ’ 1 blómaangan. Á f öllum matsölu- stöðum var þó sami matseðill- inn, snitzel, hálfur kjúklingur og franskar, beikon og egg - smokkfiskur í orlý-deigi fyrir þá kræfustu. Um páskana voru hátt (þrjúþúsund Islendingar á svæðinu. Alls stað- ar mátti heyra íslensku. Trúba- dorinn Bjami Tryggvason skemmti á pöbb og margir veit- ingastaðir buðu upp á (slenskan matseðil. Þjónarnir kunnu Ifka smá f málinu, nógu mikið til að gleðja ferðalangana. .Stóran bjór? Mamma borgart" Margrét Blöndal í framan Foto Harry, sem er tækjasjoppa velþekkts w Indverja sem legg- ur mikið upp úr viðskiptum við (slendinga. whb HH _ Hannflaggaði &r islenskum fána, ^ ^ búöarfólki sem kann hrafl í (slensku og á stól fyrir utan var hátalari sem útvarpaði páskadagskrá Rásar tvö. Hálf súrrealfskt að vera þama (hitanum, sjá (slend- inga japla á spaghettfi og sötra bjór og heyra Margréti Blöndal kynna Papana. M(n niðurstaða er sú að Kanari sé fyrir fólk sem vill helst ekki fara neitt og myndi aldrei yfirgefa (sland ef hér væri svona 20 stiga hærrí meðalhiti og hægt væri að fá lítra af vodka á 500 kall. „Með euileik hefur borgin telcið frumlcvœði, sem óhjálcvœmilega leiðir til aulc- innar velferðar, til vinstri beygju í þjóðlíflnu í heild. Reylcjavík er svo stór og rílc, að hún getur nánastgeflð forskriftað þróun nœstu ára.“ Borgin tekur af skarið Gjaldfrjáls leikskóli í Reykjavík er mesta stjórnmálafrétt vetrarins. í einu vetfangi hefur kyrrstöðu í vel- ferð verið hrundið og kúrsinn tekinn aftur í átt til fyrirmyndarríkis Stóra bróður. Stefnt er að gjaldfrjálsum leikskóla fyrir alla aldursflokka undir skólaaldri í heilar sjö stundir á dag. Ráðamenn Reykjavíkur hafa vafalaust áttað sig á, að fólk er ekki eins andvígt op- inberum álögum og frjálshyggjumenn hafa haldið fram. Kannanir leiða í ljós, að meirihluti fólks er tilbúinn að leggja meira af mörkum, ef tryggt er, að það leiði til aukinnar velferðar, meiri félagslegrar þjónustu. Þetta stingur í stúf við stefnu ríkis- stjórnar landsins, sem lengi hefur verið við völd og fremur reynt að snúa málum frá velferð til frjálshyggju, til dæmis með því að selja opinber fyrirtæki. Enda hafa ráðherrar brugðist ókvæða við ákvörðun Reykjavíkur og fjármálaráðherra sleppti sér á Alþingi. Eðlilegt er, að menn séu ekki á eitt sáttir um gjaldfrjálsan leikskóla í Reykjavík. Önnur sveitarfélög verða knúin til að taka afstöðu til frumkvæðis borgarinnar og reyna að finna leiðir til að gera slíkt hið sama til að missa ekki unga fólkið til Reykjavíkur, sem verður að gósenlandi foreldra. Deilurnar um gjaldfrelsið magna klofn- inginn í leifunum af Framsóknarflokkn- um, sem í borgarstjórn styður það, en er á móti því í ríkisstjórn. Það endurspeglar, að í borgarstjórn er Framsókn enn miðju- flokkur, en á landsvísu hefur hann rúllað til hægri, í sumum tilvikum alveg út á hægri kant. Gott er að bera ákvörðun borgarstjórnar saman við hugmynd einnar af spunakerl- ingum forsætisráðherra, sem hefur það helzt til fjölskylduverndar að leggja, að börn verði klædd í skólabúninga, sem vin- sælir voru áður fyrr í ríkjum fasista og í mjög stéttskiptum ríkjum á borð við gamla Bretland. Hægri jaðarinn í flokknum, svo sem fé- lagsmálaráðherra, þorir að vísu ekki að lýsa beinni andstöðu við gjaldfrjálsan leikskóla, en kvartar hins vegar um, að hann sé einhliða ákvörðun, sem betra hefði verið að hafa samráð um á lands- grundvelli, milli sveitarfélaga og við ríkis- stjórn. Því er til að svara, að með samráði hefði málinu verið drepið á dreif. Með einleik hefur borgin tekið frumkvæði, sem óhjá- kvæmilega leiðir til aukinnar velferðar, til vinstri beygju í þjóðlífinu í heild. Reykja- vík er svo stór og rík, að hún getur nánast gefið forskrift að þróun næstu ára. I reiði sinni hótar fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins að svíkja samkomu- lag um fasteignagjöld af ríkishúsum. Hót- anir eru vissulega í stíl flokksins, en þessi hótun er marklaus. Auðun Georg Vandihanser mikill. lannanna það þannig að annað hvortyrðiAuðun Georg þving- aður beint á fund með varpsins. BÚIST ER vió • heitum degi í höf- * uðstöðvum Rflds- útvarpsins í Efsta- Auðun Georg getur ekki rekið frénameuninu w. Jm AUÐUN GE0RG Ólafsson stendur frammi fyrir miklum vanda nú í dag þegar hann tekur við starfi frétta- Fyrst og fremst stjóra Rfldsútvarpsins. Á fjölmenn- um starfsmannafundi í Rfkisútvarp- inu í gær var samþykkt vantraust á Markús Örn Antonsson útvarps- stjóra með 93,2 prósentum atkvæða. AUlt vegna ráðningar Auðuns Georgs. i GÆR bjuggu fréttamenn Rflds- útvarpsins sig undir að taka á móti nýjum fréttastjóra með aðgerðaáætl- un sem öll miðar að því að gera honum ókleift að sinna nýju starfi sínu. Orðaði einn frétta- A STARFSMANNAFUNDINUM í gær kom meðal annars fram að lykilmað- urinn í ráðningu Auðuns Georgs hefði verið Björn Ingi Hrafnsson, að- stoðarmaður forsætisráðherra. Mun Björn Ingi hafa lagt á ráðin um ráðningu Auðuns Georgs í marga mánuði og haft sitt fram. VANDI NÝS fréttastjóra er ekki síst sá að hann getur ekki rekið þá frétta- menn sem setja sig upp á móti hon- um og ráðið aðra til starfa. Frétta- stjóri Ríkisútvarpsins fer ekki með það vald sem þarf til uppsagna held- ur er það sjálfur Markús örn Antons- son útvarpsstjóri sem segir fólki upp og þá í þessu tilviki eftir tillögu og að ráðum Boga Ágústssonar, d yfirmanns frétta- M Fortíðarþrá Birgis ísleifs Bir^ir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði í Mogganum í gær bankana hafa farið offari ( útlánum undanfarið. Hann er ekki sáttur og segir Mogganum að bank- amir séu ein af ástæöunum fyrir þenslunni í samfélaginu. Þeir veiti fólki fasteignalán og hækki yfír- dráttarheimildir. Þetta er Birgir ósáttur við og vill að bankarnir axli þá ábyrgð sem á herðum þeirra hvll- Birgir fsleifur Gunn- arsson Kennir bönk- unum um eyðslusemi íslendinga. Birgir er auð- vitað bíim síns tíma og hann opinberaði það einmitt í fyrra þegar hann bauð gömlum bekkjarfélögum í parti ÍSeðlabank- anum ikostnað skattgreiðenda. Nú vill hann færa okkur enn lengra aft- urí tímann ogsetja fslendinga aftur íþi stöðu að þeirneyðist til að fara spariklæddir til bankastjóra og gritbiðja um fyrirgreiðslu í stað þess að einstaklingamir sjilfir beri ibyrgð i eyðsluseminni. Birgir ætti að skamma okkur sem tökum öll þessi lin oglita bankana vera. Það er ekki þeim að kenna að við fslendingar eyðum eins og svín. sviðs Ríkisut- mannanna leiti í dag. fréttamönnum stofhunarinnar eða þá sagt að hypja sig aftur heim. Markús Orn Situr undir vantrausti. Bjorn Ingi Lagði á ráöin og hafði sitt fram. Hvað eiga ísland, Kixgisistan, írak, Nepal og Erítrea sameiginlegt fyrir utan að vera neðarlega á lista Aiþjóðaknattspymusambandsins? Jú, öll lönd- in eru nefnd á forsíðu á heimasíðu Alþjóðablaða- mannasambandsins þar sem talað er um mál sem eru efst á baugi samtakanna um þessar mundir. í Nepal er fjallað um kónga, byltingar og ritskoðun, í frak um mannrán og í Kirgisistan er talað um að málin séu að róast efdr byltinguna. Neðst á þessum lista á heimasíðunni er svo ísland þar sem blaða- mennimir alþjóðlegu lýsa yfir stuðningi við baráttu íslenskra fréttamanna gegn pólitískum afskiptum. Nepal Ritskoðun eftir að kóngur rændi völdum. JC2 \ -ir < l fsland Útvarps- húsið logar útaf | fréttastjóramáli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.