Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 DV Neytendur • Bræðumir Ormsson er með til- boð á digital ljósmyndavél, Olympus C-5000. Kostar nú 29.900, var á 69.900, sparnaður er 40.000. Gildir til 5. aprfl. • TREK reiðhjól 4100 herra/dömu, 24 gíra, er á 29.900 í Eminum. Var á 39.900 sem gerir 25% afslátt. Gildir til 25. aprfl. • Sturta.is er með tilboð á aflöngu nuddbaðkari, stærð 153x83x73. Verð nú 119.000, áður 220.000. Sparnaður er því 101.000. Gildir til . maí. • Til 28. aprfl býður Raf- sól upp á ókeypis skoð- un og úttekt á raflögn- um. Verð áður 16.500. • Spar í Kópavogi er með Úrvals-lambalæri úr kjöt- borði á 866 krónur kflóið en var áður 1.197 krónur. Gildir til 22. aprfl. 53 • Úr að ofan er með i tilboð á Diesel- dömuúri. Verð núna er 10.400, var 13.600. Gildir til 12. aprfl. >, Ódýrasta bensínið Verð miðast við 95 okt. í sjálfsafgreiðslu Höfuðborgarsvæöiö Borið hefur á því að 38 tommuTrXus jeppadekk hafa hvellsprungið, ökumönnum til mikils ama svo ekki sé talað um hættuna sem getur stafað af því. Sigurður Ævarsson hjá Gúmmívinnustofunni segir þá hafa hætt að selja dekkin vegna þessa en þeir sjá ekki ástæðu til þess að kalla dekkin inn þar sem erlendir framleiðendur dekkjanna kannast ekki við vandamálið. „Það er ansi hart að þurfa að bíða eftir banaslysi til að þessi dekk verði kölluð inn." í umíerð rlaga viú oliúlegasta aústæúaa u.i 4l Shell Gylfaflöt/ Bústaðavegi/Birkim Skógarhllð 98,30 kr. Landsbyggðin Dekk af gerðinni TrXus, 38 tommur, hafa verið að hvellspringa undir jeppum nokkurra einstaklinga sem fjárfest hafa í þeim. Skýringar á þessu virðast óljósar og segja menn ýmist að notk- unin á þeim sé röng eða að um hönnunargalla sé að ræða. Fram- leiðendurnir í Bandaríkjunum kannast hins vegar ekki við að um galla sé að ræða en þrátt fyrir það hefur Gúmmívinnustofan hætt sölu þessara tilteknu dekkja. ÍS™1> Sigurður Ævarsson hjá Gúmmí- vinnustofunni kannaðist við þetta vandamál en þó nokkuð hefur verið um að jeppaeigendur skili þessum dekkjum. „Við hættum að selja 38 tommu TrXus en erum ennþá með 44 tommurnar enda hefur ekki verið kvartað undan þeim," segir Sigurður en hann telur þó aðeins brot af seld- um dekkjum hafa skilað sér til baka. Framleiðendurnir viðurkenna ekki vandann Sigurður segir þá reyna að bæta tjón bfleigenda eftir fremsta megni en framleiðendur dekkjanna erlend-is vilja ekki kannast við að það sé fram- leiðslugaili sem valdi vandanum. „Ýmsu hefur verið fleygt fram sem skýringu á þessu. Til dæmis hefur ásetningu verið kennt um sem og of breiðum felgum." Röng notkun veldur „Ef þessi dekk væru raunverulega gölluð væri framleiðandinn í Banda- rikjunum örugglega búinn að kalla þau inn. Ef okkar tilfinning væri sú að þessi dekk væru gölluð værum við löngu búnir að kalla þau inn," segir Ásgrímur Stefán Reisen- hus, yfirmaður á verk- stæðinu hjá Gúmmí- vinnustofúnni." „Það er alveg ljóst að ástæðan er notkun manna á dekkjunum en ekki einhver ffarn- leiðslugalli sem veldur þessu," tekur Ásgrímur fram og segir jeppa- menn vita af þessu og að þetta sé ekkert eins- dæmi. „Það hafa komið upp álíka vandamál í gegnum árin með álíka dekk frá hinum ýmsu fram- leiðendum." Hekla vildi ekki dekkin Hinrik Laxdal hjá Heklu segist hafa heyrt af þessu vandamáli en þeir eru ekki með þessa tegund dekkja til sölu. „Við fluttum inn nokkur svona dekk fýrir nokkrum árum en Gúmmí- vinnustofan keypti þau af okkur, við höfum aldrei haft þau til sölu enda kærum við okkur ekki um að hafa gallaða vöru til sölu. Vandamálið virðist vera að þau þola ekki úrhleypingu," segir Hinrik. Sex til átta mál og slys á fólki Haft var samband við tryggingafé- lag sem annast hefur mál fólks sem hefúr lent í þessum hrakförum. Þau svör fengust þar að 6 - 8 mál hafi borist inn á borð til þeirra varðandi þessi tilteknu dekk og slys hafi orðið á fólki. Talsmaður tryggingafélagsins segir að þessi dekk séu vinsæl vegna þess að gott sé að keyra á þeim á mal- biki og em mjög hljóðlát og jeppakall- TrXus dekk Á myndunum sésr hvernig dekkin fara, þau springa að innan, að þvi er virðist öll á sama hátt. ar sækjast í þau þar sem þau eru góð í fjallaferðum. Bíða eftir banaslysi „Hins vegar eiga þau það til að hvellspringa, yfirleitt að ff aman. Þetta býður hættunni heim og það hafa orðið slys á fólki við þessi atvik, sem betur fer ekki banaslys. Það er ansi hart að þurfa að bíða eftir banaslysi til að þessi dekk verði kölluð inn," segir talsmaðurinn. Hann segir þetta yfir- leitt hafa komið fýrir bfla sem séu fok- dýrir, sá síðasti sem fór svona var metinn á tæpar sjö milljónir. krb@dv.is tj@dv.is Álfabikarinn hefur hægt og bítandi verið að festast í sessi hjá íslensku kvenfólki Bikar fyrir tíðarblóð er frábær fjárfesting Álfabikarinn er tól sem konur eru famar að nýta sér í sívaxandi mæli. Hann er til þess gerður að taka við tíðablóði þegar konur eru á blæðing- um. Hann er gerður úr náttúrulegu gúmmfi og allar kynþroska konur eiga aö geta notað hann. Álfabikarinn er margnota og er mið-að við að hann nýtist í 10 ár. Hann fæst í tveim- ur stærðum, A fyrir þær sem alið hafa bam gegnum fæðingarveg og B fyrir þær sem ekki eiga böm eða hafa átt bam með keisaraskurði. Álfabikarinn fæst á alfabikar.is og í versluninni Móðurást Dalbrekku 28 í Kópavogi á aðeins 5.400 krónur. Hann er góður kostur fýrir þær sem þjást af ofiiæmi undan dömubindum eða em með viðkvæma slfinhúð. Ef keypt em dömubindi í 10 ár, miðað við blæðingar einu sinni f mánuði og einn pakka af dömubind- um hverjar tíðir sem kostar 350 krón- ur á meðalveröi má ætla að kostnaö- urinn sé 42.000 á 10 árum þannig að kostnaður viö dömubindi er töluvert mikið hærri en verð álfabikarsins. Bikar þessi ekki einungis kær- kominn fýrir budduna því notkun hans er ákaflega vistvæn ef tekið er inn í dæmið öll notuöu dömu- bindin sem enda í sjónum eða á sorphaugunum. Mörg kfló af notuöum dömubindum og - töppum sparast frá hverri konu sem notfærir sér þennan galdragrip. Það er ekki að ástæðu- lausu sem hann heitir Álfabikarinn. krbtgidv.is tj@dv.is Álfabikarinn Gripurinn nýtur vaxandi vinsælda meðal kvenna enda vist- vænn og sparar peninga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.