Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR I. APRlL 2005 Fréttir DV Réttindalausir Lettar í haldi Þrír lettneskir verkamenn eru nú í haldi lögreglunnar á Selfossi. Að sögn lögregl- unnar voru lög- reglumenn við eftirlit á bygg- ingasvæði í Ámessýslu. Þegar leitað var eftir því gátu Lettamir ekki framvísað neinum pappímm. Þeir em nú í haldi á meðan rann- sókn á málinu fer fram. í síðustu viku vom þrír Pól- verjar án atvinnuleyfls tekn- ir. Aðspurð svaraði lögreglan að ekki væri um reglubund- ið eftirlit með vinnustöðum að ræða heldur tækju lög- reglumenn stikkpmfur að eigin frumkvæði. Ölvaður á ofsahraða Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann á 157 kílómetra hraða á Suð- urlandsvegi í Flóa, rétt utan Selfoss, í gær- dag. Við nán- ari athugun lék grunur á því að maðurinn væri ölv- aður og reyndist hann yfir mörkum eftir að hafa verið látinn blása. Hann var sendur í blóðpmfu. Þá var annar ökumaður tekinn á svipuðum slóöum á 159 kílómetra hraða. Slíkum hraðakstri fylgir tveggja mánaða svipting og um 60.000 króna sekt. Þá voru þrír aðrir ökumenn hirtir, á mun minni hraða þó. Er vorið komið? Sigmar B. Hauksson skotveiöimaöur. „Það er komiö, ég fínn það á lyktinni. Ég get þó ekiá líst henni en ég fæ alltaf einhvern flling í nefíð. Lóan er komin og álftin og gæsin líka þannig að það eru allir mættir. Ég er með spádómsgáfu og veitþví að þaö koma tvö kuldaköst með vorinu en vara þó ekki lengi, sumarið verður ágætt en þaö verður töluverð úrkoma en annars milt og þægilegt. Haustið verðursvo alveg frá- bært.“ Hann segir / Hún segir „Það var vor i fyrradag en nú er smá slydda hérna. Það er samt kominn vorhugur í mannskapinn þvl viö erum að undirbúa fjögurra daga stóra vorhátlð sem nefnist Heilsu- bærinn Bolungarvík. Þar er boðið upp á ýmislegt til þess að halda llkamanum I góðum gír, leikhús, gönguferðir og fleira. Það má segja að fólk hafí hrokkið I gírinn á rokkhá- tlð alþýðunnarAldrei fór ég suður um siðustu helgi." Sofffa Vagnsdóttir á Bolungarvík. Aðalheiður Gunnarsdóttir segist hafa verið niðurlægð og beitt andlegu ofbeldi af hálfu yfirmanns sins þegar hún vann sem hjúkrunarritari á blóðskilunardeild Landsspítalans. Yfirmaður Aðalheiðar, Hildur Einarsdóttir, segir að starfsfólk deildarinnar hafi verið óánægt með störf Aðalheiðar, starfsemi deildarinnar sé aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Landsspítalinn Deiidarstjóri segir starfsfólk blóðskilunardeildar hafa veriö óánægt með störfAðalheiðar. „Ég varsífellt niðurlægð fyrir framan aðra starfs- menn og jafnvelsjúk- linga, var kötluð lygari, trassi og heimsk." Aðalheiður Gunnarsdóttir segist hafa verið hrakin úr starfi sínu á Landsspítalanum af yfirmanni sínum, Hildi Einarsdóttur. Aðalheiður var ritari á blóðskilunardeild og hafði að eigin sögn verið vel liðin þar til Hildur kom til starfa en þá hófst að sögn Aðalheiðar tímabil sem einkenndist af andlegu ofbeldi, einelti og sífelldum niðurlægingum af hálfu yfirmanns síns. Hildur Ein- arsdóttir deildarstjóri segir að Aðalheiðar á deildinni. Aðalheiður Gunnarsdóttir byrj- aði sem hjúkrunarritari á blóðskil- unardeild Landsspítalans fyrir fimm árum. Að hennar sögn hófst áreiti Hildar Einarsdóttur deildarstjóra skömmu seinna. „Þetta byrjaði smátt og smátt," segir Aðalheiður. „Hildur var sífellt með athuga- semdir, ekkert virtist vera nógu gott fyrir hana. Ég hafði aldrei lent í öðru eins áður, búin að vera í skrifstofu- störfum frá unga aldri og náð mér í margvísleg próf og skírteini." Leitaði í þunglyndislyf vegna ofsókna Aðlheiður kemst augljóslega í uppnám þegar hún rifjar upp síð- ustu árin í starfi sínu á Landsspítal- anum. Hún segist hafa leitað til yfir- boðara sinna og í stéttafélag sitt vegna þess sem hún kallar ofsóknir á hendur sér en ekki mætt skilningi. „Þetta var farið að komast á það stig ánægja hafi ekki ríkt um störf að ég var farin að kvíða fyrir að mæta í vinnuna af ótta við svívirðingar yfirmanns míns. Ég þurfti að leita mér hjálpar og fór meðal annars á þunglyndislyf. Þetta er að mínu mati ekkert nema andlegt ofbeldi, ég var sífellt niðurlægð fyrir framan aðra starfs- menn og jafnvel sjúklinga, var köll- uð lygari, trassi og heimsk. Það var eins og það hafi verið erfitt fyrir hana að hafa eldri og reynslumeiri starfsmann eins og mig á deildinni, hún gat ekki sætt sig við að ég vildi vinna hlutina á annan hátt en hún vildi." Aðalheiður segir að sjálfstraust hennar hafi farið ört hrakandi á þessum tíma. „Ég vildi bara fá að vera í friði svo ég gæti unnið vinn- una mína en Hildur stóð sífellt yfir mér og beið einfaldlega eftir því að ég gerði mistök. Á endanum átti að flytja mig af deildinni og á einhvem lager en ég sá þann kost vænstan að segja upp, enda var ástandið deildinni orðið nánast óbæri- legt." Samstarfs- fólkið var óá- nægt með Aðalheiði Hildur Ein- arsdóttir deildar- stjóri blæs á full- yrðingar hjúkrun- arritarans fyrrver- andi og segir þær út í hött. „Ég er algjör- lega ósammála þessari mynd sem Aðalheiður dreg- ur upp af þessu máli Við reynd- um allt til að finna henni annað starf á spital anum hún ákvað sjálf að segja upp." Hildur segir að Aðalheiður hafi ekki verið góður starfskraftur. „Við emm aldrei betri en veikasti hlekkurinn, það var ekki ánægja með störf Aðalheiðar á meðal samstarfsfélaga hennar og ég er ekki á því að ég hafi gert meiri kröfur til henn- ar en aðra." andri@dv.is H! Aðalheiður Gunnarsdóttir Starfaði sem hjúkrunarritari en hraktist úr starfi vegna ofsókna. Breiðhyltingar undrandi á slæmri umhirðu Vélarvana á sjó eftir skemmdarverk Ónýtt skátaheimili í skugga Gerðubergs Nágrannamir kalla það drauga- húsið og skiija ekki hvers vegna það þurfi að vera svona ljótt; skátaheimil- ið Haförninn að baki menningarmið- stöðvarinnar Gerðubergs í Breiðholti. Þar vom allar rúður bromar um páskahelgina og það ekki í fyrsta sinn: „Við eigum þetta hús eklci lengur," segir Þorsteinn Frímann Sigurðsson, ffamkvæmdastjóri landssambands íslenskra skáta.„Reykjavíkurborg yfir- tók húsið fyrir hálfu öðm ári og það er því ekki lengur á okkar ábyrgð. Það er eins og alltaf sé verið að brjóta rúður Hfe Gamla skátaheimilið í Breiðholti Ekkisjón að sjá. í þessu húsi og kannski vegna þéss að það stendur þarna á óupplýstu svæði í skugga Gerðubergs. Kannski þyrfti bara að lýsa þama betur upp og taka húsið í gegn," segir skátaforinginn. Hér er um að ræða fimmtán ára gamalt hús sem hefur ekki notið nauðsynlegs viðhalds. Eh'sabet Þóris- dóttir, forstöðukona menningarmið- stöðvarinnar Gerðubergs, h'tur þó húsið löngunaraugum: „Við höfum haft neðri hæðina til afnota en helst vildi ég fá það allt. Þarna hefur verið samstarf barna á sumrin og svo myndlistarkennsla á vemrna auk þess sem Zen-hópurinn hefur haft þarna aðstöðu tU hug- leiðslu," segir Elísabet Þóris- dóttir í Gerðubergi. Settu sykur í olíuna „Ég get ekki ímyndað mér hver það er sem gerir svona lagað," segir Viggó Jón Einarsson, skipstjóri á Óskari SK frá Hofsósi, sem varð vél- arvana fyrir rúmum mánuði. í ljós hefur komið að sykur var settur í olíutankinn. „Við vomm að leggja línu þegar vélin fór að láta illa. Við drifum okkur í land og rétt náðum að leggja að þegar vélin stöðvaðist þannig að litlu mátti muna að við yrðum vélar- vana úti á sjó," segir Viggó en olían var hreinsuð tvisvar áður en skemmdarverkið kom í ljós þar sem talið var að um gerlagóður í olíunni væri um að ræða. Viggó telur fullvíst að skemmdar- verkið hafi verið unnið í skjóli nætur þar sem Óskar SK er dagróðrarskip. Hann segir það hljóti að vera að sá sem gerði þetta sé sjúkur og þurfi á hjálp að halda þar sem þetta veit á Óskar SK 13 Einhver óvandaður gerði sér það að leik að lauma sykri I olíutank bátsins. mikið dómgreindarleysi. „Það liðu þrjár vikur áður en þetta uppgötvað- ist og núna höfum við verið að mestu frá róðri í mánuð. Tjónið sem við sjáum fyrir fer að hlaupa á millj- ónum," segir Viggó en þeir eru alls þrír á áhöfn Óskars. Máiið er í rannsókn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.